Telur alnæmisskrif Víkverja eiga skilið sérstök hálfvitaverðlaun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. ágúst 2018 14:49 Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata. vísir/daníel „Nú er lítið og sjaldan minnst á alnæmi og hættan virðist liðin hjá. Kannski var málið ekki jafn alvarlegt og talið var.“ Þannig hljóðar útgangspunktur Víkverja í Morgunblaði dagsins þar sem ónefndur penni elsta starfandi dagblaðs landsins rifjar upp kynni sín af alnæmi við fermingaraldur. Þá hafi alæmni ruðst inn í tilveruna að sögn Víkverja. „Samkynhneigðir og fíkniefnaneytendur voru í sérstökum áhættuhópi og unglingar því beðnir um að fara varlega í ástarlífinu. Ekkert væri hægt að gera fyrir þá sem veiktust af Aids.“Forsíða Morgunblaðsins frá því 28. apríl 1985.Tímarit.isRifjuð er upp forsíðufrétt Morgunblaðsins frá því 28. apríl 1985 þar sem sagði í fyrirsögn að allt mannkyn væri í hættu. Kom fram að talið væri fullsannað að Aids gæti borist með hvaða kynmökum sem er og því væru allir í áhættuhópnum. Töldu íslenskir læknar fullvíst að Aids bærist til Íslands, það væri aðeins spurning um tíma. „Meðal viðbragða við vá þessari var að smokkasjálfsalar voru settir upp út um borg og bý og góðhjartaðar hjúkrunarkonur fluttu fyrirlestra í skólum.“ Gefur Víkverji í framhaldinu í skyn að áhyggjurnar hafi mögulega verið úr hófi. Halldór Auðar Svansson pírati segir að skrifin eigi skilið sérstök hálfvitaverðlaun. Þau séu ævintýralega heimskuleg. „Það er ekkert sérstaklega flókið mál að núorðið er sjaldan minnst á alnæmi á Vesturlöndum nákvæmlega vegna þess að brugðist var við með öflugum fyrirbyggjandi aðgerðum. Annars staðar, svo sem víða í Afríku, þar sem stjórnvöld hafa jafnvel sums staðar misst sig í að ýta undir afneitun á vísindalegum staðreyndum um alnæmi, er það ennþá mikið og banvænt vandamál,“ segir Halldór Auðar.Um tugur nýgreininga er á HIV smitum á ári hverju á Íslandi en alnæmistilfelli hafa verið að jafnaði eitt á ári síðasta áratug.Margt heimskulegt hafi verið ritað til að réttlæta afneitun á staðreyndum um hnattræna hlýnun en þetta hljóti að vinna sérstök hálfvitaverðlaun. „Vanvirðingin í garð þeirra sem hafa unnið þrekvirki í að koma í veg fyrir alnæmisfaraldur á heimsvísu er síðan sérstök svívirða út af fyrir sig. Þetta er svona svipað og að efast um gildi slökkviliða af því það sé ekki nægilega algengt að hús brenni til grunna.“ Um sé að ræða grafskrift þess forréttindablinda, á þá leið að fyrst að maður finni ekki fyrir vandamáli þá stundina geti það ekki verið vandamál. Í árslok 2017 höfðu samanlagt 389 tilfelli af HIV-sýkingu verið tilkynnt til sóttvarnarlæknis samkvæmt upplýsingum á vef Landlæknis. Þar af höfðu 73 sjúklingar greinst með alnæmi og 39 látist af völdum sjúkdómsins. 28 tilfelli af HIV-sýkingu komu upp á Íslandi árið 2017. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent Brosi allan hringinn Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
„Nú er lítið og sjaldan minnst á alnæmi og hættan virðist liðin hjá. Kannski var málið ekki jafn alvarlegt og talið var.“ Þannig hljóðar útgangspunktur Víkverja í Morgunblaði dagsins þar sem ónefndur penni elsta starfandi dagblaðs landsins rifjar upp kynni sín af alnæmi við fermingaraldur. Þá hafi alæmni ruðst inn í tilveruna að sögn Víkverja. „Samkynhneigðir og fíkniefnaneytendur voru í sérstökum áhættuhópi og unglingar því beðnir um að fara varlega í ástarlífinu. Ekkert væri hægt að gera fyrir þá sem veiktust af Aids.“Forsíða Morgunblaðsins frá því 28. apríl 1985.Tímarit.isRifjuð er upp forsíðufrétt Morgunblaðsins frá því 28. apríl 1985 þar sem sagði í fyrirsögn að allt mannkyn væri í hættu. Kom fram að talið væri fullsannað að Aids gæti borist með hvaða kynmökum sem er og því væru allir í áhættuhópnum. Töldu íslenskir læknar fullvíst að Aids bærist til Íslands, það væri aðeins spurning um tíma. „Meðal viðbragða við vá þessari var að smokkasjálfsalar voru settir upp út um borg og bý og góðhjartaðar hjúkrunarkonur fluttu fyrirlestra í skólum.“ Gefur Víkverji í framhaldinu í skyn að áhyggjurnar hafi mögulega verið úr hófi. Halldór Auðar Svansson pírati segir að skrifin eigi skilið sérstök hálfvitaverðlaun. Þau séu ævintýralega heimskuleg. „Það er ekkert sérstaklega flókið mál að núorðið er sjaldan minnst á alnæmi á Vesturlöndum nákvæmlega vegna þess að brugðist var við með öflugum fyrirbyggjandi aðgerðum. Annars staðar, svo sem víða í Afríku, þar sem stjórnvöld hafa jafnvel sums staðar misst sig í að ýta undir afneitun á vísindalegum staðreyndum um alnæmi, er það ennþá mikið og banvænt vandamál,“ segir Halldór Auðar.Um tugur nýgreininga er á HIV smitum á ári hverju á Íslandi en alnæmistilfelli hafa verið að jafnaði eitt á ári síðasta áratug.Margt heimskulegt hafi verið ritað til að réttlæta afneitun á staðreyndum um hnattræna hlýnun en þetta hljóti að vinna sérstök hálfvitaverðlaun. „Vanvirðingin í garð þeirra sem hafa unnið þrekvirki í að koma í veg fyrir alnæmisfaraldur á heimsvísu er síðan sérstök svívirða út af fyrir sig. Þetta er svona svipað og að efast um gildi slökkviliða af því það sé ekki nægilega algengt að hús brenni til grunna.“ Um sé að ræða grafskrift þess forréttindablinda, á þá leið að fyrst að maður finni ekki fyrir vandamáli þá stundina geti það ekki verið vandamál. Í árslok 2017 höfðu samanlagt 389 tilfelli af HIV-sýkingu verið tilkynnt til sóttvarnarlæknis samkvæmt upplýsingum á vef Landlæknis. Þar af höfðu 73 sjúklingar greinst með alnæmi og 39 látist af völdum sjúkdómsins. 28 tilfelli af HIV-sýkingu komu upp á Íslandi árið 2017.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent Brosi allan hringinn Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira