Lokun Ölfusárbrúar er slæm fyrir umferð og heimamenn á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. ágúst 2018 20:00 Lokað var fyrir alla umferð um Ölfusárbrú á Selfossi í dag og verður brúin lokuð í viku. Ástæðan er sú að það á að steypa nýtt brúargólf. Forseti bæjarstjórnar Árborgar segir lokun brúarinnar svakalega skerðingu fyrir umferð ferðamanna, flutninga og ekki síst fyrir heimamenn. Það var klukkan fjögur í dag sem starfsmenn Vegagerðarinnar lokuðu fyrir alla umferð yfir Ölfusárbrú á meðan viðgerðir og steypuvinna á brúnni fer fram. Brúin verður opnuð aftur eftir viku, eða mánudaginn 20. ágúst. Um 17 þúsund bílar fara yfir brúnna á hverjum degi en nú þurfa þeir að velja aðrar leiðir. „Okkur líst náttúrulega ekkert rosalega vel á þetta því þetta er náttúrulega svakaleg skerðing fyrir umferð ferðamanna, flutninga og fleira og ekki síst fyrir heimamenn. Við vitum að íbúarnir búa hérna sitthvoru megin við ánna, þannig að þetta er mikil skerðing en þetta er verkefni sem þarf að fara í,“ segir Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar.Steypuframkvæmdir á brúnni hófust nú síðdegis á Ölfusárbrúnni.Vísir/Friðrik ÞórEn hvaða áhrif mun loku brúarinnar hafa á samfélagið á Selfossi?„Þetta mun náttúrulega hafa þau áhrif á þjónusta sem er fyrir utan á eins og við segjum, það verður erfiðara fyrir fólk að fara þangað, nema að það ætli að taka stóran krók ætli það keyrandi, en umferð gangandi vegfarenda verður opin áfram, og eins er það öfugt fyrir þá sem þurfa að sækja þjónustu hingað. Þetta snýst um það að sveitarfélagið er beggja megin árinnar og þjónustan, þannig að þetta mun hafa áhrif á skerðingu á þjónustu og gæðum“, segir Helgi.Vísir/Magnús HlynurGömul og lúinHelgi segir að Ölfusárbrú sé orðin gömul og lúin og kallar eftir nýrri brú sem allra fyrst. En vill Helgi sjá gjaldtöku á nýrri brú til að flýta fyrir því að hún komi? „Ég hef nú aldrei verið hrifinn af gjaldtöku og er ekki sammála henni.“ Á meðan Ölfusárbrú verður lokuð verður umferð beint um Þrengsli og Óseyrarbrú á Eyrarbakkavegi og í uppsveitum Árnessýslu eru hjáleiðir um Biskupstungnabraut, Skálholtsveg , Bræðratunguveg og Skeiðaveg.Vísir/Magnús HlynurÞá er búið að vera að malbika báðar akreinar til austurs á Suðurlandsvegi í dag á milli vegamóta við Hellisheiðarvirkjun og Skíðaskála. Akreinunum er lokað á meðan og umferð til austurs beint um Þrengslaveg. Áætlað er að framkvæmdirnar standi til miðnættis. Einnig er Þingvallavegur lokaður allri umferð milli þjónustumiðstöðvarinnar og eystri gatnamótanna við Vallaveg fram í október. Hjáleið er um Vallaveg. Samgöngur Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Sjá meira
Lokað var fyrir alla umferð um Ölfusárbrú á Selfossi í dag og verður brúin lokuð í viku. Ástæðan er sú að það á að steypa nýtt brúargólf. Forseti bæjarstjórnar Árborgar segir lokun brúarinnar svakalega skerðingu fyrir umferð ferðamanna, flutninga og ekki síst fyrir heimamenn. Það var klukkan fjögur í dag sem starfsmenn Vegagerðarinnar lokuðu fyrir alla umferð yfir Ölfusárbrú á meðan viðgerðir og steypuvinna á brúnni fer fram. Brúin verður opnuð aftur eftir viku, eða mánudaginn 20. ágúst. Um 17 þúsund bílar fara yfir brúnna á hverjum degi en nú þurfa þeir að velja aðrar leiðir. „Okkur líst náttúrulega ekkert rosalega vel á þetta því þetta er náttúrulega svakaleg skerðing fyrir umferð ferðamanna, flutninga og fleira og ekki síst fyrir heimamenn. Við vitum að íbúarnir búa hérna sitthvoru megin við ánna, þannig að þetta er mikil skerðing en þetta er verkefni sem þarf að fara í,“ segir Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar.Steypuframkvæmdir á brúnni hófust nú síðdegis á Ölfusárbrúnni.Vísir/Friðrik ÞórEn hvaða áhrif mun loku brúarinnar hafa á samfélagið á Selfossi?„Þetta mun náttúrulega hafa þau áhrif á þjónusta sem er fyrir utan á eins og við segjum, það verður erfiðara fyrir fólk að fara þangað, nema að það ætli að taka stóran krók ætli það keyrandi, en umferð gangandi vegfarenda verður opin áfram, og eins er það öfugt fyrir þá sem þurfa að sækja þjónustu hingað. Þetta snýst um það að sveitarfélagið er beggja megin árinnar og þjónustan, þannig að þetta mun hafa áhrif á skerðingu á þjónustu og gæðum“, segir Helgi.Vísir/Magnús HlynurGömul og lúinHelgi segir að Ölfusárbrú sé orðin gömul og lúin og kallar eftir nýrri brú sem allra fyrst. En vill Helgi sjá gjaldtöku á nýrri brú til að flýta fyrir því að hún komi? „Ég hef nú aldrei verið hrifinn af gjaldtöku og er ekki sammála henni.“ Á meðan Ölfusárbrú verður lokuð verður umferð beint um Þrengsli og Óseyrarbrú á Eyrarbakkavegi og í uppsveitum Árnessýslu eru hjáleiðir um Biskupstungnabraut, Skálholtsveg , Bræðratunguveg og Skeiðaveg.Vísir/Magnús HlynurÞá er búið að vera að malbika báðar akreinar til austurs á Suðurlandsvegi í dag á milli vegamóta við Hellisheiðarvirkjun og Skíðaskála. Akreinunum er lokað á meðan og umferð til austurs beint um Þrengslaveg. Áætlað er að framkvæmdirnar standi til miðnættis. Einnig er Þingvallavegur lokaður allri umferð milli þjónustumiðstöðvarinnar og eystri gatnamótanna við Vallaveg fram í október. Hjáleið er um Vallaveg.
Samgöngur Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Sjá meira