Lokun Ölfusárbrúar er slæm fyrir umferð og heimamenn á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. ágúst 2018 20:00 Lokað var fyrir alla umferð um Ölfusárbrú á Selfossi í dag og verður brúin lokuð í viku. Ástæðan er sú að það á að steypa nýtt brúargólf. Forseti bæjarstjórnar Árborgar segir lokun brúarinnar svakalega skerðingu fyrir umferð ferðamanna, flutninga og ekki síst fyrir heimamenn. Það var klukkan fjögur í dag sem starfsmenn Vegagerðarinnar lokuðu fyrir alla umferð yfir Ölfusárbrú á meðan viðgerðir og steypuvinna á brúnni fer fram. Brúin verður opnuð aftur eftir viku, eða mánudaginn 20. ágúst. Um 17 þúsund bílar fara yfir brúnna á hverjum degi en nú þurfa þeir að velja aðrar leiðir. „Okkur líst náttúrulega ekkert rosalega vel á þetta því þetta er náttúrulega svakaleg skerðing fyrir umferð ferðamanna, flutninga og fleira og ekki síst fyrir heimamenn. Við vitum að íbúarnir búa hérna sitthvoru megin við ánna, þannig að þetta er mikil skerðing en þetta er verkefni sem þarf að fara í,“ segir Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar.Steypuframkvæmdir á brúnni hófust nú síðdegis á Ölfusárbrúnni.Vísir/Friðrik ÞórEn hvaða áhrif mun loku brúarinnar hafa á samfélagið á Selfossi?„Þetta mun náttúrulega hafa þau áhrif á þjónusta sem er fyrir utan á eins og við segjum, það verður erfiðara fyrir fólk að fara þangað, nema að það ætli að taka stóran krók ætli það keyrandi, en umferð gangandi vegfarenda verður opin áfram, og eins er það öfugt fyrir þá sem þurfa að sækja þjónustu hingað. Þetta snýst um það að sveitarfélagið er beggja megin árinnar og þjónustan, þannig að þetta mun hafa áhrif á skerðingu á þjónustu og gæðum“, segir Helgi.Vísir/Magnús HlynurGömul og lúinHelgi segir að Ölfusárbrú sé orðin gömul og lúin og kallar eftir nýrri brú sem allra fyrst. En vill Helgi sjá gjaldtöku á nýrri brú til að flýta fyrir því að hún komi? „Ég hef nú aldrei verið hrifinn af gjaldtöku og er ekki sammála henni.“ Á meðan Ölfusárbrú verður lokuð verður umferð beint um Þrengsli og Óseyrarbrú á Eyrarbakkavegi og í uppsveitum Árnessýslu eru hjáleiðir um Biskupstungnabraut, Skálholtsveg , Bræðratunguveg og Skeiðaveg.Vísir/Magnús HlynurÞá er búið að vera að malbika báðar akreinar til austurs á Suðurlandsvegi í dag á milli vegamóta við Hellisheiðarvirkjun og Skíðaskála. Akreinunum er lokað á meðan og umferð til austurs beint um Þrengslaveg. Áætlað er að framkvæmdirnar standi til miðnættis. Einnig er Þingvallavegur lokaður allri umferð milli þjónustumiðstöðvarinnar og eystri gatnamótanna við Vallaveg fram í október. Hjáleið er um Vallaveg. Samgöngur Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira
Lokað var fyrir alla umferð um Ölfusárbrú á Selfossi í dag og verður brúin lokuð í viku. Ástæðan er sú að það á að steypa nýtt brúargólf. Forseti bæjarstjórnar Árborgar segir lokun brúarinnar svakalega skerðingu fyrir umferð ferðamanna, flutninga og ekki síst fyrir heimamenn. Það var klukkan fjögur í dag sem starfsmenn Vegagerðarinnar lokuðu fyrir alla umferð yfir Ölfusárbrú á meðan viðgerðir og steypuvinna á brúnni fer fram. Brúin verður opnuð aftur eftir viku, eða mánudaginn 20. ágúst. Um 17 þúsund bílar fara yfir brúnna á hverjum degi en nú þurfa þeir að velja aðrar leiðir. „Okkur líst náttúrulega ekkert rosalega vel á þetta því þetta er náttúrulega svakaleg skerðing fyrir umferð ferðamanna, flutninga og fleira og ekki síst fyrir heimamenn. Við vitum að íbúarnir búa hérna sitthvoru megin við ánna, þannig að þetta er mikil skerðing en þetta er verkefni sem þarf að fara í,“ segir Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar.Steypuframkvæmdir á brúnni hófust nú síðdegis á Ölfusárbrúnni.Vísir/Friðrik ÞórEn hvaða áhrif mun loku brúarinnar hafa á samfélagið á Selfossi?„Þetta mun náttúrulega hafa þau áhrif á þjónusta sem er fyrir utan á eins og við segjum, það verður erfiðara fyrir fólk að fara þangað, nema að það ætli að taka stóran krók ætli það keyrandi, en umferð gangandi vegfarenda verður opin áfram, og eins er það öfugt fyrir þá sem þurfa að sækja þjónustu hingað. Þetta snýst um það að sveitarfélagið er beggja megin árinnar og þjónustan, þannig að þetta mun hafa áhrif á skerðingu á þjónustu og gæðum“, segir Helgi.Vísir/Magnús HlynurGömul og lúinHelgi segir að Ölfusárbrú sé orðin gömul og lúin og kallar eftir nýrri brú sem allra fyrst. En vill Helgi sjá gjaldtöku á nýrri brú til að flýta fyrir því að hún komi? „Ég hef nú aldrei verið hrifinn af gjaldtöku og er ekki sammála henni.“ Á meðan Ölfusárbrú verður lokuð verður umferð beint um Þrengsli og Óseyrarbrú á Eyrarbakkavegi og í uppsveitum Árnessýslu eru hjáleiðir um Biskupstungnabraut, Skálholtsveg , Bræðratunguveg og Skeiðaveg.Vísir/Magnús HlynurÞá er búið að vera að malbika báðar akreinar til austurs á Suðurlandsvegi í dag á milli vegamóta við Hellisheiðarvirkjun og Skíðaskála. Akreinunum er lokað á meðan og umferð til austurs beint um Þrengslaveg. Áætlað er að framkvæmdirnar standi til miðnættis. Einnig er Þingvallavegur lokaður allri umferð milli þjónustumiðstöðvarinnar og eystri gatnamótanna við Vallaveg fram í október. Hjáleið er um Vallaveg.
Samgöngur Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira