Fótbolti

Umboðsmaður staðfestir að Modric vilji spila fyrir Inter

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Luka Modric var besti leikmaður HM í Rússlandi
Luka Modric var besti leikmaður HM í Rússlandi vísir/getty

Besti leikmaður HM í Rússlandi, Króatinn Luka Modric, vill yfirgefa Evrópumeistara Real Madrid til að ganga til liðs við Inter á Ítalíu.

Inter hefur ekki farið leynt með áhuga sinn á þessum 32 ára gamla miðjumanni en forseti Real Madrid hefur látið hafa eftir sér að það komi ekki til greina að selja Modric. Samkvæmt spænskum fjölmiðlum mun Modric ekki krefjast þess að verða seldur frá Real þó hann vilji ganga til liðs við Inter.

„Modric vill verða stjarna í Serie A með Inter. Við skulum sjá til en ég trúi því að fyrr en síðar verði Luka farinn að spila á Ítalíu. Líkt og margir Króatar á hans aldri þá ólst hann upp við að fylgjast með ítalska boltanum,“ segir umboðsmaður Modric, Marko Naletilic í samtali við Tuttosport.

„Að Modric hafi sýnt því áhuga um leið og Inter hafði samband sýnir að koma Cristiano Ronaldo í ítalska boltann er strax farinn að hafa áhrif,“ er sömuleiðis haft eftir umboðsmanninum.

Á meðal leikmanna Inter eru samlandar Modric; þeir Ivan Perisic, Marcelo Brozovic og Sime Vrsaljko.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.