Fótbolti

Ekki nóg að skora með hjólhestaspyrnu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gareth Bale skorar markið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Gareth Bale skorar markið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Vísir/Getty

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, gerir upp á milli þeirra Cristiano Ronaldo og Gareth Bale í tilnefningum sínum fyrir fallegasta mark 2017-18 tímabilsins.

Báðir skoruðu þeir Ronaldo og Bale frábært mark með hjólhestaspyrnu í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð en aðeins annar þeirra fær tilnefningu.

Hjólhestamark Cristiano Ronaldo á móti Juventus er meðal markanna sem eru tilnefnd en hjólhestamark Gareth Bale í úrslitaleik Meistaradeildarinnar kemst ekki á listann.Ástæðan er aðallega sú að aðeins eitt mark er tilnefnt úr hverri keppni á vegum UEFA. Fólkið hjá UEFA valdi mark Ronaldo því fram yfir mark Bale þrátt fyrir að leikurinn sem Bale skoraði í væri mun stærri.

Danski stjörnumaðurinn hjá Tottenham, Christian Eriksen, kemst á listann fyrir mark sitt á móti Írlandi í umspili um sæti úrslitakeppni HM.

Franski miðjumaðurinn Dimitri Payet er einnig tilnefndur fyrir mark sitt fyrir Marseille á móti RB Leipzig í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Enska knattspyrnukonan Lucy Bronze skoraði fallegsta markið í Meistaradeild kvenna en það skoraði hún fyrir Lyin í 1-0 sigri á Manchester City.Barcelona-maðurinn Lionel Messi skoraði fallegasta markið tímabilin 2014-15 og 2015-16 en fallegasta markið tímabilið 2016-17 skoraði Króatinn Mario Mandzukic.

Mark Mario Mandzukic var einmitt bakfallsspyrnu fyrir Juventus á móti Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.  

Hér er hægt að skoða öll mörkin ellefu sem eru tilnefnd að þessu sinni og jafnframt velja hvaða mark þú telur vera fallegast.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.