Fækkun hryðjuverka í Evrópu mögulega tímabundin Samúel Karl Ólason skrifar 14. ágúst 2018 15:00 Abu Bakr Al-Baghdadi í Mosul árið 2014 þar sem hann lýsti yfir stofnun Kalífadæmis Íslamska ríkisins. Vísir/AFP Þrátt fyrir ósigra á vígvöllum og töpuð yfirráðasvæði eru vígamenn Íslamska ríkisins í Sýrlandi og Írak enn allt að 30 þúsund talsins. Þar af eru þúsundir erlendra vígamanna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna þar sem varað er við því að hryðjuverkasamtökin gætu verið áfram til staðar í báðum ríkjum. Þá í mynd hefðbundinna hryðjuverkasamtaka og gæti ógnin af þeim aukist á nýjan leik á komandi árum. Þó ISIS-liðar hafi hlotið hvern ósigurinn á fætur öðrum er baráttuvilji ISIS-liða enn til staðar samkvæmt höfundum skýrslunnar. Í skýrslunni, sem lesa má hér, segir að þörf sé á betri upplýsingum um fjárhagsmál ISIS. Slíkar upplýsingar myndu varpa ljósi á tilætlanir forsvarsmanna hryðjuverkasamtakanna og hvort þau séu í stakk búin til að styðja við bakið á hryðjuverkamönnum sem hyggja á árásir, hvar svo sem þeir kunna að vera.Flæði erlendra vígamanna til Írak og Sýrlands hefur nánast stöðvast að fullu. Á móti kemur að flóðið er í öfuga átt, þó það sé minna en talið var að það yrði. Í skýrslunni segir að mikil ógn gæti stafað af vígamönnum sem laumist heim og fari þar í felur.Sjá einnig: Mennirnir sem enginn vill fá heim Heilt yfir litið hefur hryðjuverkaárásum í Evrópu fækkað á þessu ári og í fyrra. Mögulega má rekja það til ósigra ISIS í Mið-Austurlöndum. Samskiptaleiðir samtakanna geta verið í ólagi og ljóst er að margar af æðstu skipuleggjendum og vígamönnum samtakanna hafa verið felldir, þó Abu Bakr al-Baghdadi sé enn að stýra samtökunum. Samkvæmt höfundum skýrslunnar er fækkun hryðjuverka talin tímabundin. Ástandið gæti breyst þegar forsvarsmenn ISIS hafa tekið á vandræðum sínum og endurskipulagt sig. Þá er einnig vakin athygli á þeirri ógn sem stafar af þeirri viðleitni ISIS-liða til að hvetja stuðningsmenn sína á samfélagsmiðlum til að fremja stakar árásir. ISIS-liða má finna víða um heim. Þeir eru í löndunum í kringum Írak og Sýrland, Afganistan, Líbýu, Suðaustur-Asíu og Vestur-Afríku. Þá má einnig finna þá, þó í minna mæli, í Sómalíu, Jemen og á Sinai-skaga í Egyptalandi. Hryðjuverk í Evrópu Jemen Mið-Austurlönd Sómalía Tengdar fréttir Bresk yfirvöld munu ekki koma í veg fyrir dauðarefsingu yfir síðustu „Bítlunum“ Bresk yfirvöld myndu ekki leggjast gegn dauðarefsingu verði tveir breskir menn sem börðust fyrir Íslamska ríkið framseldir til Bandaríkjanna. 23. júlí 2018 15:03 Akilov dæmdur í lífstíðarfangelsi í Svíþjóð Úsbekinn Rakhmat Akilov varð fimm manns að bana og slasaði fjórtán alvarlega þegar hann ók sendiferðabíl á mikilli ferð inn í mannþröng á Drottningargötunni í Stokkhólmi í apríl í fyrra. 7. júní 2018 11:11 Komið að endalokum kalífadæmisins Íslamska ríkið gefur eftir á öllum vígstöðum og setið er um höfuðvígi þeirra í Sýrlandi. Munu samtökin þurkast út með kalífadæminu, eða munu þau færast aftur yfir í skuggana? 14. apríl 2017 08:45 Kallaði eftir árásum á Georg prins Breti sem lýst hafði yfir hollustu við Íslamska ríkið hefur játað ýmis hryðjuverkabrot. 31. maí 2018 18:04 Ætlaði að keyra á fólk á Oxford götu Hinn 26 ára gamli Lewis Ludlow lýsti yfir hollustu við ISIS og ætlaði sér að fremja hryðjuverk í London. 10. ágúst 2018 23:38 Baghdadi stappar stálinu í vígamenn sína Íslamska ríkið birti í dag hljóðupptöku af leiðtoga samtakanna Abu Bakr Al-Baghdadi. 28. september 2017 16:29 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Sjá meira
Þrátt fyrir ósigra á vígvöllum og töpuð yfirráðasvæði eru vígamenn Íslamska ríkisins í Sýrlandi og Írak enn allt að 30 þúsund talsins. Þar af eru þúsundir erlendra vígamanna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna þar sem varað er við því að hryðjuverkasamtökin gætu verið áfram til staðar í báðum ríkjum. Þá í mynd hefðbundinna hryðjuverkasamtaka og gæti ógnin af þeim aukist á nýjan leik á komandi árum. Þó ISIS-liðar hafi hlotið hvern ósigurinn á fætur öðrum er baráttuvilji ISIS-liða enn til staðar samkvæmt höfundum skýrslunnar. Í skýrslunni, sem lesa má hér, segir að þörf sé á betri upplýsingum um fjárhagsmál ISIS. Slíkar upplýsingar myndu varpa ljósi á tilætlanir forsvarsmanna hryðjuverkasamtakanna og hvort þau séu í stakk búin til að styðja við bakið á hryðjuverkamönnum sem hyggja á árásir, hvar svo sem þeir kunna að vera.Flæði erlendra vígamanna til Írak og Sýrlands hefur nánast stöðvast að fullu. Á móti kemur að flóðið er í öfuga átt, þó það sé minna en talið var að það yrði. Í skýrslunni segir að mikil ógn gæti stafað af vígamönnum sem laumist heim og fari þar í felur.Sjá einnig: Mennirnir sem enginn vill fá heim Heilt yfir litið hefur hryðjuverkaárásum í Evrópu fækkað á þessu ári og í fyrra. Mögulega má rekja það til ósigra ISIS í Mið-Austurlöndum. Samskiptaleiðir samtakanna geta verið í ólagi og ljóst er að margar af æðstu skipuleggjendum og vígamönnum samtakanna hafa verið felldir, þó Abu Bakr al-Baghdadi sé enn að stýra samtökunum. Samkvæmt höfundum skýrslunnar er fækkun hryðjuverka talin tímabundin. Ástandið gæti breyst þegar forsvarsmenn ISIS hafa tekið á vandræðum sínum og endurskipulagt sig. Þá er einnig vakin athygli á þeirri ógn sem stafar af þeirri viðleitni ISIS-liða til að hvetja stuðningsmenn sína á samfélagsmiðlum til að fremja stakar árásir. ISIS-liða má finna víða um heim. Þeir eru í löndunum í kringum Írak og Sýrland, Afganistan, Líbýu, Suðaustur-Asíu og Vestur-Afríku. Þá má einnig finna þá, þó í minna mæli, í Sómalíu, Jemen og á Sinai-skaga í Egyptalandi.
Hryðjuverk í Evrópu Jemen Mið-Austurlönd Sómalía Tengdar fréttir Bresk yfirvöld munu ekki koma í veg fyrir dauðarefsingu yfir síðustu „Bítlunum“ Bresk yfirvöld myndu ekki leggjast gegn dauðarefsingu verði tveir breskir menn sem börðust fyrir Íslamska ríkið framseldir til Bandaríkjanna. 23. júlí 2018 15:03 Akilov dæmdur í lífstíðarfangelsi í Svíþjóð Úsbekinn Rakhmat Akilov varð fimm manns að bana og slasaði fjórtán alvarlega þegar hann ók sendiferðabíl á mikilli ferð inn í mannþröng á Drottningargötunni í Stokkhólmi í apríl í fyrra. 7. júní 2018 11:11 Komið að endalokum kalífadæmisins Íslamska ríkið gefur eftir á öllum vígstöðum og setið er um höfuðvígi þeirra í Sýrlandi. Munu samtökin þurkast út með kalífadæminu, eða munu þau færast aftur yfir í skuggana? 14. apríl 2017 08:45 Kallaði eftir árásum á Georg prins Breti sem lýst hafði yfir hollustu við Íslamska ríkið hefur játað ýmis hryðjuverkabrot. 31. maí 2018 18:04 Ætlaði að keyra á fólk á Oxford götu Hinn 26 ára gamli Lewis Ludlow lýsti yfir hollustu við ISIS og ætlaði sér að fremja hryðjuverk í London. 10. ágúst 2018 23:38 Baghdadi stappar stálinu í vígamenn sína Íslamska ríkið birti í dag hljóðupptöku af leiðtoga samtakanna Abu Bakr Al-Baghdadi. 28. september 2017 16:29 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Sjá meira
Bresk yfirvöld munu ekki koma í veg fyrir dauðarefsingu yfir síðustu „Bítlunum“ Bresk yfirvöld myndu ekki leggjast gegn dauðarefsingu verði tveir breskir menn sem börðust fyrir Íslamska ríkið framseldir til Bandaríkjanna. 23. júlí 2018 15:03
Akilov dæmdur í lífstíðarfangelsi í Svíþjóð Úsbekinn Rakhmat Akilov varð fimm manns að bana og slasaði fjórtán alvarlega þegar hann ók sendiferðabíl á mikilli ferð inn í mannþröng á Drottningargötunni í Stokkhólmi í apríl í fyrra. 7. júní 2018 11:11
Komið að endalokum kalífadæmisins Íslamska ríkið gefur eftir á öllum vígstöðum og setið er um höfuðvígi þeirra í Sýrlandi. Munu samtökin þurkast út með kalífadæminu, eða munu þau færast aftur yfir í skuggana? 14. apríl 2017 08:45
Kallaði eftir árásum á Georg prins Breti sem lýst hafði yfir hollustu við Íslamska ríkið hefur játað ýmis hryðjuverkabrot. 31. maí 2018 18:04
Ætlaði að keyra á fólk á Oxford götu Hinn 26 ára gamli Lewis Ludlow lýsti yfir hollustu við ISIS og ætlaði sér að fremja hryðjuverk í London. 10. ágúst 2018 23:38
Baghdadi stappar stálinu í vígamenn sína Íslamska ríkið birti í dag hljóðupptöku af leiðtoga samtakanna Abu Bakr Al-Baghdadi. 28. september 2017 16:29