Fótbolti

Roma sækir Heimsmeistara frá Sevilla

Arnar Geir Halldórsson skrifar
N´Zonzi í baráttu við Luka Modric í úrslitaleik HM.
N´Zonzi í baráttu við Luka Modric í úrslitaleik HM. vísir/getty

AS Roma tilkynnti í gær um kaup á franska miðjumanninum Steven N´Zonzi en hann kemur til liðsins frá spænska úrvalsdeildarliðinu Sevilla.

Kaupverðið er talið vera í kringum 30 milljónir evra.

N´Zonzi var hluti af liði Frakklands sem vann HM í Rússlandi fyrr í sumar og lék meðal annars stóran hluta úrslitaleiksins eftir að hafa verið skipt inná fyrir N´Golo Kante í upphafi síðari hálfleiks.

Þessi 29 ára gamli miðjumaður hefur leikið með Sevilla frá árinu 2015 en hann lék áður í enska boltanum með Stoke City og Blackburn Rovers.

Roma mætir til leiks í Serie A með mikið breytt lið frá því í fyrra en á meðal nýrra leikmanna félagsins ber helst að nefna Javier Pastore, Justin Kluivert og Ante Coric.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.