Titill í boði í fyrsta leik Real Madrid án Cristiano Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2018 16:00 Leikmenn Real Madrid fagna hér sigri í Meistaradeildinni þriðja árið í röð. Garteh Bale er nú stærsta stjarnan í framlínu liðsins. Vísir/Getty Real Madrid spilar í kvöld sinn fyrsta keppnisleik síðan að félagið seldi Cristiano Ronaldo til ítalska félagsins Juventus. Margir voru hissa á sölunni og margir bíða líka spenntir eftir því að sjá hvernig Real liðið stendur sig án stærstu stjörnunnar í sögu félagsins. Fyrsti leikurinn án CR7 er á móti nágrönnunum í Atlético Madrid en hann fer þó ekki fram í Madrid heldur í Tallin í Eistlandi sem er í fjögur þúsund kílómetra fjarlægð. Leikur Real Madrid og Atlético Madrid hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Þetta er leikurinn um Ofurbikar Evrópu og þar mætast sigurvegarnar i Meistaradeildinni og Evrópudeildinni á síðustu leiktíð. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni þar sem lið frá sömu borg mætast í þessum árlega leik. Real Madrid vann 3-1 sigur á Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en Atlético Madrid vann 3-0 sigur á Marseille í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Julen Lopetegui er nú tekinn við liði Real Madrid af Zinedine Zidane og stærsta verkefni hans er að fylla í skarðið sem Cristiano Ronaldo skilur eftir sig. Diego Simeone, þjálfari Atlético Madrid, talaði um það fyrir leikinn að hann búist við öðrum leikstíl hjá Real Madrid en á dögum Zinedine Zidane. Simeone býst við sömu hápressu og þegar Lopetegui þjálfaði spænska landsliðið. Líklegast er að þrír fremstu menn Real Madrid liðsins verði þeir Gareth Bale, Karim Benzema og Marco Asensio og fyrir aftan þá spila væntanlega þeir Toni Kroos, Casemiro og Isco. Ekki slæmt þótt engin sé Cristiano Ronaldo í liðinu. Real Madrid getur unnið Ofurbikar Evrópu þriðja árið í röð en liðið vann Manchester United 2-1 í þessum leik í Skopje (Makedóníu) í fyrra og hafði unnið 3-2 sigur á Sevilla í Þrándheimi (Noregi) í leiknum árið 2016. Real Madrid gekk vel á undirbúningstímabilinu. Tapaði reyndar 2-1 í fyrsta leik á móti Manchester United í Miami í Bandaríkjunum en vann síðan leiki sína á móti ítölsku félögunum Juventus (3-1), Roma (2-1 og AC Milan (3-1). Þetta verður hinsvegar fyrsti leikurinn á móti spænsku liði. Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Real Madrid spilar í kvöld sinn fyrsta keppnisleik síðan að félagið seldi Cristiano Ronaldo til ítalska félagsins Juventus. Margir voru hissa á sölunni og margir bíða líka spenntir eftir því að sjá hvernig Real liðið stendur sig án stærstu stjörnunnar í sögu félagsins. Fyrsti leikurinn án CR7 er á móti nágrönnunum í Atlético Madrid en hann fer þó ekki fram í Madrid heldur í Tallin í Eistlandi sem er í fjögur þúsund kílómetra fjarlægð. Leikur Real Madrid og Atlético Madrid hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Þetta er leikurinn um Ofurbikar Evrópu og þar mætast sigurvegarnar i Meistaradeildinni og Evrópudeildinni á síðustu leiktíð. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni þar sem lið frá sömu borg mætast í þessum árlega leik. Real Madrid vann 3-1 sigur á Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en Atlético Madrid vann 3-0 sigur á Marseille í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Julen Lopetegui er nú tekinn við liði Real Madrid af Zinedine Zidane og stærsta verkefni hans er að fylla í skarðið sem Cristiano Ronaldo skilur eftir sig. Diego Simeone, þjálfari Atlético Madrid, talaði um það fyrir leikinn að hann búist við öðrum leikstíl hjá Real Madrid en á dögum Zinedine Zidane. Simeone býst við sömu hápressu og þegar Lopetegui þjálfaði spænska landsliðið. Líklegast er að þrír fremstu menn Real Madrid liðsins verði þeir Gareth Bale, Karim Benzema og Marco Asensio og fyrir aftan þá spila væntanlega þeir Toni Kroos, Casemiro og Isco. Ekki slæmt þótt engin sé Cristiano Ronaldo í liðinu. Real Madrid getur unnið Ofurbikar Evrópu þriðja árið í röð en liðið vann Manchester United 2-1 í þessum leik í Skopje (Makedóníu) í fyrra og hafði unnið 3-2 sigur á Sevilla í Þrándheimi (Noregi) í leiknum árið 2016. Real Madrid gekk vel á undirbúningstímabilinu. Tapaði reyndar 2-1 í fyrsta leik á móti Manchester United í Miami í Bandaríkjunum en vann síðan leiki sína á móti ítölsku félögunum Juventus (3-1), Roma (2-1 og AC Milan (3-1). Þetta verður hinsvegar fyrsti leikurinn á móti spænsku liði.
Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira