Hjálparstofnanir fá fjölda fyrirspurna vegna tannlæknakostnaðar Birgir Olgeirsson skrifar 15. ágúst 2018 21:00 Stjórnvöld áætla að hækka framlag til tannlækninga aldraðra og öryrkja um 140 prósent sem er þó háð því að tannlæknar og sjúkratryggingar nái samningum. Hjálparstofnanir segja mikla ásókn um styrki vegna tannlækninga og þörf á úrræði fyrir fleiri hópa, svo sem láglaunafólk og einstæða foreldra. Samninganefndir Tannlæknafélags Íslands og Sjúkratrygginga ríkisins hittust í vikunni en síðasti samningur rann út árið 2004. Vonir standa til að ná til lands í næstu viku og hækka árlega fjárveitingu til greiðsluþátttöku öryrkja og ellilífeyrisþega úr tæpum 700 milljónum króna í 1.700 milljónir króna. Sædís Arnardóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, fagnar þessum áformum. Hún segir margar beiðnir um aðstoð við tannlæknakostnað berast, sem Hjálparstarf kirkjunnar geti ekki komið til móts við með beinum hætti, enda um afar háar upphæðir að ræða. Hún segir aftur á mótti skorta úrræði fyrir þá sem ekki falla undir hóp öryrkja og aldraðra. „Þetta er hópur sem hefur verið vanræktur í þessum málaflokki og sem hefur þurft að setja tannheilsu sína til hliðar til að eiga fyrir öðru. Ef við vanrækjum tennurnar þá verður vandamálið stærra seinna meir sem við sjáum líka þegar fólk er að hafa samband hingað sem hefur ekki farið til tannlæknis í mörg ár og þá eru bara svakalegar aðgerðir og kostnaður.“ Brynhildur Bolladóttir upplýsingafulltrúi Rauða krossins sagði í samtali við fréttastofu að margar umsóknir um aðstoð við tannlæknakostnað hafi borist í Áfallasjóð félagsins en þar sem fjármagn sjóðsins er takmarkað, þurfti að draga úr aðstoð vegna tannlækninga. Sagði hún félagið hafa komið því á framfæri við Tannlækna að þónokkur hópur fólks sé um megn að hlúa að sér og sínum og aðstoð hins opinbera takmörkuð. Hafa félögin fundað um hvernig hægt sé að koma til móts við einstaklinga sem þjást vegna slæmrar tannheilsu og viðvarandi fátæktar. Sú vinna er enn á byrjunarstigi. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Stjórnvöld áætla að hækka framlag til tannlækninga aldraðra og öryrkja um 140 prósent sem er þó háð því að tannlæknar og sjúkratryggingar nái samningum. Hjálparstofnanir segja mikla ásókn um styrki vegna tannlækninga og þörf á úrræði fyrir fleiri hópa, svo sem láglaunafólk og einstæða foreldra. Samninganefndir Tannlæknafélags Íslands og Sjúkratrygginga ríkisins hittust í vikunni en síðasti samningur rann út árið 2004. Vonir standa til að ná til lands í næstu viku og hækka árlega fjárveitingu til greiðsluþátttöku öryrkja og ellilífeyrisþega úr tæpum 700 milljónum króna í 1.700 milljónir króna. Sædís Arnardóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, fagnar þessum áformum. Hún segir margar beiðnir um aðstoð við tannlæknakostnað berast, sem Hjálparstarf kirkjunnar geti ekki komið til móts við með beinum hætti, enda um afar háar upphæðir að ræða. Hún segir aftur á mótti skorta úrræði fyrir þá sem ekki falla undir hóp öryrkja og aldraðra. „Þetta er hópur sem hefur verið vanræktur í þessum málaflokki og sem hefur þurft að setja tannheilsu sína til hliðar til að eiga fyrir öðru. Ef við vanrækjum tennurnar þá verður vandamálið stærra seinna meir sem við sjáum líka þegar fólk er að hafa samband hingað sem hefur ekki farið til tannlæknis í mörg ár og þá eru bara svakalegar aðgerðir og kostnaður.“ Brynhildur Bolladóttir upplýsingafulltrúi Rauða krossins sagði í samtali við fréttastofu að margar umsóknir um aðstoð við tannlæknakostnað hafi borist í Áfallasjóð félagsins en þar sem fjármagn sjóðsins er takmarkað, þurfti að draga úr aðstoð vegna tannlækninga. Sagði hún félagið hafa komið því á framfæri við Tannlækna að þónokkur hópur fólks sé um megn að hlúa að sér og sínum og aðstoð hins opinbera takmörkuð. Hafa félögin fundað um hvernig hægt sé að koma til móts við einstaklinga sem þjást vegna slæmrar tannheilsu og viðvarandi fátæktar. Sú vinna er enn á byrjunarstigi.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira