Hjálparstofnanir fá fjölda fyrirspurna vegna tannlæknakostnaðar Birgir Olgeirsson skrifar 15. ágúst 2018 21:00 Stjórnvöld áætla að hækka framlag til tannlækninga aldraðra og öryrkja um 140 prósent sem er þó háð því að tannlæknar og sjúkratryggingar nái samningum. Hjálparstofnanir segja mikla ásókn um styrki vegna tannlækninga og þörf á úrræði fyrir fleiri hópa, svo sem láglaunafólk og einstæða foreldra. Samninganefndir Tannlæknafélags Íslands og Sjúkratrygginga ríkisins hittust í vikunni en síðasti samningur rann út árið 2004. Vonir standa til að ná til lands í næstu viku og hækka árlega fjárveitingu til greiðsluþátttöku öryrkja og ellilífeyrisþega úr tæpum 700 milljónum króna í 1.700 milljónir króna. Sædís Arnardóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, fagnar þessum áformum. Hún segir margar beiðnir um aðstoð við tannlæknakostnað berast, sem Hjálparstarf kirkjunnar geti ekki komið til móts við með beinum hætti, enda um afar háar upphæðir að ræða. Hún segir aftur á mótti skorta úrræði fyrir þá sem ekki falla undir hóp öryrkja og aldraðra. „Þetta er hópur sem hefur verið vanræktur í þessum málaflokki og sem hefur þurft að setja tannheilsu sína til hliðar til að eiga fyrir öðru. Ef við vanrækjum tennurnar þá verður vandamálið stærra seinna meir sem við sjáum líka þegar fólk er að hafa samband hingað sem hefur ekki farið til tannlæknis í mörg ár og þá eru bara svakalegar aðgerðir og kostnaður.“ Brynhildur Bolladóttir upplýsingafulltrúi Rauða krossins sagði í samtali við fréttastofu að margar umsóknir um aðstoð við tannlæknakostnað hafi borist í Áfallasjóð félagsins en þar sem fjármagn sjóðsins er takmarkað, þurfti að draga úr aðstoð vegna tannlækninga. Sagði hún félagið hafa komið því á framfæri við Tannlækna að þónokkur hópur fólks sé um megn að hlúa að sér og sínum og aðstoð hins opinbera takmörkuð. Hafa félögin fundað um hvernig hægt sé að koma til móts við einstaklinga sem þjást vegna slæmrar tannheilsu og viðvarandi fátæktar. Sú vinna er enn á byrjunarstigi. Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Stjórnvöld áætla að hækka framlag til tannlækninga aldraðra og öryrkja um 140 prósent sem er þó háð því að tannlæknar og sjúkratryggingar nái samningum. Hjálparstofnanir segja mikla ásókn um styrki vegna tannlækninga og þörf á úrræði fyrir fleiri hópa, svo sem láglaunafólk og einstæða foreldra. Samninganefndir Tannlæknafélags Íslands og Sjúkratrygginga ríkisins hittust í vikunni en síðasti samningur rann út árið 2004. Vonir standa til að ná til lands í næstu viku og hækka árlega fjárveitingu til greiðsluþátttöku öryrkja og ellilífeyrisþega úr tæpum 700 milljónum króna í 1.700 milljónir króna. Sædís Arnardóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, fagnar þessum áformum. Hún segir margar beiðnir um aðstoð við tannlæknakostnað berast, sem Hjálparstarf kirkjunnar geti ekki komið til móts við með beinum hætti, enda um afar háar upphæðir að ræða. Hún segir aftur á mótti skorta úrræði fyrir þá sem ekki falla undir hóp öryrkja og aldraðra. „Þetta er hópur sem hefur verið vanræktur í þessum málaflokki og sem hefur þurft að setja tannheilsu sína til hliðar til að eiga fyrir öðru. Ef við vanrækjum tennurnar þá verður vandamálið stærra seinna meir sem við sjáum líka þegar fólk er að hafa samband hingað sem hefur ekki farið til tannlæknis í mörg ár og þá eru bara svakalegar aðgerðir og kostnaður.“ Brynhildur Bolladóttir upplýsingafulltrúi Rauða krossins sagði í samtali við fréttastofu að margar umsóknir um aðstoð við tannlæknakostnað hafi borist í Áfallasjóð félagsins en þar sem fjármagn sjóðsins er takmarkað, þurfti að draga úr aðstoð vegna tannlækninga. Sagði hún félagið hafa komið því á framfæri við Tannlækna að þónokkur hópur fólks sé um megn að hlúa að sér og sínum og aðstoð hins opinbera takmörkuð. Hafa félögin fundað um hvernig hægt sé að koma til móts við einstaklinga sem þjást vegna slæmrar tannheilsu og viðvarandi fátæktar. Sú vinna er enn á byrjunarstigi.
Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira