Tvennt sem gerðist aldrei hjá Zidane gerðist strax í fyrsta leik Lopetegui Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2018 15:00 Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, gengur framhjá bikarnum í gær. Það hafði hann ekki þurft að gera áður sem leikmaður Real Madrid. Vísir/Getty Það er óhætt að segja að Julen Lopetegui hafi ekki byrjað vel sem þjálfari Real Madrid því liðið tapaði 4-2 á móti Atletico Madrid í Ofurbikar UEFA í gærkvöldi. Julen Lopetegui tók við liði Real Madrid af Zinedine Zidane sem vann níu titla með Real-liðinu á aðeins tveimur og hálfu tímabili. Tvennt sem kom aldrei fyrir undir stjórn Zidane gerðist í fyrsta keppnisleik liðsins undir stjórn Julen Lopetegui. Real Madrid tapaði þarna sínum fyrsta úrslitaleik í átján ár. Liðið spilaði átta úrslitaleiki undir stjórn Zinedine Zidane og vann þá alla þar af voru þrír úrslitaleikir í Meistaradeild Evrópu. Real Madrid var einnig búið að vinna Ofurbikar Evrópu tvö undanfarin ár en í báðum tilfellum var Zinedine Zidane þjálfari liðsins. Zinedine Zidane's record in finals as Real Madrid manager: WWWWWWWW Julen Lopetegui's record in finals as Real Madrid manager: L Tough act to follow. pic.twitter.com/agZSauSv4y — Squawka Football (@Squawka) August 15, 2018 Það var ekki bara að Real Madrid tapaði þessum leik heldur hvernig liðið tapaði honum. Leikmönnum Atletico Madrid tókst nefnilega að skora fjórum sinnum hjá Real-liðinu í leiknum. Zinedine Zidane stjórnaði Real Madrid frá 4. janúar 2016 til 31. maí 2018 og Real-liðið fékk aldrei á sig fjögur mörk í þeim 149 leikjum sem liðið spilaði undir stjórn Frakkans.What never happened to Zidane's Real Madrid has happened to Lopetegui's Real Madrid in their first official game: to get four goals in a match. — MisterChip (English) (@MisterChiping) August 15, 20184 - Julen Lopetegui is the first Real Madrid manager to concede four or more goals in his first competitive game in charge since Michael Keeping against Celta Vigo in February 1948. Stunned. pic.twitter.com/OYoLspZgO5 — OptaJoe (@OptaJoe) August 15, 2018 Svo má ekki gleyma að Real Madrid var þarna að missa tökin á nágrönnum sínum í Atletico Madrid en Real Madrid hafði unnið alla úrslitaleiki liðanna undanfarin ár. Það er því ekkert skrýtið að spænska stórblaðið El Pais héldi því fram að Julen Lopetegui hafi ekki getað byrjað verr í sínum fyrsta opinbera keppnisleik sem þjálfari Real Madrid. Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Sjá meira
Það er óhætt að segja að Julen Lopetegui hafi ekki byrjað vel sem þjálfari Real Madrid því liðið tapaði 4-2 á móti Atletico Madrid í Ofurbikar UEFA í gærkvöldi. Julen Lopetegui tók við liði Real Madrid af Zinedine Zidane sem vann níu titla með Real-liðinu á aðeins tveimur og hálfu tímabili. Tvennt sem kom aldrei fyrir undir stjórn Zidane gerðist í fyrsta keppnisleik liðsins undir stjórn Julen Lopetegui. Real Madrid tapaði þarna sínum fyrsta úrslitaleik í átján ár. Liðið spilaði átta úrslitaleiki undir stjórn Zinedine Zidane og vann þá alla þar af voru þrír úrslitaleikir í Meistaradeild Evrópu. Real Madrid var einnig búið að vinna Ofurbikar Evrópu tvö undanfarin ár en í báðum tilfellum var Zinedine Zidane þjálfari liðsins. Zinedine Zidane's record in finals as Real Madrid manager: WWWWWWWW Julen Lopetegui's record in finals as Real Madrid manager: L Tough act to follow. pic.twitter.com/agZSauSv4y — Squawka Football (@Squawka) August 15, 2018 Það var ekki bara að Real Madrid tapaði þessum leik heldur hvernig liðið tapaði honum. Leikmönnum Atletico Madrid tókst nefnilega að skora fjórum sinnum hjá Real-liðinu í leiknum. Zinedine Zidane stjórnaði Real Madrid frá 4. janúar 2016 til 31. maí 2018 og Real-liðið fékk aldrei á sig fjögur mörk í þeim 149 leikjum sem liðið spilaði undir stjórn Frakkans.What never happened to Zidane's Real Madrid has happened to Lopetegui's Real Madrid in their first official game: to get four goals in a match. — MisterChip (English) (@MisterChiping) August 15, 20184 - Julen Lopetegui is the first Real Madrid manager to concede four or more goals in his first competitive game in charge since Michael Keeping against Celta Vigo in February 1948. Stunned. pic.twitter.com/OYoLspZgO5 — OptaJoe (@OptaJoe) August 15, 2018 Svo má ekki gleyma að Real Madrid var þarna að missa tökin á nágrönnum sínum í Atletico Madrid en Real Madrid hafði unnið alla úrslitaleiki liðanna undanfarin ár. Það er því ekkert skrýtið að spænska stórblaðið El Pais héldi því fram að Julen Lopetegui hafi ekki getað byrjað verr í sínum fyrsta opinbera keppnisleik sem þjálfari Real Madrid.
Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Sjá meira