Zenit skoraði átta eftir að hafa verið fjórum mörkum undir Arnar Geir Halldórsson skrifar 17. ágúst 2018 07:30 Einu af átta mörkum Zenit fagnað í gærkvöldi vísir/getty Það var mikið um dramatík víða í Evrópu í gærkvöldi þegar næstsíðasta umferð forkeppni Evrópudeildarinnar fór fram.Íslandsmeistarar Vals eru úr leik eftir að hafa fallið út með naumindum fyrir Sheriff frá Moldavíu en Hjörtur Hermannsson og Viðar Örn Kjartansson komust áfram með sínum liðum. Sama má segja um Jóhann Berg Guðmundsson sem hjálpaði Burnley að komast áfram eftir framlengdan leik.Mesta dramatíkin var hins vegar í Rússlandi þar sem rússneska liðið Zenit frá Pétursborg fékk Hvít-Rússana í Dinamo Minsk í heimsókn. Fyrri leik liðanna lauk með 4-0 sigri Minsk í Hvíta-Rússlandi og þurftu Rússarnir því að vinna upp fjögurra marka forskot í síðari leiknum. Það blés ekki byrlega fyrir Zenit því á 72.mínútu fékk Leandro Paredes að líta rauða spjaldið en þá var staðan 2-0 fyrir Zenit og virtust þeir vera á útleið. Einum færri tókst þeim hins vegar að skora tvö mörk á síðasta stundarfjórðungi leiksins og var það Artem Dzyuba sem sá um það. Staðan því 4-0 eftir venjulegan leiktíma, einvígið samtals 4-4, og þurfti því að framlengja. Framlengingin lyginni líkustFramlengingin var ekki síður dramatísk. Gestirnir skoruðu fyrsta markið þar og voru þar með komnir með útivallarmark sem oft reynist mikilvægt. Staðan 4-1 í leikhléi framlengingar og ljóst að Zenit þyrfti að skora minnst tvö mörk í seinni hálfleik framlengingarinnar. Á 109.mínútu kom Sebastian Driussi Zenit í 5-1 og skömmu síðar fullkomnaði Dzyuba þrennu sína og kom Zenit aftur í forystu í einvíginu. Á lokamínútu framlengingarinnar varð aftur jafnt í liðum þegar Maksim Shvetsov í liði Minsk fékk að líta rauða spjaldið og í kjölfarið skoraði Robert Mak tvö mörk fyrir Zenit í uppbótartíma framlengingarinnar. Lokatölur 8-1 í algjörlega ótrúlegum leik og lauk einvíginu því 8-5 fyrir Zenit sem mætir Molde í lokaumferð forkeppninnar.#Zenit St Petersburg came back from 4-0 down in the first leg to win 8-1 against Dinamo Minsk after extra time in #europaleague playoffs.What a comeback pic.twitter.com/6TN5bzf7Z2— Matchplug (@matchplug) August 17, 2018 Fótbolti Tengdar fréttir Hjörtur, Viðar Örn og Gerrard áfram í Evrópudeildinni Hjörtur Hermannsson og Viðar Örn Kjartansson eru báðir komnir áfram í umspilsleikina fyrir Evrópudeildina tímabilið 2018/2019. 16. ágúst 2018 20:03 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Sheriff 2-1 │Sigur dugði ekki til að komast áfram Valsmenn detta út á útivallarmarki og Evrópudeildardraumurinn er á enda. 16. ágúst 2018 21:30 Jóhann Berg og félagar áfram eftir framlengingu Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley eru komnir áfram í næstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar eftir 1-0 sigur á Instanbul Basaksehir. 16. ágúst 2018 21:49 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Sjá meira
Það var mikið um dramatík víða í Evrópu í gærkvöldi þegar næstsíðasta umferð forkeppni Evrópudeildarinnar fór fram.Íslandsmeistarar Vals eru úr leik eftir að hafa fallið út með naumindum fyrir Sheriff frá Moldavíu en Hjörtur Hermannsson og Viðar Örn Kjartansson komust áfram með sínum liðum. Sama má segja um Jóhann Berg Guðmundsson sem hjálpaði Burnley að komast áfram eftir framlengdan leik.Mesta dramatíkin var hins vegar í Rússlandi þar sem rússneska liðið Zenit frá Pétursborg fékk Hvít-Rússana í Dinamo Minsk í heimsókn. Fyrri leik liðanna lauk með 4-0 sigri Minsk í Hvíta-Rússlandi og þurftu Rússarnir því að vinna upp fjögurra marka forskot í síðari leiknum. Það blés ekki byrlega fyrir Zenit því á 72.mínútu fékk Leandro Paredes að líta rauða spjaldið en þá var staðan 2-0 fyrir Zenit og virtust þeir vera á útleið. Einum færri tókst þeim hins vegar að skora tvö mörk á síðasta stundarfjórðungi leiksins og var það Artem Dzyuba sem sá um það. Staðan því 4-0 eftir venjulegan leiktíma, einvígið samtals 4-4, og þurfti því að framlengja. Framlengingin lyginni líkustFramlengingin var ekki síður dramatísk. Gestirnir skoruðu fyrsta markið þar og voru þar með komnir með útivallarmark sem oft reynist mikilvægt. Staðan 4-1 í leikhléi framlengingar og ljóst að Zenit þyrfti að skora minnst tvö mörk í seinni hálfleik framlengingarinnar. Á 109.mínútu kom Sebastian Driussi Zenit í 5-1 og skömmu síðar fullkomnaði Dzyuba þrennu sína og kom Zenit aftur í forystu í einvíginu. Á lokamínútu framlengingarinnar varð aftur jafnt í liðum þegar Maksim Shvetsov í liði Minsk fékk að líta rauða spjaldið og í kjölfarið skoraði Robert Mak tvö mörk fyrir Zenit í uppbótartíma framlengingarinnar. Lokatölur 8-1 í algjörlega ótrúlegum leik og lauk einvíginu því 8-5 fyrir Zenit sem mætir Molde í lokaumferð forkeppninnar.#Zenit St Petersburg came back from 4-0 down in the first leg to win 8-1 against Dinamo Minsk after extra time in #europaleague playoffs.What a comeback pic.twitter.com/6TN5bzf7Z2— Matchplug (@matchplug) August 17, 2018
Fótbolti Tengdar fréttir Hjörtur, Viðar Örn og Gerrard áfram í Evrópudeildinni Hjörtur Hermannsson og Viðar Örn Kjartansson eru báðir komnir áfram í umspilsleikina fyrir Evrópudeildina tímabilið 2018/2019. 16. ágúst 2018 20:03 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Sheriff 2-1 │Sigur dugði ekki til að komast áfram Valsmenn detta út á útivallarmarki og Evrópudeildardraumurinn er á enda. 16. ágúst 2018 21:30 Jóhann Berg og félagar áfram eftir framlengingu Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley eru komnir áfram í næstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar eftir 1-0 sigur á Instanbul Basaksehir. 16. ágúst 2018 21:49 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Sjá meira
Hjörtur, Viðar Örn og Gerrard áfram í Evrópudeildinni Hjörtur Hermannsson og Viðar Örn Kjartansson eru báðir komnir áfram í umspilsleikina fyrir Evrópudeildina tímabilið 2018/2019. 16. ágúst 2018 20:03
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Sheriff 2-1 │Sigur dugði ekki til að komast áfram Valsmenn detta út á útivallarmarki og Evrópudeildardraumurinn er á enda. 16. ágúst 2018 21:30
Jóhann Berg og félagar áfram eftir framlengingu Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley eru komnir áfram í næstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar eftir 1-0 sigur á Instanbul Basaksehir. 16. ágúst 2018 21:49