Zenit skoraði átta eftir að hafa verið fjórum mörkum undir Arnar Geir Halldórsson skrifar 17. ágúst 2018 07:30 Einu af átta mörkum Zenit fagnað í gærkvöldi vísir/getty Það var mikið um dramatík víða í Evrópu í gærkvöldi þegar næstsíðasta umferð forkeppni Evrópudeildarinnar fór fram.Íslandsmeistarar Vals eru úr leik eftir að hafa fallið út með naumindum fyrir Sheriff frá Moldavíu en Hjörtur Hermannsson og Viðar Örn Kjartansson komust áfram með sínum liðum. Sama má segja um Jóhann Berg Guðmundsson sem hjálpaði Burnley að komast áfram eftir framlengdan leik.Mesta dramatíkin var hins vegar í Rússlandi þar sem rússneska liðið Zenit frá Pétursborg fékk Hvít-Rússana í Dinamo Minsk í heimsókn. Fyrri leik liðanna lauk með 4-0 sigri Minsk í Hvíta-Rússlandi og þurftu Rússarnir því að vinna upp fjögurra marka forskot í síðari leiknum. Það blés ekki byrlega fyrir Zenit því á 72.mínútu fékk Leandro Paredes að líta rauða spjaldið en þá var staðan 2-0 fyrir Zenit og virtust þeir vera á útleið. Einum færri tókst þeim hins vegar að skora tvö mörk á síðasta stundarfjórðungi leiksins og var það Artem Dzyuba sem sá um það. Staðan því 4-0 eftir venjulegan leiktíma, einvígið samtals 4-4, og þurfti því að framlengja. Framlengingin lyginni líkustFramlengingin var ekki síður dramatísk. Gestirnir skoruðu fyrsta markið þar og voru þar með komnir með útivallarmark sem oft reynist mikilvægt. Staðan 4-1 í leikhléi framlengingar og ljóst að Zenit þyrfti að skora minnst tvö mörk í seinni hálfleik framlengingarinnar. Á 109.mínútu kom Sebastian Driussi Zenit í 5-1 og skömmu síðar fullkomnaði Dzyuba þrennu sína og kom Zenit aftur í forystu í einvíginu. Á lokamínútu framlengingarinnar varð aftur jafnt í liðum þegar Maksim Shvetsov í liði Minsk fékk að líta rauða spjaldið og í kjölfarið skoraði Robert Mak tvö mörk fyrir Zenit í uppbótartíma framlengingarinnar. Lokatölur 8-1 í algjörlega ótrúlegum leik og lauk einvíginu því 8-5 fyrir Zenit sem mætir Molde í lokaumferð forkeppninnar.#Zenit St Petersburg came back from 4-0 down in the first leg to win 8-1 against Dinamo Minsk after extra time in #europaleague playoffs.What a comeback pic.twitter.com/6TN5bzf7Z2— Matchplug (@matchplug) August 17, 2018 Fótbolti Tengdar fréttir Hjörtur, Viðar Örn og Gerrard áfram í Evrópudeildinni Hjörtur Hermannsson og Viðar Örn Kjartansson eru báðir komnir áfram í umspilsleikina fyrir Evrópudeildina tímabilið 2018/2019. 16. ágúst 2018 20:03 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Sheriff 2-1 │Sigur dugði ekki til að komast áfram Valsmenn detta út á útivallarmarki og Evrópudeildardraumurinn er á enda. 16. ágúst 2018 21:30 Jóhann Berg og félagar áfram eftir framlengingu Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley eru komnir áfram í næstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar eftir 1-0 sigur á Instanbul Basaksehir. 16. ágúst 2018 21:49 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Sjá meira
Það var mikið um dramatík víða í Evrópu í gærkvöldi þegar næstsíðasta umferð forkeppni Evrópudeildarinnar fór fram.Íslandsmeistarar Vals eru úr leik eftir að hafa fallið út með naumindum fyrir Sheriff frá Moldavíu en Hjörtur Hermannsson og Viðar Örn Kjartansson komust áfram með sínum liðum. Sama má segja um Jóhann Berg Guðmundsson sem hjálpaði Burnley að komast áfram eftir framlengdan leik.Mesta dramatíkin var hins vegar í Rússlandi þar sem rússneska liðið Zenit frá Pétursborg fékk Hvít-Rússana í Dinamo Minsk í heimsókn. Fyrri leik liðanna lauk með 4-0 sigri Minsk í Hvíta-Rússlandi og þurftu Rússarnir því að vinna upp fjögurra marka forskot í síðari leiknum. Það blés ekki byrlega fyrir Zenit því á 72.mínútu fékk Leandro Paredes að líta rauða spjaldið en þá var staðan 2-0 fyrir Zenit og virtust þeir vera á útleið. Einum færri tókst þeim hins vegar að skora tvö mörk á síðasta stundarfjórðungi leiksins og var það Artem Dzyuba sem sá um það. Staðan því 4-0 eftir venjulegan leiktíma, einvígið samtals 4-4, og þurfti því að framlengja. Framlengingin lyginni líkustFramlengingin var ekki síður dramatísk. Gestirnir skoruðu fyrsta markið þar og voru þar með komnir með útivallarmark sem oft reynist mikilvægt. Staðan 4-1 í leikhléi framlengingar og ljóst að Zenit þyrfti að skora minnst tvö mörk í seinni hálfleik framlengingarinnar. Á 109.mínútu kom Sebastian Driussi Zenit í 5-1 og skömmu síðar fullkomnaði Dzyuba þrennu sína og kom Zenit aftur í forystu í einvíginu. Á lokamínútu framlengingarinnar varð aftur jafnt í liðum þegar Maksim Shvetsov í liði Minsk fékk að líta rauða spjaldið og í kjölfarið skoraði Robert Mak tvö mörk fyrir Zenit í uppbótartíma framlengingarinnar. Lokatölur 8-1 í algjörlega ótrúlegum leik og lauk einvíginu því 8-5 fyrir Zenit sem mætir Molde í lokaumferð forkeppninnar.#Zenit St Petersburg came back from 4-0 down in the first leg to win 8-1 against Dinamo Minsk after extra time in #europaleague playoffs.What a comeback pic.twitter.com/6TN5bzf7Z2— Matchplug (@matchplug) August 17, 2018
Fótbolti Tengdar fréttir Hjörtur, Viðar Örn og Gerrard áfram í Evrópudeildinni Hjörtur Hermannsson og Viðar Örn Kjartansson eru báðir komnir áfram í umspilsleikina fyrir Evrópudeildina tímabilið 2018/2019. 16. ágúst 2018 20:03 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Sheriff 2-1 │Sigur dugði ekki til að komast áfram Valsmenn detta út á útivallarmarki og Evrópudeildardraumurinn er á enda. 16. ágúst 2018 21:30 Jóhann Berg og félagar áfram eftir framlengingu Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley eru komnir áfram í næstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar eftir 1-0 sigur á Instanbul Basaksehir. 16. ágúst 2018 21:49 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Sjá meira
Hjörtur, Viðar Örn og Gerrard áfram í Evrópudeildinni Hjörtur Hermannsson og Viðar Örn Kjartansson eru báðir komnir áfram í umspilsleikina fyrir Evrópudeildina tímabilið 2018/2019. 16. ágúst 2018 20:03
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Sheriff 2-1 │Sigur dugði ekki til að komast áfram Valsmenn detta út á útivallarmarki og Evrópudeildardraumurinn er á enda. 16. ágúst 2018 21:30
Jóhann Berg og félagar áfram eftir framlengingu Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley eru komnir áfram í næstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar eftir 1-0 sigur á Instanbul Basaksehir. 16. ágúst 2018 21:49