Fótbolti

Hjörtur, Viðar Örn og Gerrard áfram í Evrópudeildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hjörtur kom snemma af bekknum hjá Bröndby.
Hjörtur kom snemma af bekknum hjá Bröndby. vísir/getty
Hjörtur Hermannsson og Viðar Örn Kjartansson eru báðir komnir áfram í umspilsleikina fyrir Evrópudeildina tímabilið 2018/2019.

Hjörtur Hermansson kom inn á sem varamaður á fjórtándu mínútu er Bröndby vann 2-1 sigur á Spartak Subotica í síðari leik liðanna. Samanlagt vann Bröndby 4-1.

Hjörtur og félagar mæta belgíska félaginu Genk í næstu umferð en sigurliðið úr þeirri viðureign er komið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Viðar Örn spilaði fyrri hálfleikinn er Maccabi Tel Aviv vann Pyunik 2-1 í síðari leik liðanna en markalaust jafntefli var niðurstaðan í fyrri leiknum.

Viðar Örn og félagar spila annað hvort gegn Sarpsborg eða Rijeka í næstu umferð en þegar þetta er skrifað er þeirra viðureign ekki lokið.

Steven Gerrard og lærisveinar hans eru komnir áfram í næsta umferð eftir markalaust jafntefli við Maribor í síðari leiknum. Rangers vann fyrri leikinn 3-1.

Rangers mætir rússneska liðinu  Ufa í síðustu umferðinni fyrir riðlakeppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×