Íslenski boltinn

Þór/KA rústaði FH og ÍBV vann á Hlíðarenda

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sandra Stephany í leik með Þór/KA í sumar.
Sandra Stephany í leik með Þór/KA í sumar. vísir/getty

Þór/KA gerði sér lítið fyrir og rústaði FH í fjórtándu umferðar Pepsi-deildar kvenna. Í öðrum leik kvöldsins vann ÍBV sigur á Hlíðarenda.

Andrea Mist Pálsdóttir kom Þór/KA í 2-0 í fyrri hálfleik og Lára Einarsdóttir kom Íslandsmeisturunum í 3-0 á þriðju mínútu síðari hálfleiks.

Sandra Stephany Mayor gerði þrennu í síðari hálfleik en auk þess gerði Margrét Árnadóttir tvö mörk og Sandra María Jessen eitt. 9-0 en FH klóraði í bakkann í uppbótartíma, Helena Ósk Hálfdánardóttir.

Þór/KA er komið á toppinn í Pepsi-deildinni, með eins stigs forskot á Breiðablik sem á þó leik til góða. FH er í fallsæti með sex stig, sex stigum frá öruggu sæti.

Cloé Lacasse skoraði sigurmark Vals á Hlíðarenda á 49. mínútu. Valur er í þriðja sætinu með 26 stig en ÍBV er í fimmta sætinu með 18 stig.

Úrslit og markaskorarar eru fengnir af fótbolti.net.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.