Íslenski boltinn

Þór/KA rústaði FH og ÍBV vann á Hlíðarenda

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sandra Stephany í leik með Þór/KA í sumar.
Sandra Stephany í leik með Þór/KA í sumar. vísir/getty
Þór/KA gerði sér lítið fyrir og rústaði FH í fjórtándu umferðar Pepsi-deildar kvenna. Í öðrum leik kvöldsins vann ÍBV sigur á Hlíðarenda.

Andrea Mist Pálsdóttir kom Þór/KA í 2-0 í fyrri hálfleik og Lára Einarsdóttir kom Íslandsmeisturunum í 3-0 á þriðju mínútu síðari hálfleiks.

Sandra Stephany Mayor gerði þrennu í síðari hálfleik en auk þess gerði Margrét Árnadóttir tvö mörk og Sandra María Jessen eitt. 9-0 en FH klóraði í bakkann í uppbótartíma, Helena Ósk Hálfdánardóttir.

Þór/KA er komið á toppinn í Pepsi-deildinni, með eins stigs forskot á Breiðablik sem á þó leik til góða. FH er í fallsæti með sex stig, sex stigum frá öruggu sæti.

Cloé Lacasse skoraði sigurmark Vals á Hlíðarenda á 49. mínútu. Valur er í þriðja sætinu með 26 stig en ÍBV er í fimmta sætinu með 18 stig.

Úrslit og markaskorarar eru fengnir af fótbolti.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×