Stakk alla af í Viðeyjarsundinu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 18. ágúst 2018 08:30 Svava Björg Lárusdóttir fagnaði að vonum vel og innilega frábærum árangri sínum í hinu árlega Viðeyjarsundi. Mynd/Bergþóra Guðmundsdóttir Svava Björg Lárusdóttir, fimmtán ára sunddrottning úr Ármanni og langyngst af 92 þátttakendum, kom, sá og sigraði í Viðeyjarsundi Sjósunds- og sjóbaðsfélags Reykjavíkur í gær. „Þegar ég var komin yfir kom mér þetta eiginlega ekki á óvart því ég var langfyrst,“ segir Svava um það hvort árangurinn hafi komið henni í opna skjöldu. Svava, sem synti Viðeyjarsund fyrst þrettán ára, vill leggja fyrir sig bæði sjósund og hefðbundið sund. Herdís Þorvaldsdóttir, formaður Sjósunds- og sjóbaðsfélags Reykjavíkur, segir Svövu vera gríðarlegt efni. „Hún er alveg ótrúleg og var langt á undan öllum öðrum – jafnvel fólki sem er búið að synda Ermarsund,“ segir Herdís. Svava stefnir nú að því komast í víðavangssund í Noregi í september. „Með því að ná þessum árangri vonast Svava til þess að einhver hjálpi henni með styrk til að komast þangað,“ segir Herdís. Um aðstæðurnar í gær segir Herdís að nokkur alda hafi verið og sjórinn um tveimur gráðum kaldari en sundfólk eigi að venjast á þessum tíma árs. Sundið frá Skarfabakka yfir í Viðey er um 900 metrar. „Það var mikill straumur og alda en fólk var mjög duglegt,“ segir Herdís og tekur fram að Viðeyjarsund sé ekki keppni. „Fólk er bara á eigin forsendum. Það getur allt komið upp og við erum með fullt af bátum,“ útskýrir formaðurinn. Bæði Landhelgisgæslan og Björgunarsveit Hafnarfjarðar hafi lagt til liðsstyrk. Sömuleiðis hafi Jón lögga, Jón Kristinn Þórsson lögreglumaður, sem synt hefur yfir Ermarsund, verið sundfólkinu til halds og trausts. Birtist í Fréttablaðinu Sund Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Sjá meira
Svava Björg Lárusdóttir, fimmtán ára sunddrottning úr Ármanni og langyngst af 92 þátttakendum, kom, sá og sigraði í Viðeyjarsundi Sjósunds- og sjóbaðsfélags Reykjavíkur í gær. „Þegar ég var komin yfir kom mér þetta eiginlega ekki á óvart því ég var langfyrst,“ segir Svava um það hvort árangurinn hafi komið henni í opna skjöldu. Svava, sem synti Viðeyjarsund fyrst þrettán ára, vill leggja fyrir sig bæði sjósund og hefðbundið sund. Herdís Þorvaldsdóttir, formaður Sjósunds- og sjóbaðsfélags Reykjavíkur, segir Svövu vera gríðarlegt efni. „Hún er alveg ótrúleg og var langt á undan öllum öðrum – jafnvel fólki sem er búið að synda Ermarsund,“ segir Herdís. Svava stefnir nú að því komast í víðavangssund í Noregi í september. „Með því að ná þessum árangri vonast Svava til þess að einhver hjálpi henni með styrk til að komast þangað,“ segir Herdís. Um aðstæðurnar í gær segir Herdís að nokkur alda hafi verið og sjórinn um tveimur gráðum kaldari en sundfólk eigi að venjast á þessum tíma árs. Sundið frá Skarfabakka yfir í Viðey er um 900 metrar. „Það var mikill straumur og alda en fólk var mjög duglegt,“ segir Herdís og tekur fram að Viðeyjarsund sé ekki keppni. „Fólk er bara á eigin forsendum. Það getur allt komið upp og við erum með fullt af bátum,“ útskýrir formaðurinn. Bæði Landhelgisgæslan og Björgunarsveit Hafnarfjarðar hafi lagt til liðsstyrk. Sömuleiðis hafi Jón lögga, Jón Kristinn Þórsson lögreglumaður, sem synt hefur yfir Ermarsund, verið sundfólkinu til halds og trausts.
Birtist í Fréttablaðinu Sund Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Sjá meira