Fótbolti

Flóki kynntur til leiks hjá Brommapojkarna: Leikmaður sem okkur hefur vantað

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kristján Flóki handsalar samninginn.
Kristján Flóki handsalar samninginn. vísir/heimasíða Brommapojkarna
Kristján Flóki Finnbogason gekk í raðir Brommapojkarna á láni í gær eins og Vísir greindi frá en hann var kynntur til leiks í morgun.

Hann var kynntur til leiks hjá sænska úrvalsdeildarliðinu með dramatísku myndbandi en ljóst er að mikið er lagt í myndbandsgerð hjá Svíunum.

„Kristján hefur hæfileika sem hópnum hefur vantað þangað til til í dag. Með stærð sinni og árasargirni í vítateignum mun hann gefa okkur fleiri gæða möguleika í sóknarliknum,” sagði Danijel Majstorovic, yfirmaður knattspyrnumála, í samtali við heimasíðu félagsins.

Flóki verður lánaður frá Start til Svíþjóðar þangað til yfirstandandi leiktíð verður lokið en hann hefur fengið fá tækifæri eftir að Kjetil Rekdal tók við stjórnartaumunum hjá Start.

„Ég vona að ég komi inn með mörk og eitthvað nýtt fyrir liðið. Ég vil spila góðan fótbolta og svo sjáum við hvað til hvort við verðum í úrvalsdeildinni þegar tímabilinu lýkur,” sagði Flóki.

Liðið er í fallbaráttu eins og er. Þeir eru í fimmtánda sæti en eru þó ekki nema tveimur stigum frá því að koma sér í umsspilsæti og fjórum stigum frá því að bjarga sér algjörlega. Nóg er eftir af mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×