Erlent

Mannskæð hitabylgja

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Hiti fór yfir fjörutíu stig á Íberíuskaga í gær þegar heitt loft frá Afríku streymdi þar yfir. Veðurstofa Spánar gaf út viðvörun sem gildir fram á sunnudag og varaði við því að hitabylgjan verði einna mest og langlífust í suðvesturhluta landsins.
Hiti fór yfir fjörutíu stig á Íberíuskaga í gær þegar heitt loft frá Afríku streymdi þar yfir. Veðurstofa Spánar gaf út viðvörun sem gildir fram á sunnudag og varaði við því að hitabylgjan verði einna mest og langlífust í suðvesturhluta landsins. Vísir/AP

Hiti fór yfir fjörutíu stig á Íberíuskaga í gær þegar heitt loft frá Afríku streymdi þar yfir. Veðurstofa Spánar gaf út viðvörun sem gildir fram á sunnudag og varaði við því að hitabylgjan verði einna mest og langlífust í suðvesturhluta landsins.

Meteoalarm, viðvörunarsíða opinberra veðurstofa Evrópu, gaf út viðvörun á rauðu stigi þar sem fram kom að hitabylgjan væri afar hættuleg og ógnaði lífi fólks í suðurhluta Portúgals og Badajoz-héraði Spánar.

Samkvæmt MeteoGroup fór hitinn á svæðinu hæst upp í 47 stig í gær. MeteoGroup spáði því svo í gær að líklegt verði að dagurinn í dag og morgundagurinn verði heitustu dagar hitabylgjunnar og að talsverðar líkur séu á því að evrópskt hitamet verði slegið.

Það hitamet var sett í Aþenu í júlí árið 1977, 48 stig. MeteoGroup mat stöðuna sem svo að fjörutíu prósent líkur væru á því að metið verði jafnað, 25 til 30 prósent líkur á því að það verði slegið. 


Tengdar fréttir

Hagnaður Arion dróst saman um 56 prósent

Hagnaður Arion banka nam 3,1 milljarði króna á öðrum fjórðungi ársins og dróst saman um 56 prósent frá fyrra ári þegar hann nam 7,1 milljarði króna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.