Erlent

Hitamet fyrir Evrópu gæti fallið í hitabylgjunni á Íberíuskaga

Kjartan Kjartansson skrifar
Hitinn fer að líkindum vel yfir 40°C víða um Spán og Portúgal á næstu dögum.
Hitinn fer að líkindum vel yfir 40°C víða um Spán og Portúgal á næstu dögum. Vísir/EPA

Veðurfræðingar telja að hitamet fyrir Evrópu gæti verið slegið á næstu dögum í hitabylgju sem gengur yfir Spán og Portúgal. Núverandi met er 48°C sem mældust í Aþenu árið 1977.

Hlýtt loft sunnan frá Afríku berst nú yfir Íberíuskagann og er búist við því að hitinn geti farið vel yfir 40 gráður þar á næstunni. Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC gæti landsmet fallið og jafnvel evrópska hitametið. Á Spáni var met sett í júlí í fyrra þegar 47,3°C mældust. Í Portúgal er metið 47,4°C.

Viðvörun hefur verið gefin út á Spáni vegna hitans en veðurstofan þar segir að hitabylgjan verði sérstaklega sterk og langvarandi á suðvestanverðu landinu. Heilbrigðisyfirvöld hafa varað fólk við að búa sig undir hitann sem geti verið hættulegur. Í Portúgal búast veðurfræðingar við því að hitinn fari ekki undir 25-30°C á næturnar.

Hitabylgja hefur þjakað Evrópubúa undanfarnar vikur og mánuði, þar á meðal Skandínava. Skógareldar hafa geisað í Svíþjóð og í Grikklandi hafa fleiri en níutíu manns farist í eldum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.