Erlent

Sádi-Arabar vilja enga málamiðlun

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Sendiráð Kanada í Ríad. Yfirvöld í Sádí-Arabíu ráku kanadiska sendiherrann heim vegna yfirlýsingar ríkisstjórnar Kanada um að Sádar slepptu mannréttindafrömuðum úr haldi.
Sendiráð Kanada í Ríad. Yfirvöld í Sádí-Arabíu ráku kanadiska sendiherrann heim vegna yfirlýsingar ríkisstjórnar Kanada um að Sádar slepptu mannréttindafrömuðum úr haldi. Vísir/EPA

Sádi-Arabar hafa engan áhuga á málamiðlun í nýrri deilu þeirra við Kanada. Þetta hafði AFP eftir utanríkisráðherranum Adel al-Jubeir í gær. „Kanadamenn gerðu reginmistök og þau mistök ber þeim að leiðrétta,“ sagði al-Jubeir.

Tíst kanadíska utanríkisráðuneytisins á föstudag, þar sem áhyggjum var lýst af handtöku sádiarabíska aktívistans Samar Badawi, sem berst fyrir auknum réttindum kvenna, er neistinn sem kveikti þessa deilu.

Sádi-Arabar brugðust harkalega við. Hafa meðal annars sett öll áform um viðskipti við Kanada og fjárfestingu þar í landi á ís, aflýst flugi til Toronto, sparkað kanadíska sendiherranum úr landi, kallað sendiherra sinn heim frá Kanada og á þriðjudag var tilkynnt að allir sádiarabískir sjúklingar í Kanada yrðu sendir á sjúkrahús í öðrum löndum.


Tengdar fréttir



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.