Innlent

Strokufanginn Björn Daníel handtekinn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Björn Daníel Sigurðsson.
Björn Daníel Sigurðsson. Mynd/lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
Björn Daníel Sigurðsson, sem skilaði sér ekki á áfangaheimilið Vernd á laugardag, hefur verið handtekinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu sem send var út skömmu fyrir klukkan ellefu í morgun.

Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að Björn hafi verið handtekinn á ellefta tímanum í dag eftir að til hans sást á veitingahúsi á höfuðborgarsvæðinu.

Að sögn Jóhanns verður Björn fluttur í fangelsið á Hólmsheiði og er mál hans nú á ábyrgð fangelsismálayfirvalda.

Vísir greindi fyrst frá því að Björns væri saknað á þriðjudag en hann skilaði sér ekki í afplánun á Vernd á tilsettum tíma um síðustu helgi. Gefin var út handtökutilskipun á hendur Birni í kjölfarið en ekki þótti ástæða til að lýsa eftir honum fyrst um sinn.

Lögregla lýsti hins vegar formlega eftir Birni í gær og hefur hann nú verið handtekinn. Þakkar lögregla veitta aðstoð við leitina. Björn var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í febrúar í fyrra fyrir frelsissviptingu, líkamsárásir, hótanir og kynferðisbrot gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Í höndum lögreglu að hafa uppi á strokufanganum

Aðeins eitt og hálft ár er liðið frá því að maðurinn var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir hrottalega árás á fyrrverandi sambýliskonu sína sem sagði hann haldinn miklum ranghugmyndum.

Lögreglan lýsir eftir strokufanganum Birni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Birni Daníel Sigurðssyni, en hann skilaði sér ekki í afplánun á Vernd á tilsettum tíma um síðustu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×