Innlent

Skilaði sér ekki á áfangaheimilið Vernd

Andri Eysteinsson skrifar
Lögregla leitar nú að dæmdum ofbeldismanni sem skilaði sér ekki á áfangaheimilið Vernd á tilsettum tíma.
Lögregla leitar nú að dæmdum ofbeldismanni sem skilaði sér ekki á áfangaheimilið Vernd á tilsettum tíma. Vísir/Vilhelm

Lögreglan leitar nú fanga sem strauk af áfangaheimilinu Vernd um helgina. Fanginn átti að snúa aftur á áfangaheimilið síðasta laugardagskvöld en hefur enn ekki skilað sér. Páll Winkel fangelsismálastjóri staðfestir þetta í samtali við Vísi.

Samkvæmt heimildum Vísis er um að ræða fanga sem dæmdur var til fjögurra ára fangelsisvistar fyrir frelsissviptingu, líkamsárásir, hótanir og kynferðisbrot gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni í febrúar 2017.

Litið er á mál sem þessi sem strok úr afplánun og er gefin út handtökuskipun. Að sögn Páls koma mál sem þessi upp annað slagið en í langflestum tilfellum skila menn sér eftir að handtökuskipun hefur verið gefin út af lögreglu

Menn sem dvelja á Vernd eru menn á lokastigum afplánunar og því miklir hagsmunir fólgnir í því fyrir vistmenn að skila sér á tilsettum tíma.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.