Vopnaðir skrúfjárni og hamri: Í gæsluvarðhald vegna ráns í verslun í Breiðholti Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. ágúst 2018 15:42 Landsréttur hefur staðfestir úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhald yfir manni, sem ásamt meintum samverkamanni, er grunaður um að hafa framið rán í verslun í Breiðholti. Vísir/ernir Landsréttur hefur fallist á kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um, ásamt meintum samverkamanni, að hafa framið rán í verslun í Breiðholti laust fyrir klukkan ellefu þann 4. ágúst. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn gildir til allt að 31. ágúst. Sjá nánar: Rán í verslun í Breiðholti Í úrskurðinum segir að hinn kærði sé undir rökstuddum grun um að hafa orðið uppvís að ráni og með því brotið gegn 252. gr. almennra hegningarlaga. Rétt er að halda því til haga að aðeins annar úrskurður af tveimur er kominn á vef Landsréttar. Í rökstuðningi með úrskurðinum segir að nú þegar liggi fyrir nokkuð afdráttarlaus sönnunargögn um aðild kærða að brotinu og þá liggur jafnframt fyrir játning hans. Samkvæmt vitnum komu aðilarnir inn í verslunina í klæddir hettupeysum og með sólgleraugu. Þá hafi þeir verið vopnaðir skrúfjárni og hamri og ógnað starfsmanni verslunarinnar og heimtað peninga úr sjóðsvél. Þeir hafi þá reynt að brjóta upp peningaskúffu sjóðsvélarinnar án árangurs og var starfsmaður tilneyddur til að opna hana fyrir mennina. Vitni greina frá því að þeir hafi tekið peningaseðla úr kassanum en ekki er vitað hversu há upphæðin var. Þá hlupu þeir úr versluninni og fóru brott á bifreið. Öryggismyndavélar styðja við frásagnir vitna. Að svo stöddu er ekki hægt að slá föstu hlut hvors um sig en flest bendir til þess að mennirnir hafi tekið jafn mikinn þátt í ráninu að því fram kemur í úrskurði Landsréttar. Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Rán í verslun í Breiðholti Tveir menn komu inn í verslunina, ógnuðu starfsfólki og rændu peningum og fleiru. Að því loknu fóru þeir burt í bifreið sem var síðar stöðvuð á Suðurnesjum. 5. ágúst 2018 07:22 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira
Landsréttur hefur fallist á kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um, ásamt meintum samverkamanni, að hafa framið rán í verslun í Breiðholti laust fyrir klukkan ellefu þann 4. ágúst. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn gildir til allt að 31. ágúst. Sjá nánar: Rán í verslun í Breiðholti Í úrskurðinum segir að hinn kærði sé undir rökstuddum grun um að hafa orðið uppvís að ráni og með því brotið gegn 252. gr. almennra hegningarlaga. Rétt er að halda því til haga að aðeins annar úrskurður af tveimur er kominn á vef Landsréttar. Í rökstuðningi með úrskurðinum segir að nú þegar liggi fyrir nokkuð afdráttarlaus sönnunargögn um aðild kærða að brotinu og þá liggur jafnframt fyrir játning hans. Samkvæmt vitnum komu aðilarnir inn í verslunina í klæddir hettupeysum og með sólgleraugu. Þá hafi þeir verið vopnaðir skrúfjárni og hamri og ógnað starfsmanni verslunarinnar og heimtað peninga úr sjóðsvél. Þeir hafi þá reynt að brjóta upp peningaskúffu sjóðsvélarinnar án árangurs og var starfsmaður tilneyddur til að opna hana fyrir mennina. Vitni greina frá því að þeir hafi tekið peningaseðla úr kassanum en ekki er vitað hversu há upphæðin var. Þá hlupu þeir úr versluninni og fóru brott á bifreið. Öryggismyndavélar styðja við frásagnir vitna. Að svo stöddu er ekki hægt að slá föstu hlut hvors um sig en flest bendir til þess að mennirnir hafi tekið jafn mikinn þátt í ráninu að því fram kemur í úrskurði Landsréttar.
Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Rán í verslun í Breiðholti Tveir menn komu inn í verslunina, ógnuðu starfsfólki og rændu peningum og fleiru. Að því loknu fóru þeir burt í bifreið sem var síðar stöðvuð á Suðurnesjum. 5. ágúst 2018 07:22 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira
Rán í verslun í Breiðholti Tveir menn komu inn í verslunina, ógnuðu starfsfólki og rændu peningum og fleiru. Að því loknu fóru þeir burt í bifreið sem var síðar stöðvuð á Suðurnesjum. 5. ágúst 2018 07:22