Innlent

Rán í verslun í Breiðholti

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Nokkur erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en hún fékkst meðal annars við mál á borð við húsbrot, rán, stuld.
Nokkur erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en hún fékkst meðal annars við mál á borð við húsbrot, rán, stuld.
Laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi var Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um rán í verslun í Breiðholti.

Tveir menn komu inn í verslunina, ógnuðu starfsfólki og rændu peningum og fleiru. Að því loknu fóru þeir burt í bifreið sem var síðar stöðvuð á Suðurnesjum.

Mennirnir eru einnig grunaðir um nytjastuld bifreiðar.

Í nótt voru þeir vistaðir í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins.

Grunaður um að hafa stolið bílnum

Þetta kemur fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan hafði í nógu að snúast í nótt en auk ránsins þurfti lögregla að hafa afskipti af manni við Fífulind í Kópavogi sem var með vasaljós að skoða hjól eftir að tilkynnt var um grunsamlegar mannaferðir á svæðinu um tvö leytið í nótt.

Maðurinn reyndist vera á bíl sem var með röng skráningarmerki. Hann var handtekinn grunaður um nytjastuld bifreiðar, akstur undir áhrifum fíkniefna, vörslu fíkniefna, brot á vopnalögum og skjalafals. Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins.

 

Grunaður um húsbrot

Laust eftir klukkan eitt í nótt var Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um húsbrot. Maður var handtekinn í Hafnarfirði grunaður um húsbrot. Hann var vistaður fyrir rannsókn málsins í fangageymslu lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×