Erlent

Einn flokkur ræður öllu

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
Sok Eysan, talsmaður Kambódíska þjóðarflokksins.
Sok Eysan, talsmaður Kambódíska þjóðarflokksins. Vísir/AFP
Afgerandi kosningasigur Kambódíska þjóðarflokksins tryggir honum öll 125 þingsætin á kambódíska þinginu að sögn talsmanns flokksins og verður Kambódía þannig eins flokks ríki.Kosningarnar sem fóru fram á sunnudaginn urðu til þess að framlengja 33 ára valdatíð forsætisráðherrans Hun Sen, en fátt var um stöndug mótframboð eftir að stjórnvöld og hæstiréttur leystu upp helsta stjórnarandstöðuflokkinn.Talsmaður flokksins, Sok Eysan, sagði í gær að flokkurinn fengi öll þingsætin. Samkvæmt fyrstu tölum fái flokkurinn nær 80 prósent atkvæða. Lokatölur verða birtar um miðjan ágúst.Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.