Logi segir embætti Kjærsgaard ekki gefa henni fjarvistarsönnun frá skoðunum hennar Heimir Már Pétursson skrifar 20. júlí 2018 18:30 Formaður Samfylkingarinnar er ekki sáttur við stefnubreytingu danskra jafnaðarmanna í útlendingamálum sem beri keim af því að flokkurinn sé að reyna að ná sér í skammtíma vinsældir. Það gefi Piu Kjærsgaard hins vegar ekki fjarvistarsönnun frá skoðunum hennar að gegna embætti forseta danska þingsins. Jón Þór Ólafsson fulltrúi Pírata í forsætisnefnd Alþingis hefur óskað eftir því skriflega að fá allar upplýsingar um hvernig það var ákveðið að Pia Kjærsgaard forseti danska þingsins skyldi ávarpa hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum, sem Píratar ákváðu að hundsa vegna nærveru hennar. Hún gerði lítið úr þessum aðgerðum Pírata og mótmælum formanns og þingmanns Samfylkingarinnar í fréttum okkar í gær. „En ef menn vilja endilega ræða þessi mál gæti verið að sósíaldemókratar á Íslandi ættu að kynna sér stefnu systurflokka víða um Evrópu og einnig í Danmörku,“ sagði Kjærsgaard meðal annars. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir mikilvægt að samstaða myndist um mannúðlega stefnu í innflytjenda- og flóttamannamálum í Evrópu. „Ég hef tekið eftir því að hún er farin að skipta sér af því hvernig við störfum og hvernig við högum okkur og hefur jafnvel skoðun á því hvernig við erum alin upp. Staðreyndin er auðvitað sú að þetta var þingfundur. Við viljum auðvitað bara koma okkar sjónarmiðum á framfæri á 100 ára afmæli fullveldisins,“ segir Logi. Hann þekki vel til nýlegrar stefnubreytingar danskra jafnaðarmanna í útlendingamálum undir formennsku Mette Frederiksen þar sem talað sé um gettó og jafnvel þyngri refsingar í hverfum þar sem aðrir en fólk af vestrænum uppruna búi. „Hins vegar göngumst við náttúrlega ekki undir allt það sem systurflokkar okkar eða flokkar sem aðhyllast jafnaðarstefnuna í Evrópu gera,“ segir Logi. Mette Frederiksen hafi afhent honum eintak af þessari stefnu í febrúar og þá hafi hann gagnrýnt stefnubreytinguna. „Ég er pínu hugsi yfir því ef flokkar ætla að hrekjast frá grunngildum jafnaðarstefnunnar í leit að auðfengnum atkvæðum,“ segir Logi. Formaður Samfylkingarinnar segir erfitt að aðskilja stjórnmálamanninn Piu Kjærsgaard og forseta danska þingsins. Síðan sé engin hefð fyrir því að erlendir stjórnmálamenn ávarpi fundi Alþingis. „Þú getur aldrei útilokað persónuna frá embættinu. Þrátt fyrir allt er hún komin í þetta embætti vegna sinnar stefnu, sinna skoðana, vegna hennar styrks í kosningum. Það gefur henni í rauninni ekki fjarvistarsönnun frá því að standa fyrir það sem hún stendur,“ segir Logi Einarsson. Tengdar fréttir Krefst þess að Steingrímur leiðrétti ummæli sín Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur reynt að ná sínum sjónarmiðum fram í dönskum fjölmiðlum. 20. júlí 2018 12:47 Hlutverk Kjærsgaard í hátíðardagskrá kynnt forsætisnefnd í ágúst í fyrra Fulltrúum, sem sátu í forsætisnefnd Alþingis fyrir síðustu kosningar, hefði mátt vera ljóst hlutverk Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, í hátíðardagskrá þingfundarins sem haldinn var á Þingvöllum síðastliðinn miðvikudag. 20. júlí 2018 16:07 Skiptar skoðanir Dana um Kjærsgaard-málið Fjölmiðlar í Danmörku hafa sýnt eftirköstum hátíðarfundarins á Þingvöllum mikinn áhuga. Virkir Danir í athugasemdum fara einnig mikinn bæði í útlendingaandúð og skoðanaskiptum um móttökurnar sem Pia fékk hér á landi. 20. júlí 2018 06:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar er ekki sáttur við stefnubreytingu danskra jafnaðarmanna í útlendingamálum sem beri keim af því að flokkurinn sé að reyna að ná sér í skammtíma vinsældir. Það gefi Piu Kjærsgaard hins vegar ekki fjarvistarsönnun frá skoðunum hennar að gegna embætti forseta danska þingsins. Jón Þór Ólafsson fulltrúi Pírata í forsætisnefnd Alþingis hefur óskað eftir því skriflega að fá allar upplýsingar um hvernig það var ákveðið að Pia Kjærsgaard forseti danska þingsins skyldi ávarpa hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum, sem Píratar ákváðu að hundsa vegna nærveru hennar. Hún gerði lítið úr þessum aðgerðum Pírata og mótmælum formanns og þingmanns Samfylkingarinnar í fréttum okkar í gær. „En ef menn vilja endilega ræða þessi mál gæti verið að sósíaldemókratar á Íslandi ættu að kynna sér stefnu systurflokka víða um Evrópu og einnig í Danmörku,“ sagði Kjærsgaard meðal annars. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir mikilvægt að samstaða myndist um mannúðlega stefnu í innflytjenda- og flóttamannamálum í Evrópu. „Ég hef tekið eftir því að hún er farin að skipta sér af því hvernig við störfum og hvernig við högum okkur og hefur jafnvel skoðun á því hvernig við erum alin upp. Staðreyndin er auðvitað sú að þetta var þingfundur. Við viljum auðvitað bara koma okkar sjónarmiðum á framfæri á 100 ára afmæli fullveldisins,“ segir Logi. Hann þekki vel til nýlegrar stefnubreytingar danskra jafnaðarmanna í útlendingamálum undir formennsku Mette Frederiksen þar sem talað sé um gettó og jafnvel þyngri refsingar í hverfum þar sem aðrir en fólk af vestrænum uppruna búi. „Hins vegar göngumst við náttúrlega ekki undir allt það sem systurflokkar okkar eða flokkar sem aðhyllast jafnaðarstefnuna í Evrópu gera,“ segir Logi. Mette Frederiksen hafi afhent honum eintak af þessari stefnu í febrúar og þá hafi hann gagnrýnt stefnubreytinguna. „Ég er pínu hugsi yfir því ef flokkar ætla að hrekjast frá grunngildum jafnaðarstefnunnar í leit að auðfengnum atkvæðum,“ segir Logi. Formaður Samfylkingarinnar segir erfitt að aðskilja stjórnmálamanninn Piu Kjærsgaard og forseta danska þingsins. Síðan sé engin hefð fyrir því að erlendir stjórnmálamenn ávarpi fundi Alþingis. „Þú getur aldrei útilokað persónuna frá embættinu. Þrátt fyrir allt er hún komin í þetta embætti vegna sinnar stefnu, sinna skoðana, vegna hennar styrks í kosningum. Það gefur henni í rauninni ekki fjarvistarsönnun frá því að standa fyrir það sem hún stendur,“ segir Logi Einarsson.
Tengdar fréttir Krefst þess að Steingrímur leiðrétti ummæli sín Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur reynt að ná sínum sjónarmiðum fram í dönskum fjölmiðlum. 20. júlí 2018 12:47 Hlutverk Kjærsgaard í hátíðardagskrá kynnt forsætisnefnd í ágúst í fyrra Fulltrúum, sem sátu í forsætisnefnd Alþingis fyrir síðustu kosningar, hefði mátt vera ljóst hlutverk Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, í hátíðardagskrá þingfundarins sem haldinn var á Þingvöllum síðastliðinn miðvikudag. 20. júlí 2018 16:07 Skiptar skoðanir Dana um Kjærsgaard-málið Fjölmiðlar í Danmörku hafa sýnt eftirköstum hátíðarfundarins á Þingvöllum mikinn áhuga. Virkir Danir í athugasemdum fara einnig mikinn bæði í útlendingaandúð og skoðanaskiptum um móttökurnar sem Pia fékk hér á landi. 20. júlí 2018 06:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Krefst þess að Steingrímur leiðrétti ummæli sín Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur reynt að ná sínum sjónarmiðum fram í dönskum fjölmiðlum. 20. júlí 2018 12:47
Hlutverk Kjærsgaard í hátíðardagskrá kynnt forsætisnefnd í ágúst í fyrra Fulltrúum, sem sátu í forsætisnefnd Alþingis fyrir síðustu kosningar, hefði mátt vera ljóst hlutverk Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, í hátíðardagskrá þingfundarins sem haldinn var á Þingvöllum síðastliðinn miðvikudag. 20. júlí 2018 16:07
Skiptar skoðanir Dana um Kjærsgaard-málið Fjölmiðlar í Danmörku hafa sýnt eftirköstum hátíðarfundarins á Þingvöllum mikinn áhuga. Virkir Danir í athugasemdum fara einnig mikinn bæði í útlendingaandúð og skoðanaskiptum um móttökurnar sem Pia fékk hér á landi. 20. júlí 2018 06:00
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent