Logi segir embætti Kjærsgaard ekki gefa henni fjarvistarsönnun frá skoðunum hennar Heimir Már Pétursson skrifar 20. júlí 2018 18:30 Formaður Samfylkingarinnar er ekki sáttur við stefnubreytingu danskra jafnaðarmanna í útlendingamálum sem beri keim af því að flokkurinn sé að reyna að ná sér í skammtíma vinsældir. Það gefi Piu Kjærsgaard hins vegar ekki fjarvistarsönnun frá skoðunum hennar að gegna embætti forseta danska þingsins. Jón Þór Ólafsson fulltrúi Pírata í forsætisnefnd Alþingis hefur óskað eftir því skriflega að fá allar upplýsingar um hvernig það var ákveðið að Pia Kjærsgaard forseti danska þingsins skyldi ávarpa hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum, sem Píratar ákváðu að hundsa vegna nærveru hennar. Hún gerði lítið úr þessum aðgerðum Pírata og mótmælum formanns og þingmanns Samfylkingarinnar í fréttum okkar í gær. „En ef menn vilja endilega ræða þessi mál gæti verið að sósíaldemókratar á Íslandi ættu að kynna sér stefnu systurflokka víða um Evrópu og einnig í Danmörku,“ sagði Kjærsgaard meðal annars. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir mikilvægt að samstaða myndist um mannúðlega stefnu í innflytjenda- og flóttamannamálum í Evrópu. „Ég hef tekið eftir því að hún er farin að skipta sér af því hvernig við störfum og hvernig við högum okkur og hefur jafnvel skoðun á því hvernig við erum alin upp. Staðreyndin er auðvitað sú að þetta var þingfundur. Við viljum auðvitað bara koma okkar sjónarmiðum á framfæri á 100 ára afmæli fullveldisins,“ segir Logi. Hann þekki vel til nýlegrar stefnubreytingar danskra jafnaðarmanna í útlendingamálum undir formennsku Mette Frederiksen þar sem talað sé um gettó og jafnvel þyngri refsingar í hverfum þar sem aðrir en fólk af vestrænum uppruna búi. „Hins vegar göngumst við náttúrlega ekki undir allt það sem systurflokkar okkar eða flokkar sem aðhyllast jafnaðarstefnuna í Evrópu gera,“ segir Logi. Mette Frederiksen hafi afhent honum eintak af þessari stefnu í febrúar og þá hafi hann gagnrýnt stefnubreytinguna. „Ég er pínu hugsi yfir því ef flokkar ætla að hrekjast frá grunngildum jafnaðarstefnunnar í leit að auðfengnum atkvæðum,“ segir Logi. Formaður Samfylkingarinnar segir erfitt að aðskilja stjórnmálamanninn Piu Kjærsgaard og forseta danska þingsins. Síðan sé engin hefð fyrir því að erlendir stjórnmálamenn ávarpi fundi Alþingis. „Þú getur aldrei útilokað persónuna frá embættinu. Þrátt fyrir allt er hún komin í þetta embætti vegna sinnar stefnu, sinna skoðana, vegna hennar styrks í kosningum. Það gefur henni í rauninni ekki fjarvistarsönnun frá því að standa fyrir það sem hún stendur,“ segir Logi Einarsson. Tengdar fréttir Krefst þess að Steingrímur leiðrétti ummæli sín Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur reynt að ná sínum sjónarmiðum fram í dönskum fjölmiðlum. 20. júlí 2018 12:47 Hlutverk Kjærsgaard í hátíðardagskrá kynnt forsætisnefnd í ágúst í fyrra Fulltrúum, sem sátu í forsætisnefnd Alþingis fyrir síðustu kosningar, hefði mátt vera ljóst hlutverk Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, í hátíðardagskrá þingfundarins sem haldinn var á Þingvöllum síðastliðinn miðvikudag. 20. júlí 2018 16:07 Skiptar skoðanir Dana um Kjærsgaard-málið Fjölmiðlar í Danmörku hafa sýnt eftirköstum hátíðarfundarins á Þingvöllum mikinn áhuga. Virkir Danir í athugasemdum fara einnig mikinn bæði í útlendingaandúð og skoðanaskiptum um móttökurnar sem Pia fékk hér á landi. 20. júlí 2018 06:00 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar er ekki sáttur við stefnubreytingu danskra jafnaðarmanna í útlendingamálum sem beri keim af því að flokkurinn sé að reyna að ná sér í skammtíma vinsældir. Það gefi Piu Kjærsgaard hins vegar ekki fjarvistarsönnun frá skoðunum hennar að gegna embætti forseta danska þingsins. Jón Þór Ólafsson fulltrúi Pírata í forsætisnefnd Alþingis hefur óskað eftir því skriflega að fá allar upplýsingar um hvernig það var ákveðið að Pia Kjærsgaard forseti danska þingsins skyldi ávarpa hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum, sem Píratar ákváðu að hundsa vegna nærveru hennar. Hún gerði lítið úr þessum aðgerðum Pírata og mótmælum formanns og þingmanns Samfylkingarinnar í fréttum okkar í gær. „En ef menn vilja endilega ræða þessi mál gæti verið að sósíaldemókratar á Íslandi ættu að kynna sér stefnu systurflokka víða um Evrópu og einnig í Danmörku,“ sagði Kjærsgaard meðal annars. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir mikilvægt að samstaða myndist um mannúðlega stefnu í innflytjenda- og flóttamannamálum í Evrópu. „Ég hef tekið eftir því að hún er farin að skipta sér af því hvernig við störfum og hvernig við högum okkur og hefur jafnvel skoðun á því hvernig við erum alin upp. Staðreyndin er auðvitað sú að þetta var þingfundur. Við viljum auðvitað bara koma okkar sjónarmiðum á framfæri á 100 ára afmæli fullveldisins,“ segir Logi. Hann þekki vel til nýlegrar stefnubreytingar danskra jafnaðarmanna í útlendingamálum undir formennsku Mette Frederiksen þar sem talað sé um gettó og jafnvel þyngri refsingar í hverfum þar sem aðrir en fólk af vestrænum uppruna búi. „Hins vegar göngumst við náttúrlega ekki undir allt það sem systurflokkar okkar eða flokkar sem aðhyllast jafnaðarstefnuna í Evrópu gera,“ segir Logi. Mette Frederiksen hafi afhent honum eintak af þessari stefnu í febrúar og þá hafi hann gagnrýnt stefnubreytinguna. „Ég er pínu hugsi yfir því ef flokkar ætla að hrekjast frá grunngildum jafnaðarstefnunnar í leit að auðfengnum atkvæðum,“ segir Logi. Formaður Samfylkingarinnar segir erfitt að aðskilja stjórnmálamanninn Piu Kjærsgaard og forseta danska þingsins. Síðan sé engin hefð fyrir því að erlendir stjórnmálamenn ávarpi fundi Alþingis. „Þú getur aldrei útilokað persónuna frá embættinu. Þrátt fyrir allt er hún komin í þetta embætti vegna sinnar stefnu, sinna skoðana, vegna hennar styrks í kosningum. Það gefur henni í rauninni ekki fjarvistarsönnun frá því að standa fyrir það sem hún stendur,“ segir Logi Einarsson.
Tengdar fréttir Krefst þess að Steingrímur leiðrétti ummæli sín Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur reynt að ná sínum sjónarmiðum fram í dönskum fjölmiðlum. 20. júlí 2018 12:47 Hlutverk Kjærsgaard í hátíðardagskrá kynnt forsætisnefnd í ágúst í fyrra Fulltrúum, sem sátu í forsætisnefnd Alþingis fyrir síðustu kosningar, hefði mátt vera ljóst hlutverk Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, í hátíðardagskrá þingfundarins sem haldinn var á Þingvöllum síðastliðinn miðvikudag. 20. júlí 2018 16:07 Skiptar skoðanir Dana um Kjærsgaard-málið Fjölmiðlar í Danmörku hafa sýnt eftirköstum hátíðarfundarins á Þingvöllum mikinn áhuga. Virkir Danir í athugasemdum fara einnig mikinn bæði í útlendingaandúð og skoðanaskiptum um móttökurnar sem Pia fékk hér á landi. 20. júlí 2018 06:00 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Krefst þess að Steingrímur leiðrétti ummæli sín Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur reynt að ná sínum sjónarmiðum fram í dönskum fjölmiðlum. 20. júlí 2018 12:47
Hlutverk Kjærsgaard í hátíðardagskrá kynnt forsætisnefnd í ágúst í fyrra Fulltrúum, sem sátu í forsætisnefnd Alþingis fyrir síðustu kosningar, hefði mátt vera ljóst hlutverk Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, í hátíðardagskrá þingfundarins sem haldinn var á Þingvöllum síðastliðinn miðvikudag. 20. júlí 2018 16:07
Skiptar skoðanir Dana um Kjærsgaard-málið Fjölmiðlar í Danmörku hafa sýnt eftirköstum hátíðarfundarins á Þingvöllum mikinn áhuga. Virkir Danir í athugasemdum fara einnig mikinn bæði í útlendingaandúð og skoðanaskiptum um móttökurnar sem Pia fékk hér á landi. 20. júlí 2018 06:00