Logi segir embætti Kjærsgaard ekki gefa henni fjarvistarsönnun frá skoðunum hennar Heimir Már Pétursson skrifar 20. júlí 2018 18:30 Formaður Samfylkingarinnar er ekki sáttur við stefnubreytingu danskra jafnaðarmanna í útlendingamálum sem beri keim af því að flokkurinn sé að reyna að ná sér í skammtíma vinsældir. Það gefi Piu Kjærsgaard hins vegar ekki fjarvistarsönnun frá skoðunum hennar að gegna embætti forseta danska þingsins. Jón Þór Ólafsson fulltrúi Pírata í forsætisnefnd Alþingis hefur óskað eftir því skriflega að fá allar upplýsingar um hvernig það var ákveðið að Pia Kjærsgaard forseti danska þingsins skyldi ávarpa hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum, sem Píratar ákváðu að hundsa vegna nærveru hennar. Hún gerði lítið úr þessum aðgerðum Pírata og mótmælum formanns og þingmanns Samfylkingarinnar í fréttum okkar í gær. „En ef menn vilja endilega ræða þessi mál gæti verið að sósíaldemókratar á Íslandi ættu að kynna sér stefnu systurflokka víða um Evrópu og einnig í Danmörku,“ sagði Kjærsgaard meðal annars. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir mikilvægt að samstaða myndist um mannúðlega stefnu í innflytjenda- og flóttamannamálum í Evrópu. „Ég hef tekið eftir því að hún er farin að skipta sér af því hvernig við störfum og hvernig við högum okkur og hefur jafnvel skoðun á því hvernig við erum alin upp. Staðreyndin er auðvitað sú að þetta var þingfundur. Við viljum auðvitað bara koma okkar sjónarmiðum á framfæri á 100 ára afmæli fullveldisins,“ segir Logi. Hann þekki vel til nýlegrar stefnubreytingar danskra jafnaðarmanna í útlendingamálum undir formennsku Mette Frederiksen þar sem talað sé um gettó og jafnvel þyngri refsingar í hverfum þar sem aðrir en fólk af vestrænum uppruna búi. „Hins vegar göngumst við náttúrlega ekki undir allt það sem systurflokkar okkar eða flokkar sem aðhyllast jafnaðarstefnuna í Evrópu gera,“ segir Logi. Mette Frederiksen hafi afhent honum eintak af þessari stefnu í febrúar og þá hafi hann gagnrýnt stefnubreytinguna. „Ég er pínu hugsi yfir því ef flokkar ætla að hrekjast frá grunngildum jafnaðarstefnunnar í leit að auðfengnum atkvæðum,“ segir Logi. Formaður Samfylkingarinnar segir erfitt að aðskilja stjórnmálamanninn Piu Kjærsgaard og forseta danska þingsins. Síðan sé engin hefð fyrir því að erlendir stjórnmálamenn ávarpi fundi Alþingis. „Þú getur aldrei útilokað persónuna frá embættinu. Þrátt fyrir allt er hún komin í þetta embætti vegna sinnar stefnu, sinna skoðana, vegna hennar styrks í kosningum. Það gefur henni í rauninni ekki fjarvistarsönnun frá því að standa fyrir það sem hún stendur,“ segir Logi Einarsson. Tengdar fréttir Krefst þess að Steingrímur leiðrétti ummæli sín Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur reynt að ná sínum sjónarmiðum fram í dönskum fjölmiðlum. 20. júlí 2018 12:47 Hlutverk Kjærsgaard í hátíðardagskrá kynnt forsætisnefnd í ágúst í fyrra Fulltrúum, sem sátu í forsætisnefnd Alþingis fyrir síðustu kosningar, hefði mátt vera ljóst hlutverk Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, í hátíðardagskrá þingfundarins sem haldinn var á Þingvöllum síðastliðinn miðvikudag. 20. júlí 2018 16:07 Skiptar skoðanir Dana um Kjærsgaard-málið Fjölmiðlar í Danmörku hafa sýnt eftirköstum hátíðarfundarins á Þingvöllum mikinn áhuga. Virkir Danir í athugasemdum fara einnig mikinn bæði í útlendingaandúð og skoðanaskiptum um móttökurnar sem Pia fékk hér á landi. 20. júlí 2018 06:00 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar er ekki sáttur við stefnubreytingu danskra jafnaðarmanna í útlendingamálum sem beri keim af því að flokkurinn sé að reyna að ná sér í skammtíma vinsældir. Það gefi Piu Kjærsgaard hins vegar ekki fjarvistarsönnun frá skoðunum hennar að gegna embætti forseta danska þingsins. Jón Þór Ólafsson fulltrúi Pírata í forsætisnefnd Alþingis hefur óskað eftir því skriflega að fá allar upplýsingar um hvernig það var ákveðið að Pia Kjærsgaard forseti danska þingsins skyldi ávarpa hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum, sem Píratar ákváðu að hundsa vegna nærveru hennar. Hún gerði lítið úr þessum aðgerðum Pírata og mótmælum formanns og þingmanns Samfylkingarinnar í fréttum okkar í gær. „En ef menn vilja endilega ræða þessi mál gæti verið að sósíaldemókratar á Íslandi ættu að kynna sér stefnu systurflokka víða um Evrópu og einnig í Danmörku,“ sagði Kjærsgaard meðal annars. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir mikilvægt að samstaða myndist um mannúðlega stefnu í innflytjenda- og flóttamannamálum í Evrópu. „Ég hef tekið eftir því að hún er farin að skipta sér af því hvernig við störfum og hvernig við högum okkur og hefur jafnvel skoðun á því hvernig við erum alin upp. Staðreyndin er auðvitað sú að þetta var þingfundur. Við viljum auðvitað bara koma okkar sjónarmiðum á framfæri á 100 ára afmæli fullveldisins,“ segir Logi. Hann þekki vel til nýlegrar stefnubreytingar danskra jafnaðarmanna í útlendingamálum undir formennsku Mette Frederiksen þar sem talað sé um gettó og jafnvel þyngri refsingar í hverfum þar sem aðrir en fólk af vestrænum uppruna búi. „Hins vegar göngumst við náttúrlega ekki undir allt það sem systurflokkar okkar eða flokkar sem aðhyllast jafnaðarstefnuna í Evrópu gera,“ segir Logi. Mette Frederiksen hafi afhent honum eintak af þessari stefnu í febrúar og þá hafi hann gagnrýnt stefnubreytinguna. „Ég er pínu hugsi yfir því ef flokkar ætla að hrekjast frá grunngildum jafnaðarstefnunnar í leit að auðfengnum atkvæðum,“ segir Logi. Formaður Samfylkingarinnar segir erfitt að aðskilja stjórnmálamanninn Piu Kjærsgaard og forseta danska þingsins. Síðan sé engin hefð fyrir því að erlendir stjórnmálamenn ávarpi fundi Alþingis. „Þú getur aldrei útilokað persónuna frá embættinu. Þrátt fyrir allt er hún komin í þetta embætti vegna sinnar stefnu, sinna skoðana, vegna hennar styrks í kosningum. Það gefur henni í rauninni ekki fjarvistarsönnun frá því að standa fyrir það sem hún stendur,“ segir Logi Einarsson.
Tengdar fréttir Krefst þess að Steingrímur leiðrétti ummæli sín Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur reynt að ná sínum sjónarmiðum fram í dönskum fjölmiðlum. 20. júlí 2018 12:47 Hlutverk Kjærsgaard í hátíðardagskrá kynnt forsætisnefnd í ágúst í fyrra Fulltrúum, sem sátu í forsætisnefnd Alþingis fyrir síðustu kosningar, hefði mátt vera ljóst hlutverk Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, í hátíðardagskrá þingfundarins sem haldinn var á Þingvöllum síðastliðinn miðvikudag. 20. júlí 2018 16:07 Skiptar skoðanir Dana um Kjærsgaard-málið Fjölmiðlar í Danmörku hafa sýnt eftirköstum hátíðarfundarins á Þingvöllum mikinn áhuga. Virkir Danir í athugasemdum fara einnig mikinn bæði í útlendingaandúð og skoðanaskiptum um móttökurnar sem Pia fékk hér á landi. 20. júlí 2018 06:00 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Sjá meira
Krefst þess að Steingrímur leiðrétti ummæli sín Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur reynt að ná sínum sjónarmiðum fram í dönskum fjölmiðlum. 20. júlí 2018 12:47
Hlutverk Kjærsgaard í hátíðardagskrá kynnt forsætisnefnd í ágúst í fyrra Fulltrúum, sem sátu í forsætisnefnd Alþingis fyrir síðustu kosningar, hefði mátt vera ljóst hlutverk Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, í hátíðardagskrá þingfundarins sem haldinn var á Þingvöllum síðastliðinn miðvikudag. 20. júlí 2018 16:07
Skiptar skoðanir Dana um Kjærsgaard-málið Fjölmiðlar í Danmörku hafa sýnt eftirköstum hátíðarfundarins á Þingvöllum mikinn áhuga. Virkir Danir í athugasemdum fara einnig mikinn bæði í útlendingaandúð og skoðanaskiptum um móttökurnar sem Pia fékk hér á landi. 20. júlí 2018 06:00