Horfist í augu við nýjan veruleika: „Get til viðbótar slegið frá mér“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 21. júlí 2018 20:00 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir það nýjan veruleika að kljást við skyndileg og óvænt veikindi. Hann er vongóður um að geta sinnt starfinu af fullum krafti í haust, en treystir á gott samstarfsfólk gangi það ekki eftir.Frétt Vísis: Var fyrst í hálfgerðri afneitun Í viðtali við Fréttablaðið í morgun greindi Dagur frá því að hann hefði nýlega greinst með svokallaða fylgigigt. Sjúkdómurinn getur valdið talsvert skertri hreyfigetu og lagst á allar slímhúðir líkamans. Dagur segir það vissulega hafa verið nokkurt áfall að fá tíðindin. „Fyrir einhvern sem er vanur því að vera manna hraustastur, að taka það inn í sjálfsmyndina að næstu mánuðir og kannski einhver ár þá þurfi maður að vera í sterkri lyfjagjöf og eftirliti og passa sig á allt annan hátt, það er bara nýr veruleiki,“ segir Dagur.Einkennum haldið niðri með lyfjum Talið er að orsökin sé sýking sem Dagur fékk í kviðarholið síðasta haust. Lyfin sem hann tekur nú eru m.a. notuð til að meðhöndla ákveðnar tegundir krabbameins og er lyfjagjöfin nokkuð þung. Sjúkdómurinn ræðst á ónæmiskerfið og getur lagst á fjölmörg líffæri, en markmiðið er að halda einkennunum niðri. „Hann er læknanlegur, það eru nokkuð margir sem losna alveg, en alltaf einhver hópur sem er áfram krónískt með gigtareinkenni,“ segir Dagur. Þessa stundina er Dagur í fríi í faðmi fjölskyldunnar og kattarins Mumma. Framundan er þó haustið í nýjum borgarstjórnarmeirihluta. Hann er bjartsýnn á að geta sinnt starfinu af krafti, en ætlar þó að láta heilsuna ganga fyrir.Treystir á gott samstarfsfólk „Ég er auðvitað með frábært samstarfsfólk, bæði í nýjum meirihluta og í Ráðhúsinu, þannig að ég kvíði því ekki – ég bara hlakka til vetrarins. En þetta er óneitanlega ný staða fyrir hvern sem er og eitthvað sem maður þarf líka að bera virðingu fyrir. Ég þarf líka bara að sjá hvernig þetta þróast og hvernig gengur að ná utan um þetta,“ segir Dagur. Verkefni síðustu og næstu daga sé hins vegar fyrst og fremst að venjast nýjum takti, nýjum veruleika. „Nú geng ég við staf, það er auðvitað breyting, en ég held bara ótrauður áfram og get til viðbótar slegið frá mér ef því er að skipta,“ segir Dagur glettinn. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir það nýjan veruleika að kljást við skyndileg og óvænt veikindi. Hann er vongóður um að geta sinnt starfinu af fullum krafti í haust, en treystir á gott samstarfsfólk gangi það ekki eftir.Frétt Vísis: Var fyrst í hálfgerðri afneitun Í viðtali við Fréttablaðið í morgun greindi Dagur frá því að hann hefði nýlega greinst með svokallaða fylgigigt. Sjúkdómurinn getur valdið talsvert skertri hreyfigetu og lagst á allar slímhúðir líkamans. Dagur segir það vissulega hafa verið nokkurt áfall að fá tíðindin. „Fyrir einhvern sem er vanur því að vera manna hraustastur, að taka það inn í sjálfsmyndina að næstu mánuðir og kannski einhver ár þá þurfi maður að vera í sterkri lyfjagjöf og eftirliti og passa sig á allt annan hátt, það er bara nýr veruleiki,“ segir Dagur.Einkennum haldið niðri með lyfjum Talið er að orsökin sé sýking sem Dagur fékk í kviðarholið síðasta haust. Lyfin sem hann tekur nú eru m.a. notuð til að meðhöndla ákveðnar tegundir krabbameins og er lyfjagjöfin nokkuð þung. Sjúkdómurinn ræðst á ónæmiskerfið og getur lagst á fjölmörg líffæri, en markmiðið er að halda einkennunum niðri. „Hann er læknanlegur, það eru nokkuð margir sem losna alveg, en alltaf einhver hópur sem er áfram krónískt með gigtareinkenni,“ segir Dagur. Þessa stundina er Dagur í fríi í faðmi fjölskyldunnar og kattarins Mumma. Framundan er þó haustið í nýjum borgarstjórnarmeirihluta. Hann er bjartsýnn á að geta sinnt starfinu af krafti, en ætlar þó að láta heilsuna ganga fyrir.Treystir á gott samstarfsfólk „Ég er auðvitað með frábært samstarfsfólk, bæði í nýjum meirihluta og í Ráðhúsinu, þannig að ég kvíði því ekki – ég bara hlakka til vetrarins. En þetta er óneitanlega ný staða fyrir hvern sem er og eitthvað sem maður þarf líka að bera virðingu fyrir. Ég þarf líka bara að sjá hvernig þetta þróast og hvernig gengur að ná utan um þetta,“ segir Dagur. Verkefni síðustu og næstu daga sé hins vegar fyrst og fremst að venjast nýjum takti, nýjum veruleika. „Nú geng ég við staf, það er auðvitað breyting, en ég held bara ótrauður áfram og get til viðbótar slegið frá mér ef því er að skipta,“ segir Dagur glettinn.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Sjá meira