Rekstrarstjóri lítur atvikið alvarlegum augum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. júlí 2018 14:25 Á mynd sést pressugámur á borð við þann sem hinn 15 ára starfsmaðurinn lenti í. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Anton Brink „Við tökum þessum tilmælum og lítum þetta atvik alvarlegum augum og bregðumst við í samræmi við það,“ segir Helgi Pálsson, rekstrarstjóri Gámaþjónustu Norðurlands ehf., um eftirlitsskýrslu Vinnueftirlitsins en stofnunin fer fram á umbætur á aðbúnaði starfsfólks. Vinnueftirlitið heimsótti starfsstöðvar Gámaþjónustu Norðurlands í gær vegna þess að fótur 15 ára unglings festist í pressugámi þegar hann var að störfum fyrir helgi. Eftir að hafa gaumgæft aðstæður krefst Vinnueftirlitið úrbóta af hálfu fyrirtækisins. „Þetta er í raun yfirsjón hans og hann metur kannski ekki hættuna eins og vera skyldi og fer þarna ofan í [pressugáminn] til þess að ýta á eftir ruslinu ofan í pressuhólfið og á meðan er pressan í gangi. Þá nær hann að klemma fótinn á milli,“ segir Helgi um tildrög slyssins. Drengurinn marðist á fæti og er skelkaður eftir atvikið. Hann er ekki kominn til vinnu en þegar hann snýr aftur til starfa verður hann settur í önnur störf hjá Gámaþjónustunni.Yfirsjón og mistök í skipulagi Helgi talar um yfirsjón og mistök í skipulagi af hálfu yfirmanna þegar hann er inntur eftir viðbrögðum. Hann segir að alla jafna séu tveir starfsmenn á gámasvæðinu á opnunartíma og að minnsta kosti annar þeirra þurfi að vera eldri en 18 ára. „Í þessu tilfelli eru þeir báðir of ungir en alla jafna er þarna eldri starfsmaður ásamt þá stundum einhverjum yngri. Það er í sjálfu sér í lagi á meðan sá eldri hefur burði til þess að hafa mannaforráð og stýra þeim yngri.“ Það hafi verið yfirsjón og mistök í skipulagi sem hafi orðið til þess að báðir starfsmennirnir hafi verið yngri en 18 ára á föstudagsvaktinni.Krafist úrbóta Í eftirlitsskýrslu Vinnueftirlitsins er farið fram á útbætur af hálfu Gámaþjónustunnar. Annars vegar er farið fram á að Gámaþjónustan endurskoði áhættumat fyrir vinnu á gámasvæðinu, vinnu við pressugáma og vinnu barna og unglinga og hins vegar er vinna barna og unglinga undir 18 ára við pressugáma og önnur hættuleg tæki bönnuð. „Vinna barna og unglinga við gámasvæði Akureyringa við Réttarhvamm er bönnuð nema þau starfi með fullorðnum eða þeim sem náð hefur 18 ára aldri,“ segir í skýrslunni. Aðspurður segir Helgi að hann velti því fyrir sér hvort nægjanlega vel hefði verið staðið að kynningu á þessum þáttum fyrir starfsmönnum. „Við erum strax byrjuð að taka á því,“ bætir Helgi við.Lögreglan með málið í skoðun Jónas Halldór Sigurðsson, staðgengill yfirmanns rannsóknardeildar Lögreglunnar á Norðurlandi eystra, segir að málið sé í skoðun en að kæra hafi ekki borist lögreglu með formlegum hætti. Tengdar fréttir Fimmtán ára lenti í pressugámi við ólöglega vinnu hjá Gámaþjónustu Norðurlands Vinnueftirlitið hefur stöðvað vinnu barna og unglinga við gámasvæði fyrirtækisins Gámaþjónustu Norðurlands ehf. 23. júlí 2018 18:54 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
„Við tökum þessum tilmælum og lítum þetta atvik alvarlegum augum og bregðumst við í samræmi við það,“ segir Helgi Pálsson, rekstrarstjóri Gámaþjónustu Norðurlands ehf., um eftirlitsskýrslu Vinnueftirlitsins en stofnunin fer fram á umbætur á aðbúnaði starfsfólks. Vinnueftirlitið heimsótti starfsstöðvar Gámaþjónustu Norðurlands í gær vegna þess að fótur 15 ára unglings festist í pressugámi þegar hann var að störfum fyrir helgi. Eftir að hafa gaumgæft aðstæður krefst Vinnueftirlitið úrbóta af hálfu fyrirtækisins. „Þetta er í raun yfirsjón hans og hann metur kannski ekki hættuna eins og vera skyldi og fer þarna ofan í [pressugáminn] til þess að ýta á eftir ruslinu ofan í pressuhólfið og á meðan er pressan í gangi. Þá nær hann að klemma fótinn á milli,“ segir Helgi um tildrög slyssins. Drengurinn marðist á fæti og er skelkaður eftir atvikið. Hann er ekki kominn til vinnu en þegar hann snýr aftur til starfa verður hann settur í önnur störf hjá Gámaþjónustunni.Yfirsjón og mistök í skipulagi Helgi talar um yfirsjón og mistök í skipulagi af hálfu yfirmanna þegar hann er inntur eftir viðbrögðum. Hann segir að alla jafna séu tveir starfsmenn á gámasvæðinu á opnunartíma og að minnsta kosti annar þeirra þurfi að vera eldri en 18 ára. „Í þessu tilfelli eru þeir báðir of ungir en alla jafna er þarna eldri starfsmaður ásamt þá stundum einhverjum yngri. Það er í sjálfu sér í lagi á meðan sá eldri hefur burði til þess að hafa mannaforráð og stýra þeim yngri.“ Það hafi verið yfirsjón og mistök í skipulagi sem hafi orðið til þess að báðir starfsmennirnir hafi verið yngri en 18 ára á föstudagsvaktinni.Krafist úrbóta Í eftirlitsskýrslu Vinnueftirlitsins er farið fram á útbætur af hálfu Gámaþjónustunnar. Annars vegar er farið fram á að Gámaþjónustan endurskoði áhættumat fyrir vinnu á gámasvæðinu, vinnu við pressugáma og vinnu barna og unglinga og hins vegar er vinna barna og unglinga undir 18 ára við pressugáma og önnur hættuleg tæki bönnuð. „Vinna barna og unglinga við gámasvæði Akureyringa við Réttarhvamm er bönnuð nema þau starfi með fullorðnum eða þeim sem náð hefur 18 ára aldri,“ segir í skýrslunni. Aðspurður segir Helgi að hann velti því fyrir sér hvort nægjanlega vel hefði verið staðið að kynningu á þessum þáttum fyrir starfsmönnum. „Við erum strax byrjuð að taka á því,“ bætir Helgi við.Lögreglan með málið í skoðun Jónas Halldór Sigurðsson, staðgengill yfirmanns rannsóknardeildar Lögreglunnar á Norðurlandi eystra, segir að málið sé í skoðun en að kæra hafi ekki borist lögreglu með formlegum hætti.
Tengdar fréttir Fimmtán ára lenti í pressugámi við ólöglega vinnu hjá Gámaþjónustu Norðurlands Vinnueftirlitið hefur stöðvað vinnu barna og unglinga við gámasvæði fyrirtækisins Gámaþjónustu Norðurlands ehf. 23. júlí 2018 18:54 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Fimmtán ára lenti í pressugámi við ólöglega vinnu hjá Gámaþjónustu Norðurlands Vinnueftirlitið hefur stöðvað vinnu barna og unglinga við gámasvæði fyrirtækisins Gámaþjónustu Norðurlands ehf. 23. júlí 2018 18:54
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent