Býst við að halda sætinu í liðinu Hjörvar Ólafsson skrifar 25. júlí 2018 16:30 Leikmenn Norrköping fagna innilega einu af þremur deildarmörkum Skagamannsins Arnórs Sigurðssonar. vísir/Getty Arnór Sigurðsson hefur verið að komast í æ stærra hlutverk hjá sænska liðinu Norrköping sem er í toppbaráttu sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla. Arnór hefur skorað þrjú mörk í 13 leikjum á tímabilinu og þar að auki lagt upp þrjú mörk fyrir samherja sína. Mörkin hafa skilað liðinu sex stigum, en eftir að hafa komið inn á af varamannabekknum í upphafi leiktíðarinnar hefur hann fest sig í sessi á vinstri vængnum hjá liðinu. „Ég er að spila á vinstri kantinum í leikkerfinu 3-4-3 og kann bara mjög vel við mig í þeirri stöðu. Það er svo þægilegt að hafa Gumma [Guðmund Þórarinsson] í vinstri vængbakverðinum og við höfum verið að ná vel saman vinstra megin á vellinum. Ég er að upplagi miðjumaður og gæti líka leyst af þar ef þess þyrfti. Þetta er lið sem vill spila boltanum með jörðinni og spilar skemmtilegan sóknarfótbolta. Sá leikstíll hentar mér mjög vel,“ sagði Arnór í samtali við Fréttablaðið um hlutverk sitt hjá liðinu. „Ég er búinn að byrja sex af síðustu sjö leikjum og standa mig vel að mínu mati. Ég held að ég sé búinn að tryggja mér þessa stöðu eins og staðan er núna og það væri sérstakt að taka mig út úr liðinu þegar tekið er mið af því hversu vel ég hef verið að spila og að árangur liðsins hefur verið góður í þeim leikjum þar sem ég hef verið í byrjunarliðinu,“ sagði hann um síðustu leik hjá liðinu. „Þegar ég kom hingað fyrir tæpu einu og hálfu ári þá var ég bara 17 ára gamall og það var bara geggjað að æfa með aðalliðinu. Mér fannst ég hins vegar í upphafi þessa tímabils vera kominn á þann stað að geta gert mig gildandi með liðinu. Það er ofboðslega gaman að vera í liði sem er í toppbaráttu í Svíþjóð og smá viðbrigði að spila reglulega fyrir framan 20.000 manns,“ sagði hann enn fremur um þróun sína hjá sænska liðinu. Norrköping, sem er í öðru til þriðja sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Hauki Heiðari Haukssyni og félögum hans hjá AIK sem tróna á toppi deildarinnar er hálfgerð Íslendinganýlenda. Auk Arnórs og Guðmundar er Jón Guðni Fjóluson í lykilhlutverki í vörn liðsins og Alfons Sampsted er einnig á mála hjá liðinu. „Mér líður mjög vel hérna í Norrköping, þetta er fallegur bær og Svíar hafa komið mér skemmtilega á óvart. Það skemmir ekki fyrir að hafa svona marga íslenska leikmenn með sér í liðinu og svo eru vinir og ættingjar duglegir að heimsækja mig. Nú er bara vonandi að mér og liðinu haldi áfram að ganga svona vel. Ég vona svo að þessi góða frammistaða mín skili mér fleiri leikjum með U-21 árs landsliðinu,“ sagði þessi geðþekki 19 ára gamli Skagastrákur sem fékk smjörþefinn af U-21 árs liðinu þegar hann spilaði í vináttuleik með liðinu gegn Írlandi í mars fyrr á þessu ári. Norðurlönd Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Sjá meira
Arnór Sigurðsson hefur verið að komast í æ stærra hlutverk hjá sænska liðinu Norrköping sem er í toppbaráttu sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla. Arnór hefur skorað þrjú mörk í 13 leikjum á tímabilinu og þar að auki lagt upp þrjú mörk fyrir samherja sína. Mörkin hafa skilað liðinu sex stigum, en eftir að hafa komið inn á af varamannabekknum í upphafi leiktíðarinnar hefur hann fest sig í sessi á vinstri vængnum hjá liðinu. „Ég er að spila á vinstri kantinum í leikkerfinu 3-4-3 og kann bara mjög vel við mig í þeirri stöðu. Það er svo þægilegt að hafa Gumma [Guðmund Þórarinsson] í vinstri vængbakverðinum og við höfum verið að ná vel saman vinstra megin á vellinum. Ég er að upplagi miðjumaður og gæti líka leyst af þar ef þess þyrfti. Þetta er lið sem vill spila boltanum með jörðinni og spilar skemmtilegan sóknarfótbolta. Sá leikstíll hentar mér mjög vel,“ sagði Arnór í samtali við Fréttablaðið um hlutverk sitt hjá liðinu. „Ég er búinn að byrja sex af síðustu sjö leikjum og standa mig vel að mínu mati. Ég held að ég sé búinn að tryggja mér þessa stöðu eins og staðan er núna og það væri sérstakt að taka mig út úr liðinu þegar tekið er mið af því hversu vel ég hef verið að spila og að árangur liðsins hefur verið góður í þeim leikjum þar sem ég hef verið í byrjunarliðinu,“ sagði hann um síðustu leik hjá liðinu. „Þegar ég kom hingað fyrir tæpu einu og hálfu ári þá var ég bara 17 ára gamall og það var bara geggjað að æfa með aðalliðinu. Mér fannst ég hins vegar í upphafi þessa tímabils vera kominn á þann stað að geta gert mig gildandi með liðinu. Það er ofboðslega gaman að vera í liði sem er í toppbaráttu í Svíþjóð og smá viðbrigði að spila reglulega fyrir framan 20.000 manns,“ sagði hann enn fremur um þróun sína hjá sænska liðinu. Norrköping, sem er í öðru til þriðja sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Hauki Heiðari Haukssyni og félögum hans hjá AIK sem tróna á toppi deildarinnar er hálfgerð Íslendinganýlenda. Auk Arnórs og Guðmundar er Jón Guðni Fjóluson í lykilhlutverki í vörn liðsins og Alfons Sampsted er einnig á mála hjá liðinu. „Mér líður mjög vel hérna í Norrköping, þetta er fallegur bær og Svíar hafa komið mér skemmtilega á óvart. Það skemmir ekki fyrir að hafa svona marga íslenska leikmenn með sér í liðinu og svo eru vinir og ættingjar duglegir að heimsækja mig. Nú er bara vonandi að mér og liðinu haldi áfram að ganga svona vel. Ég vona svo að þessi góða frammistaða mín skili mér fleiri leikjum með U-21 árs landsliðinu,“ sagði þessi geðþekki 19 ára gamli Skagastrákur sem fékk smjörþefinn af U-21 árs liðinu þegar hann spilaði í vináttuleik með liðinu gegn Írlandi í mars fyrr á þessu ári.
Norðurlönd Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Sjá meira