Evrópuþjóðir bjóðast til að aðstoða Grikki við slökkvistarfið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. júlí 2018 06:00 Eldarnir eru gríðarlegir umfangs og er eyðileggingin mikil. Vísir/Getty Að minnsta kosti sjötíu og fjórir hafa farist í skógareldum á Attíkuskaga nærri grísku höfuðborginni Aþenu. Þetta eru langmannskæðustu skógareldar þar í landi frá því 84 hið minnsta létu lífið í eldum á eyjunni Euboea og Attíku- og Pelópsskaga árið 2007. Sett hefur verið upp neyðarlína, 199, svo Grikkir geti tilkynnt um að einhvers sé saknað og er óttast um að tala látinna hækki enn. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur boðist til að senda Þjóðverja til Grikklands til að aðstoða við slökkvistarf. „Á þessum erfiðu tímum stendur Þýskaland með grískum vinum sínum. Þið getið verið viss um að við erum viljug til þess að rétta ykkur hjálparhönd,“ var haft eftir kanslaranum á enskumælandi vef gríska blaðsins Kathimerini. Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, vottaði Grikkjum samúð sína á Twitter og tilkynnti að Ítalir gætu sent tvær flugvélar, sérútbúnar til slökkvistarfs, til Grikklands. Slíkar vélar hafa einnig verið sendar til Svíþjóðar þar sem tugir elda hafa logað að undanförnu. Grískir miðlar hafa flutt fjölda frétta af harmleiknum. Í viðtali við Skai TV sagði Nikos Economopoulos, framkvæmdastjóri gríska Rauða krossins, frá því að sveitir Rauða krossins hafi fundið hóp 26 fórnarlamba hamfaranna, börn þar á meðal, liggja í faðmlögum uppi á kletti. „Þau reyndu að finna leið út úr eldhafinu en því miður komst þetta fólk og þessi börn ekki út í tæka tíð. Þegar endirinn nálgaðist féllst fólkið í faðma.“ Landhelgisgæslan og áhafnir annarra báta hafa bjargað nærri 700 sem höfðu komið sér niður á strönd og náð nítján lifandi og fjórum látnum úr hafinu Birtist í Fréttablaðinu Skógareldar Tengdar fréttir Flúðu út í sjó og horfðu á vini sína drukkna Tala látinna í skógareldunum í Grikklandi er nú komin í 74 en búist er við að hún muni verða hærri. 24. júlí 2018 14:52 Fimmtíu látnir í skógareldum í Grikklandi Grísk stjórnvöld hafa kallað eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins til að ráða niðurlögum þeirra. 24. júlí 2018 06:21 26 menn, konur og börn fundust látin í faðmlögum Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Grikklandi en minnst 60 eru látnir vegna gífurlegra skógarelda nærri Aþenu. 24. júlí 2018 11:50 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Að minnsta kosti sjötíu og fjórir hafa farist í skógareldum á Attíkuskaga nærri grísku höfuðborginni Aþenu. Þetta eru langmannskæðustu skógareldar þar í landi frá því 84 hið minnsta létu lífið í eldum á eyjunni Euboea og Attíku- og Pelópsskaga árið 2007. Sett hefur verið upp neyðarlína, 199, svo Grikkir geti tilkynnt um að einhvers sé saknað og er óttast um að tala látinna hækki enn. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur boðist til að senda Þjóðverja til Grikklands til að aðstoða við slökkvistarf. „Á þessum erfiðu tímum stendur Þýskaland með grískum vinum sínum. Þið getið verið viss um að við erum viljug til þess að rétta ykkur hjálparhönd,“ var haft eftir kanslaranum á enskumælandi vef gríska blaðsins Kathimerini. Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, vottaði Grikkjum samúð sína á Twitter og tilkynnti að Ítalir gætu sent tvær flugvélar, sérútbúnar til slökkvistarfs, til Grikklands. Slíkar vélar hafa einnig verið sendar til Svíþjóðar þar sem tugir elda hafa logað að undanförnu. Grískir miðlar hafa flutt fjölda frétta af harmleiknum. Í viðtali við Skai TV sagði Nikos Economopoulos, framkvæmdastjóri gríska Rauða krossins, frá því að sveitir Rauða krossins hafi fundið hóp 26 fórnarlamba hamfaranna, börn þar á meðal, liggja í faðmlögum uppi á kletti. „Þau reyndu að finna leið út úr eldhafinu en því miður komst þetta fólk og þessi börn ekki út í tæka tíð. Þegar endirinn nálgaðist féllst fólkið í faðma.“ Landhelgisgæslan og áhafnir annarra báta hafa bjargað nærri 700 sem höfðu komið sér niður á strönd og náð nítján lifandi og fjórum látnum úr hafinu
Birtist í Fréttablaðinu Skógareldar Tengdar fréttir Flúðu út í sjó og horfðu á vini sína drukkna Tala látinna í skógareldunum í Grikklandi er nú komin í 74 en búist er við að hún muni verða hærri. 24. júlí 2018 14:52 Fimmtíu látnir í skógareldum í Grikklandi Grísk stjórnvöld hafa kallað eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins til að ráða niðurlögum þeirra. 24. júlí 2018 06:21 26 menn, konur og börn fundust látin í faðmlögum Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Grikklandi en minnst 60 eru látnir vegna gífurlegra skógarelda nærri Aþenu. 24. júlí 2018 11:50 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Flúðu út í sjó og horfðu á vini sína drukkna Tala látinna í skógareldunum í Grikklandi er nú komin í 74 en búist er við að hún muni verða hærri. 24. júlí 2018 14:52
Fimmtíu látnir í skógareldum í Grikklandi Grísk stjórnvöld hafa kallað eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins til að ráða niðurlögum þeirra. 24. júlí 2018 06:21
26 menn, konur og börn fundust látin í faðmlögum Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Grikklandi en minnst 60 eru látnir vegna gífurlegra skógarelda nærri Aþenu. 24. júlí 2018 11:50