Innlent

Ökumenn sýni aðgát á Austurlandi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það gæti blásið á Höfn í Hornafirði í dag.
Það gæti blásið á Höfn í Hornafirði í dag. Vísir/pjetur

Áfram er gul viðvörun í gildi á suðausturhorni landsins. Þar má búast við hviðóttum vindi í dag, að jafnaði 13 til 20 m/s, en í Mýrdal og í Öræfum má búast við hviðum yfir 30 m/s fram yfir hádegi. Því ættu ökumenn á stórum bifreiðum, eða þeim sem taka á sig mikinn vind, að sýna sérstaka aðgát.

Í öðrum landshlutum, og á Suðausturlandi í kvöld, verður vindur hægari, yfirleitt 8-13 m/s.

Veðurfræðingur segir að nú sé um 992 mb lægð er núna um 500 km suður af Hornafirði og er hún á leið norður en hitaskil frá henni muni ganga upp á landið nú með morgninum.

Það muni því rigna, fyrst við Suðausturströndina þegar að skilin koma upp að landinu á leið sinni norðvestur en á Vestfjörðum hangir líklega þurrt fram á nótt.

Því verður dálítli rigning um tíma í öllum landshlutum, en suðaustantil og á Austfjörðum má búast við talsverðri úrkomu, jafnvel mikilli um tíma síðdegis, en það dregur úr henni í kvöld og snemma í nótt verður yfirleitt þurrt þar.

Hitinn verður víða 9 til 16 stig að deginum en hlýnar heldur á morgun.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:
Hæg austlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum en dálítil rigning á Austfjörðum og Suðausturlandi. Hiti 9 til 19 stig, svalast á Vestfjörðum.

Á laugardag:
Austlæg átt, 5-13 m/s og fer að rigna, fyrst austantil. Styttir upp norðanlands um kvöldið. Hiti 11 til 18 stig, hlýjast á Norðurlandi.

Á sunnudag:
Austan 5-13 m/s og rigning eða súld með köflum. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Vesturlandi.

Á mánudag:
Austan og suðaustan 8-13 m/s og rigning, en úrkomulítið um vestanvert landið. Hiti 12 til 18 stig að deignum.

Á þriðjudag og miðvikudag:
Útlit fyrir suðaustanátt og rigninu suðaustanlands en lengst af þurrt í öðrum landshlutum. Hiti 11 til 17 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.