Innlent

Varað við hvassviðri á Suðausturlandi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Eins og sjá má á þessu vindaspákorti morgundagsins verður veðrið ekki álitlegt suðaustanlands á morgun.
Eins og sjá má á þessu vindaspákorti morgundagsins verður veðrið ekki álitlegt suðaustanlands á morgun. veðurstofa íslands
Veðurstofan varar við norðaustan hvassviðri á Suðausturlandi á morgun en gul viðvörun vegna veðursins er í gildi frá klukkan 8 í fyrramálið til klukkan 14.

 

Á vef Veðurstofunnar segir að spá sé 13 til 20 metrum á sekúndu en hvassast verður í Öræfum og Mýrdal þar sem vindhviður geta náð 30 metrum á sekúndu.

Er veðrið varasamt ökutækjum sem eru viðkvæm fyrir vindi en í Öræfum á milli Skaftafells og Hofs má gera ráð fyrir snörpum hviðum þvert á veg, allt að 35 metrum á sekúndu á milli klukkan 8 og 12 að því er segir í tilkynningu Vegagerðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×