Innlent

Varað við hvassviðri á Suðausturlandi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Eins og sjá má á þessu vindaspákorti morgundagsins verður veðrið ekki álitlegt suðaustanlands á morgun.
Eins og sjá má á þessu vindaspákorti morgundagsins verður veðrið ekki álitlegt suðaustanlands á morgun. veðurstofa íslands

Veðurstofan varar við norðaustan hvassviðri á Suðausturlandi á morgun en gul viðvörun vegna veðursins er í gildi frá klukkan 8 í fyrramálið til klukkan 14.
 
Á vef Veðurstofunnar segir að spá sé 13 til 20 metrum á sekúndu en hvassast verður í Öræfum og Mýrdal þar sem vindhviður geta náð 30 metrum á sekúndu.

Er veðrið varasamt ökutækjum sem eru viðkvæm fyrir vindi en í Öræfum á milli Skaftafells og Hofs má gera ráð fyrir snörpum hviðum þvert á veg, allt að 35 metrum á sekúndu á milli klukkan 8 og 12 að því er segir í tilkynningu Vegagerðarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.