PewDiePie biðst afsökunar á „ónærgætnu“ gríni um Demi Lovato Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júlí 2018 18:00 Rúmlega 64,5 milljónir fylgjast með ævintýrum hins sænska á Youtube. Vísir/Getty Stærsta Youtube-stjarna heims, Svíinn Felix Kjellberg, hefur beðist afsökunar á gríni sem hann gerði á kostnað söngkonunnar Demi Lovato. Söngkonan var lögð inn á spítala á dögunum vegna ofneyslu fíkniefna og er nú á batavegi. Kjellberg, sem er hvað þekktastur sem PewDiePie, gantaðist með spítalainnlögnina á ljósmynd sem hann deildi með tugum milljóna fylgjenda sinna. Á myndinni mátti sjá söngkonuna biðja um peninga fyrir hamborgara - sem hún notaði svo til að kaupa fíkniefni. Fylgjendur PewDiePie brugðust ókvæða við myndbirtingunni og gagnrýndu hetjuna sína harðlega. Að endingu fjarlægði Svíinn myndina og baðst innilegrar afsökunar. „Eyddi myndinni. Ég meinti ekki neitt með henni og ég áttaði mig ekki fyllilega á aðstæðum,“ sagði PewDiePie. „Ég fatta núna að hún var ónærgætin, fyrirgefiði!“ Youtube-stjarnan ratar reglulega í fréttirnar fyrir óvarleg ummæli sín og umdeildar yfirlýsingar. Svíinn var til að mynda gagnrýndur harðlega í fyrra fyrir það sem talið var vera gyðinga- og kynþáttahatur. Hann hefur þó ætíð verið fljótur að biðjast afsökunar þegar netheimar snúast gegn honum. Alls fylgja rúmlega 64,5 milljónir manna með uppátækjum PewDiePie á Youtube - sem gerir hann að vinsælasta efnisframleiðandanum á myndbandaveitunni. Miðlar vestanhafs greina frá því að Demi Lovato hafi samþykkt að fara í meðferð við vímuefnafíkn sinni. Hætt hefur verið við alla tónleika hennar og tónleikaferðalagi hennar um Mið- og Suður-Ameríku verið skotið á frest. Tónlist Tengdar fréttir Fjölskyldan óttaðist að Lovato væri komin í vondan félagsskap Bandaríska söngkonan Demi Lovato hefur áður talað opinskátt um fíkn og geðsjúkdóma. 28. júlí 2018 09:55 Demi Lovato var í mikilli lífshættu og er á leiðinni í meðferð Söngkonan Demi Lovato fer í meðferð þegar hún verður útskrifuð af Cedars-Sinai sjúkrahúsinu í Los Angeles en þetta hefur CNN eftur áreiðanlegum heimildum. 27. júlí 2018 10:30 Stjörnurnar senda kveðjur til Lovato sem er komin til meðvitundar Bandaríska söngkonan Demi Lovato er komin til meðvitundar en hún var flutt á sjúkrahús í Los Angeles í gær vegna gruns um að hafa tekið inn of stóran skammt af heróíni. 25. júlí 2018 10:30 Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Fleiri fréttir Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjá meira
Stærsta Youtube-stjarna heims, Svíinn Felix Kjellberg, hefur beðist afsökunar á gríni sem hann gerði á kostnað söngkonunnar Demi Lovato. Söngkonan var lögð inn á spítala á dögunum vegna ofneyslu fíkniefna og er nú á batavegi. Kjellberg, sem er hvað þekktastur sem PewDiePie, gantaðist með spítalainnlögnina á ljósmynd sem hann deildi með tugum milljóna fylgjenda sinna. Á myndinni mátti sjá söngkonuna biðja um peninga fyrir hamborgara - sem hún notaði svo til að kaupa fíkniefni. Fylgjendur PewDiePie brugðust ókvæða við myndbirtingunni og gagnrýndu hetjuna sína harðlega. Að endingu fjarlægði Svíinn myndina og baðst innilegrar afsökunar. „Eyddi myndinni. Ég meinti ekki neitt með henni og ég áttaði mig ekki fyllilega á aðstæðum,“ sagði PewDiePie. „Ég fatta núna að hún var ónærgætin, fyrirgefiði!“ Youtube-stjarnan ratar reglulega í fréttirnar fyrir óvarleg ummæli sín og umdeildar yfirlýsingar. Svíinn var til að mynda gagnrýndur harðlega í fyrra fyrir það sem talið var vera gyðinga- og kynþáttahatur. Hann hefur þó ætíð verið fljótur að biðjast afsökunar þegar netheimar snúast gegn honum. Alls fylgja rúmlega 64,5 milljónir manna með uppátækjum PewDiePie á Youtube - sem gerir hann að vinsælasta efnisframleiðandanum á myndbandaveitunni. Miðlar vestanhafs greina frá því að Demi Lovato hafi samþykkt að fara í meðferð við vímuefnafíkn sinni. Hætt hefur verið við alla tónleika hennar og tónleikaferðalagi hennar um Mið- og Suður-Ameríku verið skotið á frest.
Tónlist Tengdar fréttir Fjölskyldan óttaðist að Lovato væri komin í vondan félagsskap Bandaríska söngkonan Demi Lovato hefur áður talað opinskátt um fíkn og geðsjúkdóma. 28. júlí 2018 09:55 Demi Lovato var í mikilli lífshættu og er á leiðinni í meðferð Söngkonan Demi Lovato fer í meðferð þegar hún verður útskrifuð af Cedars-Sinai sjúkrahúsinu í Los Angeles en þetta hefur CNN eftur áreiðanlegum heimildum. 27. júlí 2018 10:30 Stjörnurnar senda kveðjur til Lovato sem er komin til meðvitundar Bandaríska söngkonan Demi Lovato er komin til meðvitundar en hún var flutt á sjúkrahús í Los Angeles í gær vegna gruns um að hafa tekið inn of stóran skammt af heróíni. 25. júlí 2018 10:30 Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Fleiri fréttir Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjá meira
Fjölskyldan óttaðist að Lovato væri komin í vondan félagsskap Bandaríska söngkonan Demi Lovato hefur áður talað opinskátt um fíkn og geðsjúkdóma. 28. júlí 2018 09:55
Demi Lovato var í mikilli lífshættu og er á leiðinni í meðferð Söngkonan Demi Lovato fer í meðferð þegar hún verður útskrifuð af Cedars-Sinai sjúkrahúsinu í Los Angeles en þetta hefur CNN eftur áreiðanlegum heimildum. 27. júlí 2018 10:30
Stjörnurnar senda kveðjur til Lovato sem er komin til meðvitundar Bandaríska söngkonan Demi Lovato er komin til meðvitundar en hún var flutt á sjúkrahús í Los Angeles í gær vegna gruns um að hafa tekið inn of stóran skammt af heróíni. 25. júlí 2018 10:30