Sumarmessan: Þegar Rúrik Gísla mætti Cristiano Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2018 14:00 Cristiano Ronaldo skipti um félag í gær og telst nú vera leikmaður ítalska stórliðsins Juventus. Þessi einstaki knattspyrnumaður kvaddi Real Madrid eftir níu ára gósentíð á Bernabeu. Strákarnir í Sumarmessunni ræddu þessi stærstu félagskipti sumarsins í fótboltanum og það þegar heiðursgesturinn Rúrik Gíslason mætti einum besta knattspyrnumanni allra tíma í Meistaradeildinni. „Stærsta spurningin sem kemur upp í höfuðið á mér er hvað ætlar að Real Madrid að fá í staðinn. Það þarf að fá einhverja stjörnu í þetta lið,“ sagði Hjörvar Hafliðason. „Það er væntanlega búið að ákveða það hver kemur í staðinn,“ skaut Benedikt Valsson inn í og strákarnir nefndu menn eins og þá Kylian Mbappé, Eden Hazard og Neymar. „Þeir myndu ekki vera að selja Ronaldo nema af því að það er kominn stjarna á kantinn,“ sagði Rúrik Gíslason.Rúrik Gíslason i baráttunni við Cristiano Ronaldo í Meistaradeildarleik í október 2013. Rúrik lék þá með FCK á móti Real Madrid á Santiago Bernabeu leikvanginum í MadridVísir/GettyStrákarnir sýndu síðan frá leik Rúriks á móti Cristiano Ronaldo og Real Madrid í Meistaradeildinni. „Þetta var alveg agalegt skot,“ sagði Rúrik um skotið hans á Santiago Bernabeu leikvanginum sem var sýnt á meðan þeir ræddu Ronaldo. Hvernig var það aftur á móti fyrir Rúrik að spila á móti Cristiano Ronaldo og Real Madrid? „Ég fann mig ágætlega þarna og átti fínan leik,“ sagði Rúrik og svo er sýnt myndbrot frá því þegar hann lætur sjálfan Cristiano Ronaldo finna aðeins fyrir sér. „Karlinn, kjötar hann,“ skaut Hjörvar Hafliðason inn í. Rúrik Gíslason var hinsvegar fljótur að beina umræðunni aftur af framtíð mála hjá Real. „Ef ég væri að stjórna einhverju þarna hjá Real Madrid þá væru mennirnir sem ég vildi mest fá þeir Mbappé og Hazard. Ég myndi reyna að ýta því í gegn,“ sagði Rúrik. „Þeir verða að fá stórstjörnu en fótbolti er ekki bara fótbolti í dag. Þetta er líka rosaleg markaðsvara,“ sagði Hjörvar en það má finna alla umræðuna í Sumarmessunni um Cristiano Ronaldo í spilaranum hér fyrir ofan.Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:00 að kvöldi hvers leikdags á HM í Rússlandi. HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Cristiano Ronaldo skipti um félag í gær og telst nú vera leikmaður ítalska stórliðsins Juventus. Þessi einstaki knattspyrnumaður kvaddi Real Madrid eftir níu ára gósentíð á Bernabeu. Strákarnir í Sumarmessunni ræddu þessi stærstu félagskipti sumarsins í fótboltanum og það þegar heiðursgesturinn Rúrik Gíslason mætti einum besta knattspyrnumanni allra tíma í Meistaradeildinni. „Stærsta spurningin sem kemur upp í höfuðið á mér er hvað ætlar að Real Madrid að fá í staðinn. Það þarf að fá einhverja stjörnu í þetta lið,“ sagði Hjörvar Hafliðason. „Það er væntanlega búið að ákveða það hver kemur í staðinn,“ skaut Benedikt Valsson inn í og strákarnir nefndu menn eins og þá Kylian Mbappé, Eden Hazard og Neymar. „Þeir myndu ekki vera að selja Ronaldo nema af því að það er kominn stjarna á kantinn,“ sagði Rúrik Gíslason.Rúrik Gíslason i baráttunni við Cristiano Ronaldo í Meistaradeildarleik í október 2013. Rúrik lék þá með FCK á móti Real Madrid á Santiago Bernabeu leikvanginum í MadridVísir/GettyStrákarnir sýndu síðan frá leik Rúriks á móti Cristiano Ronaldo og Real Madrid í Meistaradeildinni. „Þetta var alveg agalegt skot,“ sagði Rúrik um skotið hans á Santiago Bernabeu leikvanginum sem var sýnt á meðan þeir ræddu Ronaldo. Hvernig var það aftur á móti fyrir Rúrik að spila á móti Cristiano Ronaldo og Real Madrid? „Ég fann mig ágætlega þarna og átti fínan leik,“ sagði Rúrik og svo er sýnt myndbrot frá því þegar hann lætur sjálfan Cristiano Ronaldo finna aðeins fyrir sér. „Karlinn, kjötar hann,“ skaut Hjörvar Hafliðason inn í. Rúrik Gíslason var hinsvegar fljótur að beina umræðunni aftur af framtíð mála hjá Real. „Ef ég væri að stjórna einhverju þarna hjá Real Madrid þá væru mennirnir sem ég vildi mest fá þeir Mbappé og Hazard. Ég myndi reyna að ýta því í gegn,“ sagði Rúrik. „Þeir verða að fá stórstjörnu en fótbolti er ekki bara fótbolti í dag. Þetta er líka rosaleg markaðsvara,“ sagði Hjörvar en það má finna alla umræðuna í Sumarmessunni um Cristiano Ronaldo í spilaranum hér fyrir ofan.Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:00 að kvöldi hvers leikdags á HM í Rússlandi.
HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira