Hver er þessi 19 ára franski vandræðagemsi sem Arsenal var að kaupa? Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. júlí 2018 11:00 Matteo Guendouzi er mættur til Arsenal. vísir/getty Unai Emery, nýr knattspyrnustjóri Arsenal, hélt áfram að versla inn á sumarmarkaðnum í gær þegar að Skytturnar gengu frá kaupum á franska miðjumanninum Mattei Guendouzi frá 2. deildar liðinu Lorient. Arsenal borgaði átta milljónir punda fyrir þennan 19 ára gamla miðjumann sem sló rækilega í gegn í næst efstu deild franska boltans á síðustu leiktíð. Hann er fimmti leikmaðurinn sem Emery kaupir í sumar en áður voru komnir þýski markvörðurinn Bernd Leno, gríski miðvörðurinn Sokratis, svissneski bakvörðurinn Stephan Lichtsteiner og úrúgvæski miðjumaðurinn Lucas Torreira. En, hver er þessi táningur sem klæðist nú rauðu treyjunni í Lundúnum? Verður hann lánaður við fyrsta tækifæri eða mun hann slá í gegn sem byrjunarliðsmaður á fyrstu leiktíð?Strákurinn ungi er byrjaður að æfa með Skyttunum.vísir/gettyFæddur á fótboltastað Guendouzi fæddust 14. apríl 1999 í úthverfum Parísarborgar eins og svo margir aðrir frábærir fótboltamenn. Sextán leikmenn úr úthverfum frönsku höfuðborgarinnar voru á HM 2018 í Rússlandi eins og má lesa um hér. Hann gekk í raðir Paris Saint-Germain árið 2005 og var á mála hjá Parísarrisanum í níu ár áður en hann skipti til Lorient og gekk inn í unglingaliðin þar árið 2014. Hjá Lorent spilaði hann 24 leiki fyrir B-lið Lorient áður en að hann var færður upp í aðalliðið 17 ára gamall en hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Lorient í frönsku 1. deildinni árið 2016, aðeins 17 ára gamall. Guendouzi spilaði sjö leiki til viðbótar fyrir Lorient í efstu deild tímabilið 2016/2017 en liðið féll. Hann sló svo í gegn í 2. deildinni á síðustu leiktíð þar sem að hann spilaði 18 leiki fyrir liðið sem endaði í sjöunda sæti og rétt missti af sæti í efstu deild á ný.Guendouzi var með smá kjaft og var settur í frystinn í þrjá mánuði.vísir/gettySettur í frystinn Guendouzi hefði spilað fleiri leiki ef hann hefði ekki lent upp á kant við þjálfarann sinn Mickael Landreu í miðjum leik á móti Valenciennes í nóvember á síðasta ári. Strákurinn ungi var tekinn af velli í hálfleik og settur í frystinn í þrjá mánuði. Eftir að hann sneri aftur í byrjunarlið Lorient missti hann af fjórum síðustu leikjum liðsins en sagt er, að það var vegna þess að hann neitaði að skrifa undir nýjan samning. Samningur hans við Lorient átti að renna út eftir næsta tímabil og því gat Arsenal fengið hann á tombóluverði. Guendouzi á leiki fyrir U18, U19 og U20 ára lið franska landsliðið en honum hefur verið líkt við samlanda sinn Adrien Rabiot sem hefur gert það gott með PSG undanfarin misseri. Það á eftir að koma í ljós hvort miðjumaðurinn ungi fari beint í aðalliðshópinn hjá Arsenal eða hvort hann verði lánaður til að spila reglulega en miðað við að Arsenal vann baráttu nokkurra liða um undirskrift Frakkans er talið líklegt að hann komi nú eitthvað við sögu hjá Emery í vetur.Unai Emery þekkir vel til í Frakklandi eftir að þjálfa PSG.vísir/epaUngt og öflugt miðjupar? Guendouzi getur spilað bæði sem varnarsinnaður miðjumaður og inn á miðri miðjunni en það hefur verið vandræðastaða hjá Arsenal um langa hríð. Unai Emery er að reyna að þétta raðirnar inn á miðjunni en hann keypti einnig kraftmikla Úrúgvæjann Lucas Torreira frá Sampdoria. Mögulega eiga Guendouzi og hann eftir að mynda ungt og öflugt miðjupar fyrir aftan sóknartengiliðinn. Þeir verða í baráttunni við Ainsley Maitland-Niles og Mohamed Elneny en mögulega verður Frakkinn ungi neðstur í goggunarröðinni þar sem að hann á nú ekki marga leiki að baki í efstu deild. Það er allavega ljóst að Emery er búinn að fjárfesta í spennandi ungum leikmanni sem komst til metorða hjá liði sem er þekkt fyrir að skila af sér góðum leikmönnum. Því má ekki gleyma að Lorient skilaði af sér Laurent Koscielny og nú er mögulega komin önnur goðsögn frá Frakklandi frá sama stað.Greinin er að stærstu leytin unnin upp úr úttekt Sky Sports. Enski boltinn Tengdar fréttir Wilshere samdi við félagið sem hann hélt með þegar hann var lítill "Velkominn Jack,“ slá West Ham menn upp á twitter-síðu sinni í dag en Jack Wilshere hefur gengið frá þriggja ára samning við Lundúnafélagið. 9. júlí 2018 14:45 Sautján ár í Arsenal en nú á leið til West Ham Jack Wilshere er við það að ganga í raðir West Ham en hann er án samnings eftir að samningur hans við Arsenal rann út. 6. júlí 2018 12:30 Á leið til Fulham eftir að hafa verið orðaður við stærstu lið heims Nýliðarnir í ensku úrvalsdeildinni eru í viðræðum við einn eftirsóttasta miðjumann Evrópu. 12. júlí 2018 08:30 Tími fyrir Torreira: Arsenal kynnti nýjan leikmann í dag Úrúgvæmaðurinn Lucas Torreira er orðinn leikmaður Arsenal en félagið staðfesti nýjasta leikmanninn sinn á miðlum sínum í dag. 10. júlí 2018 14:24 Tveir framtíðarmenn Arsenal í læknisskoðun í dag Enskir miðlar segja frá því að Arsenal sá að fá tvo leikmenn í læknisskoðun í dag en þetta eru 22 ára Úrúgvæmaður og 19 ára Frakki. 9. júlí 2018 12:45 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Sjá meira
Unai Emery, nýr knattspyrnustjóri Arsenal, hélt áfram að versla inn á sumarmarkaðnum í gær þegar að Skytturnar gengu frá kaupum á franska miðjumanninum Mattei Guendouzi frá 2. deildar liðinu Lorient. Arsenal borgaði átta milljónir punda fyrir þennan 19 ára gamla miðjumann sem sló rækilega í gegn í næst efstu deild franska boltans á síðustu leiktíð. Hann er fimmti leikmaðurinn sem Emery kaupir í sumar en áður voru komnir þýski markvörðurinn Bernd Leno, gríski miðvörðurinn Sokratis, svissneski bakvörðurinn Stephan Lichtsteiner og úrúgvæski miðjumaðurinn Lucas Torreira. En, hver er þessi táningur sem klæðist nú rauðu treyjunni í Lundúnum? Verður hann lánaður við fyrsta tækifæri eða mun hann slá í gegn sem byrjunarliðsmaður á fyrstu leiktíð?Strákurinn ungi er byrjaður að æfa með Skyttunum.vísir/gettyFæddur á fótboltastað Guendouzi fæddust 14. apríl 1999 í úthverfum Parísarborgar eins og svo margir aðrir frábærir fótboltamenn. Sextán leikmenn úr úthverfum frönsku höfuðborgarinnar voru á HM 2018 í Rússlandi eins og má lesa um hér. Hann gekk í raðir Paris Saint-Germain árið 2005 og var á mála hjá Parísarrisanum í níu ár áður en hann skipti til Lorient og gekk inn í unglingaliðin þar árið 2014. Hjá Lorent spilaði hann 24 leiki fyrir B-lið Lorient áður en að hann var færður upp í aðalliðið 17 ára gamall en hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Lorient í frönsku 1. deildinni árið 2016, aðeins 17 ára gamall. Guendouzi spilaði sjö leiki til viðbótar fyrir Lorient í efstu deild tímabilið 2016/2017 en liðið féll. Hann sló svo í gegn í 2. deildinni á síðustu leiktíð þar sem að hann spilaði 18 leiki fyrir liðið sem endaði í sjöunda sæti og rétt missti af sæti í efstu deild á ný.Guendouzi var með smá kjaft og var settur í frystinn í þrjá mánuði.vísir/gettySettur í frystinn Guendouzi hefði spilað fleiri leiki ef hann hefði ekki lent upp á kant við þjálfarann sinn Mickael Landreu í miðjum leik á móti Valenciennes í nóvember á síðasta ári. Strákurinn ungi var tekinn af velli í hálfleik og settur í frystinn í þrjá mánuði. Eftir að hann sneri aftur í byrjunarlið Lorient missti hann af fjórum síðustu leikjum liðsins en sagt er, að það var vegna þess að hann neitaði að skrifa undir nýjan samning. Samningur hans við Lorient átti að renna út eftir næsta tímabil og því gat Arsenal fengið hann á tombóluverði. Guendouzi á leiki fyrir U18, U19 og U20 ára lið franska landsliðið en honum hefur verið líkt við samlanda sinn Adrien Rabiot sem hefur gert það gott með PSG undanfarin misseri. Það á eftir að koma í ljós hvort miðjumaðurinn ungi fari beint í aðalliðshópinn hjá Arsenal eða hvort hann verði lánaður til að spila reglulega en miðað við að Arsenal vann baráttu nokkurra liða um undirskrift Frakkans er talið líklegt að hann komi nú eitthvað við sögu hjá Emery í vetur.Unai Emery þekkir vel til í Frakklandi eftir að þjálfa PSG.vísir/epaUngt og öflugt miðjupar? Guendouzi getur spilað bæði sem varnarsinnaður miðjumaður og inn á miðri miðjunni en það hefur verið vandræðastaða hjá Arsenal um langa hríð. Unai Emery er að reyna að þétta raðirnar inn á miðjunni en hann keypti einnig kraftmikla Úrúgvæjann Lucas Torreira frá Sampdoria. Mögulega eiga Guendouzi og hann eftir að mynda ungt og öflugt miðjupar fyrir aftan sóknartengiliðinn. Þeir verða í baráttunni við Ainsley Maitland-Niles og Mohamed Elneny en mögulega verður Frakkinn ungi neðstur í goggunarröðinni þar sem að hann á nú ekki marga leiki að baki í efstu deild. Það er allavega ljóst að Emery er búinn að fjárfesta í spennandi ungum leikmanni sem komst til metorða hjá liði sem er þekkt fyrir að skila af sér góðum leikmönnum. Því má ekki gleyma að Lorient skilaði af sér Laurent Koscielny og nú er mögulega komin önnur goðsögn frá Frakklandi frá sama stað.Greinin er að stærstu leytin unnin upp úr úttekt Sky Sports.
Enski boltinn Tengdar fréttir Wilshere samdi við félagið sem hann hélt með þegar hann var lítill "Velkominn Jack,“ slá West Ham menn upp á twitter-síðu sinni í dag en Jack Wilshere hefur gengið frá þriggja ára samning við Lundúnafélagið. 9. júlí 2018 14:45 Sautján ár í Arsenal en nú á leið til West Ham Jack Wilshere er við það að ganga í raðir West Ham en hann er án samnings eftir að samningur hans við Arsenal rann út. 6. júlí 2018 12:30 Á leið til Fulham eftir að hafa verið orðaður við stærstu lið heims Nýliðarnir í ensku úrvalsdeildinni eru í viðræðum við einn eftirsóttasta miðjumann Evrópu. 12. júlí 2018 08:30 Tími fyrir Torreira: Arsenal kynnti nýjan leikmann í dag Úrúgvæmaðurinn Lucas Torreira er orðinn leikmaður Arsenal en félagið staðfesti nýjasta leikmanninn sinn á miðlum sínum í dag. 10. júlí 2018 14:24 Tveir framtíðarmenn Arsenal í læknisskoðun í dag Enskir miðlar segja frá því að Arsenal sá að fá tvo leikmenn í læknisskoðun í dag en þetta eru 22 ára Úrúgvæmaður og 19 ára Frakki. 9. júlí 2018 12:45 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Sjá meira
Wilshere samdi við félagið sem hann hélt með þegar hann var lítill "Velkominn Jack,“ slá West Ham menn upp á twitter-síðu sinni í dag en Jack Wilshere hefur gengið frá þriggja ára samning við Lundúnafélagið. 9. júlí 2018 14:45
Sautján ár í Arsenal en nú á leið til West Ham Jack Wilshere er við það að ganga í raðir West Ham en hann er án samnings eftir að samningur hans við Arsenal rann út. 6. júlí 2018 12:30
Á leið til Fulham eftir að hafa verið orðaður við stærstu lið heims Nýliðarnir í ensku úrvalsdeildinni eru í viðræðum við einn eftirsóttasta miðjumann Evrópu. 12. júlí 2018 08:30
Tími fyrir Torreira: Arsenal kynnti nýjan leikmann í dag Úrúgvæmaðurinn Lucas Torreira er orðinn leikmaður Arsenal en félagið staðfesti nýjasta leikmanninn sinn á miðlum sínum í dag. 10. júlí 2018 14:24
Tveir framtíðarmenn Arsenal í læknisskoðun í dag Enskir miðlar segja frá því að Arsenal sá að fá tvo leikmenn í læknisskoðun í dag en þetta eru 22 ára Úrúgvæmaður og 19 ára Frakki. 9. júlí 2018 12:45