Ivan Rakitic lét flensu ekki stöðva sig í að spila 120 mínútur fyrir Króatíu þegar liðið tryggði sér farseðil í úrslitaleik Heimsmeistarakeppninnar í gærkvöldi.
Rakitic lék allan tímann á miðjunni þegar Króatía vann 2-1 sigur á Englandi eftir framlengdan leik, þrátt fyrir að vera að glíma við veikindi.
„Ég var með 39 stiga hita í gærkvöldi. Ég lá fyrir og reyndi að safna upp styrk til að geta spilað og það var svo sannarlega þess virði. Ég myndi spila úrslitaleikinn fótbrotinn,“ sagði Rakitic eftir leikinn.
Króatar voru sigurreifir í leikslok og skutu föstum skotum að enska liðinu og stuðningsmönnum þess.
„Þeir töldu að þeir væru komnir í úrslitaleikinn og létu þannig á samfélagsmiðlum. Þeir geta haldið því áfram en við erum liðið sem spilar á sunnudag,“ sagði kokhraustur Rakitic eftir sigurinn á Englandi.
Rakitic spilaði veikur gegn Englandi

Tengdar fréttir

Lovren: Hættið að bulla og viðurkennið að ég er einn besti varnarmaður heims
Króatinn Dejan Lovren sparaði ekki stóru orðin eftir sigurinn á Englandi í gær.

Modric: Orð ensku sjónvarpsmannanna gáfu Króötunum aukakraft
Luka Modric og félagar í króatíska landsliðinu áttu að vera útkeyrðir og dauðuppgefnir eftir framlengingar og vítakeppnir í bæði sextán og átta liða úrslitunum á HM í Rússlandi.