Dejan Lovren í einstökum HM-klúbbi með Thierry Henry Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2018 22:45 Dejan Lovren gengur fyrir sínu liði í leikmannagöngunum í gær. Vísir/Getty Dejan Lovren er kominn í mjög fámennan klúbb leikmanna úr ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Í raun eru í þessum klúbb aðeins hann og svo ein mesta goðsögn enska fótboltans síðustu áratugi. Dejan Lovren er miðvörður Liverpool og króatíska landsliðsins og mun spila tvo stærstu fótboltaleiki ársins 2018. Lovren fór með Liverpool-liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor og spilar úrslitaleikinn á HM með króatíska landsliðinu á sunnudaginn kemur. Liverpool tapaði á móti Real Madrid í úrslitaleiknum eftir tvö skelfileg mistök markvarðar síns. Dejan Lovren gaf allt í leikinn og lagði meðal annars upp mark Liverpool í 3-1 tapi. Króatinn vann hug og hjörtu margra stuðningsmanna Liverpool með frammistöðu sinni enda skildi hann hreinlega allt eftir á vellinum.2 - Dejan Lovren is set to become only the second player to play in the Champions League final for an English club, and the World Cup final in the same year (after Thierry Henry in 2006). Defence. #CRO#WorldCuppic.twitter.com/669KQq47se — OptaJoe (@OptaJoe) July 12, 2018 Aðeins einn annar leikmaður hefur náð því á sama ári að spila úrslitaleik Meistaradeildarinnar með ensku félagi og svo úrslitaleik HM sama ár. Sá hinn sami er Frakkinn Thierry Henry sem náði þessu með Arsenal og franska landsliðinu árið 2006. Henry tapaði reyndar báðum úrslitaleikjunum, 2-1 með Arsenal á móti Barcelona á Stade de France og svo í vítakeppni með Frökkum á móti Ítölum á Ólympíuleikvanginum í Berlín. Dejan Lovren var mjög ánægður með sig eftir sigur Króata á enska landsliðinu í gærkvöldi og sagði mönnum meðal að hætta gagnrýna sig og fara að viðurkenna að hann einn besti varnarmaður heims. Það bendir samt margt til þess að Dejan Lovren þurfi að upplifa það sama og Thierry Henry fyrir tólf árum síðan sem er að vinna tvö silfur með innan við tveggja mánaða milli í tveimur stærstu fótboltaleikjum ársins. HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Fleiri fréttir Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Sjá meira
Dejan Lovren er kominn í mjög fámennan klúbb leikmanna úr ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Í raun eru í þessum klúbb aðeins hann og svo ein mesta goðsögn enska fótboltans síðustu áratugi. Dejan Lovren er miðvörður Liverpool og króatíska landsliðsins og mun spila tvo stærstu fótboltaleiki ársins 2018. Lovren fór með Liverpool-liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor og spilar úrslitaleikinn á HM með króatíska landsliðinu á sunnudaginn kemur. Liverpool tapaði á móti Real Madrid í úrslitaleiknum eftir tvö skelfileg mistök markvarðar síns. Dejan Lovren gaf allt í leikinn og lagði meðal annars upp mark Liverpool í 3-1 tapi. Króatinn vann hug og hjörtu margra stuðningsmanna Liverpool með frammistöðu sinni enda skildi hann hreinlega allt eftir á vellinum.2 - Dejan Lovren is set to become only the second player to play in the Champions League final for an English club, and the World Cup final in the same year (after Thierry Henry in 2006). Defence. #CRO#WorldCuppic.twitter.com/669KQq47se — OptaJoe (@OptaJoe) July 12, 2018 Aðeins einn annar leikmaður hefur náð því á sama ári að spila úrslitaleik Meistaradeildarinnar með ensku félagi og svo úrslitaleik HM sama ár. Sá hinn sami er Frakkinn Thierry Henry sem náði þessu með Arsenal og franska landsliðinu árið 2006. Henry tapaði reyndar báðum úrslitaleikjunum, 2-1 með Arsenal á móti Barcelona á Stade de France og svo í vítakeppni með Frökkum á móti Ítölum á Ólympíuleikvanginum í Berlín. Dejan Lovren var mjög ánægður með sig eftir sigur Króata á enska landsliðinu í gærkvöldi og sagði mönnum meðal að hætta gagnrýna sig og fara að viðurkenna að hann einn besti varnarmaður heims. Það bendir samt margt til þess að Dejan Lovren þurfi að upplifa það sama og Thierry Henry fyrir tólf árum síðan sem er að vinna tvö silfur með innan við tveggja mánaða milli í tveimur stærstu fótboltaleikjum ársins.
HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Fleiri fréttir Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Sjá meira