Gómaður í stolnu buxunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. júlí 2018 06:29 Sundlaugargestir í Vesturbæ vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið í gær. Vísir/Daníel Bíræfinn þjófur lét greipar sópa í sundlaug Vesturbæjar í gær. Maðurinn er sagður hafa gengið á milli fataskápa og hirt þaðan ýmsa muni, til að mynda buxur með belti og önnur verðmæti. Lögreglan hafði hendur í hári mannsins skömmu eftir að tilkynningin barst. Reyndist maðurinn þá vera búinn að klæða sig í umræddar buxur. Þar að auki fundust í fórum hans munirnir sem sundlaugargestir söknuðu. Maðurinn var fluttur rakleiðis í fangaklefa og segir lögreglan að reynt verði að koma mununum til réttmætra eigenda sinna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í mörg önnur horn að líta í nótt. Til að mynda hrasaði draugfullur maður í strætisvagni í Kópavogi með þeim afleiðingum að hann hlaut vænan skurð á höfuðið. Var því fátt annað í stöðunni en að flytja manninn, í sjúkrabifreið, á slysadeild þar sem hann fékk aðhlynningu. Þar að auki voru fjórir ungir veggjakrotarar stöðvaðir í undirgöngum við Fjallkonuveg á áttunda tímanum í gærkvöldi. Þrír náðu að hlaupa á brott en sá fjórði komst ekki undan og verður hann kærður fyrir eignaspjöll. Þar að auki var veggjakrotsbúnaðurinn tekinn af honum. Um svipað leyti var vímaður maður handtekinn í Tryggvagötu eftir að hann hafði gengið þar berserksgang. Er hann sagður ítrekað hafa verið til vandræða; skemmt hluti sem á vegi hans urðu og ekki fylgt fyrirmælum lögreglu. Því var hann fluttur í fangaklefa á Hverfisgötu þar sem hann hefur fengið að sofa úr sér vímuna. Lögreglumál Sundlaugar Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Bíræfinn þjófur lét greipar sópa í sundlaug Vesturbæjar í gær. Maðurinn er sagður hafa gengið á milli fataskápa og hirt þaðan ýmsa muni, til að mynda buxur með belti og önnur verðmæti. Lögreglan hafði hendur í hári mannsins skömmu eftir að tilkynningin barst. Reyndist maðurinn þá vera búinn að klæða sig í umræddar buxur. Þar að auki fundust í fórum hans munirnir sem sundlaugargestir söknuðu. Maðurinn var fluttur rakleiðis í fangaklefa og segir lögreglan að reynt verði að koma mununum til réttmætra eigenda sinna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í mörg önnur horn að líta í nótt. Til að mynda hrasaði draugfullur maður í strætisvagni í Kópavogi með þeim afleiðingum að hann hlaut vænan skurð á höfuðið. Var því fátt annað í stöðunni en að flytja manninn, í sjúkrabifreið, á slysadeild þar sem hann fékk aðhlynningu. Þar að auki voru fjórir ungir veggjakrotarar stöðvaðir í undirgöngum við Fjallkonuveg á áttunda tímanum í gærkvöldi. Þrír náðu að hlaupa á brott en sá fjórði komst ekki undan og verður hann kærður fyrir eignaspjöll. Þar að auki var veggjakrotsbúnaðurinn tekinn af honum. Um svipað leyti var vímaður maður handtekinn í Tryggvagötu eftir að hann hafði gengið þar berserksgang. Er hann sagður ítrekað hafa verið til vandræða; skemmt hluti sem á vegi hans urðu og ekki fylgt fyrirmælum lögreglu. Því var hann fluttur í fangaklefa á Hverfisgötu þar sem hann hefur fengið að sofa úr sér vímuna.
Lögreglumál Sundlaugar Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira