Gómaður í stolnu buxunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. júlí 2018 06:29 Sundlaugargestir í Vesturbæ vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið í gær. Vísir/Daníel Bíræfinn þjófur lét greipar sópa í sundlaug Vesturbæjar í gær. Maðurinn er sagður hafa gengið á milli fataskápa og hirt þaðan ýmsa muni, til að mynda buxur með belti og önnur verðmæti. Lögreglan hafði hendur í hári mannsins skömmu eftir að tilkynningin barst. Reyndist maðurinn þá vera búinn að klæða sig í umræddar buxur. Þar að auki fundust í fórum hans munirnir sem sundlaugargestir söknuðu. Maðurinn var fluttur rakleiðis í fangaklefa og segir lögreglan að reynt verði að koma mununum til réttmætra eigenda sinna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í mörg önnur horn að líta í nótt. Til að mynda hrasaði draugfullur maður í strætisvagni í Kópavogi með þeim afleiðingum að hann hlaut vænan skurð á höfuðið. Var því fátt annað í stöðunni en að flytja manninn, í sjúkrabifreið, á slysadeild þar sem hann fékk aðhlynningu. Þar að auki voru fjórir ungir veggjakrotarar stöðvaðir í undirgöngum við Fjallkonuveg á áttunda tímanum í gærkvöldi. Þrír náðu að hlaupa á brott en sá fjórði komst ekki undan og verður hann kærður fyrir eignaspjöll. Þar að auki var veggjakrotsbúnaðurinn tekinn af honum. Um svipað leyti var vímaður maður handtekinn í Tryggvagötu eftir að hann hafði gengið þar berserksgang. Er hann sagður ítrekað hafa verið til vandræða; skemmt hluti sem á vegi hans urðu og ekki fylgt fyrirmælum lögreglu. Því var hann fluttur í fangaklefa á Hverfisgötu þar sem hann hefur fengið að sofa úr sér vímuna. Lögreglumál Sundlaugar Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Bíræfinn þjófur lét greipar sópa í sundlaug Vesturbæjar í gær. Maðurinn er sagður hafa gengið á milli fataskápa og hirt þaðan ýmsa muni, til að mynda buxur með belti og önnur verðmæti. Lögreglan hafði hendur í hári mannsins skömmu eftir að tilkynningin barst. Reyndist maðurinn þá vera búinn að klæða sig í umræddar buxur. Þar að auki fundust í fórum hans munirnir sem sundlaugargestir söknuðu. Maðurinn var fluttur rakleiðis í fangaklefa og segir lögreglan að reynt verði að koma mununum til réttmætra eigenda sinna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í mörg önnur horn að líta í nótt. Til að mynda hrasaði draugfullur maður í strætisvagni í Kópavogi með þeim afleiðingum að hann hlaut vænan skurð á höfuðið. Var því fátt annað í stöðunni en að flytja manninn, í sjúkrabifreið, á slysadeild þar sem hann fékk aðhlynningu. Þar að auki voru fjórir ungir veggjakrotarar stöðvaðir í undirgöngum við Fjallkonuveg á áttunda tímanum í gærkvöldi. Þrír náðu að hlaupa á brott en sá fjórði komst ekki undan og verður hann kærður fyrir eignaspjöll. Þar að auki var veggjakrotsbúnaðurinn tekinn af honum. Um svipað leyti var vímaður maður handtekinn í Tryggvagötu eftir að hann hafði gengið þar berserksgang. Er hann sagður ítrekað hafa verið til vandræða; skemmt hluti sem á vegi hans urðu og ekki fylgt fyrirmælum lögreglu. Því var hann fluttur í fangaklefa á Hverfisgötu þar sem hann hefur fengið að sofa úr sér vímuna.
Lögreglumál Sundlaugar Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira