Lífið

Pökkuð dagskrá útilokar forsetaframboð The Rock

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Margir hafa eflaust glaðst þegar The Rock sagðist íhuga forsetaframboð. Nú verður þó einhver bið á því að leikarinn flytji inn í Hvíta húsið.
Margir hafa eflaust glaðst þegar The Rock sagðist íhuga forsetaframboð. Nú verður þó einhver bið á því að leikarinn flytji inn í Hvíta húsið. Vísir/getty

Bandaríski leikarinn Dwayne „The Rock“ Johnson hyggst ekki bjóða sig fram til embættis Bandaríkjaforseta árið 2020.

„Því miður sé ég ekki fram á að það gerist 2020. Þetta er staða sem þarfnast áralangrar erfiðisvinnu og reynslu til að tileinka sér kunnáttuna,“ sagði leikarinn í viðtali við Vanity Fair í vikunni. Hann bætti við að dagskráin væri ansi þétt næstu árin og því væri forsetaframboð árið 2020 útilokað.

Sjá einnig: The Rock íhugar forsetaframboð

The Rock hefur nokkrum sinnum lýst yfir áhuga á forsetaembættinu í gegnum tíðina. Í viðtali við tímaritið GQ árið 2016 sagði hann að tilhugsunin um að vera ríkisstjóri eða forseti væri „aðlaðandi“. Mánuði síðar sagðist hann íhuga alvarlega að skella sér í framboð þar eð hann hefði fundið fyrir svo miklum stuðningi frá aðdáendum sínum.

Síðan þá hefur málið komið reglulega upp í viðtölum við leikarann en þetta er í fyrsta sinn sem hann útilokar forsetaframboð algjörlega. Þó verður að athuga að það verða vissulega kosningar eftir þær næstu og The Rock gæti því komið sterkur inn árið 2024.


Tengdar fréttir

The Rock opnar sig um þunglyndið

Leikarinn Dwayne Johnson, betur þekktur sem The Rock, opnaði sig um baráttuna við þunglyndi í viðtali við slúðurtímaritið Sunday Express en Johnson er hæst launaðasti leikarinn í Hollywood.

The Rock íhugar forsetaframboð

Leikarinn Dwayne Johnson, betur þekktur sem The Rock, er mjög litrík persóna og sýndi hann það enn eina ferðina í þætti Ellen DeGeneres í vikunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.