Lífið

The Rock opnar sig um þunglyndið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Johnson hefur lengi verið kallaður The Rock og hafa nokkrir Íslendingar þýtt nafn hans yfir í Steinar.
Johnson hefur lengi verið kallaður The Rock og hafa nokkrir Íslendingar þýtt nafn hans yfir í Steinar.

Leikarinn Dwayne Johnson, betur þekktur sem The Rock, opnaði sig um baráttuna við þunglyndi í viðtali við slúðurtímaritið Sunday Express en Johnson er hæst launaðasti leikarinn í Hollywood.

Í viðtalinu talar Johnson helst um þegar móðir hans reyndi sjálfsmorð á sínum tíma og þegar draumar hans um að verða atvinnumaður í amerískum fótbolta urðu að engu.

Leikarinn segir að móðir sín Ata hafi reynt að taka sitt eigið líf þegar þau misstu húsnæði sitt á sínum tíma. Það hafi hún reynt fyrir framan Dwayne Johnson.

„Hún stöðvaði bifreið okkar, opnaði hurðina og gekk út á miðri hraðbrautinni. Hún reyndi að verða fyrir bíl,“ segir Johnson.

Misheppnuð tilraun
„Bílarnir komu á fullri ferð en sem betur fer náðu bílstjórarnir að sveigja fram hjá henni. Ég stökk til og reif hana aftur inn í bílinn. Það sem er svo ótrúlegt við þessa sjálfsmorðstilraun er að móðir mín man enn í dag ekki neitt hvað gerðist þarna.“

„Það var versti tími lífs míns,“ segir Johnson en kærastan hans hætti einnig með honum á svipuðum tíma.

„Ég náði þeim botni í lífi mínu að mig langaði ekki að gera neitt og vildi ekki fara út úr húsi. Ég grét stanslaust,“ segir The Rock sem segir að hann og móðir hans hafi á endanum náð að jafna sig.

„Í dag gerum við bæði okkar allra besta til að gefa fólki sem á um sárt að binda aukna athygli og reynum að aðstoða. Það tók mig langan tíma að átta mig á því að það sé í lagi að opna sig. Karlmenn eiga það til að byrgja allt inni í sér. Þú ert ekki einn,“ segir The Rock í Twitter-færslu eftir að viðtalið við hann birtist.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.