Cohen krefur Palin um afsökunarbeiðni í karakter Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2018 16:22 Sacha Baron Cohen hefur ferðast um Bandaríkin og hrellt hina ýmsu stjórnmálamenn, til að mynda Söruh Palin. Vísir/getty Grínistinn og leikarinn Sacha Baron Cohen krefst þess að stjórnmálakonan Sarah Palin biðji sig afsökunar. Tilefnið er viðtal, sem Palin hefur sakað Cohen um að hafa narrað sig í á fölskum forsendum.Vísir greindi frá viðbrögðum Palin í vikunni en hún vandaði Cohen ekki kveðjurnar í Facebook-færslu. Þar sagði hún grínistann sjúkan og illan eftir að honum tókst að fá Palin í viðtal undir þeim formerkjum að hann væri slasaður, fyrrverandi hermaður.Sjá einnig: Dick Cheney áritaði vatnspyntingatól Nú hefur Cohen hins vegar svarað gagnrýni Palin og gerir það í karakter. Yfirlýsing hans er undirrituð af „Billy Wayne Ruddick Jr., PhD“, sem segist hafa tekið umrætt viðtal. „Ég sagði EKKI að ég væri fyrrverandi hermaður. Ég gegndi þjónustu, ekki á vegum hersins heldur póstþjónustu ríkisins, og ég barðist aðeins fyrir land mitt einu sinni – þegar ég skaut Mexíkana sem kom inn á landareign mína,“ skrifaði grínistinn. Þá lauk hann yfirlýsingunni með afgerandi kröfu um afsökunarbeiðni frá Palin.Here's the truth @SarahPalinUSA#MAGA #buildthewall #boycottsashacohen pic.twitter.com/iFZWrFTxWL— Billy Wayne Ruddick Jr., PhD (@BillyWRuddick) July 12, 2018 Greint var frá því á dögunum að grínistinn, sem er hvað þekktastur fyrir að glæða Ali G, Borat og Bruno lífi, hafi síðastliðið ár unnið að gerð nýrrar þáttaraðar. Í þáttunum kannar Cohen hinar ýmsu hliðar bandarískra stjórnmála og er hann sagður hafa tekið þungavigtarmenn á borð við Bernie Sanders og Dick Cheney tali - auk fyrrnefndrar Palin. Nú hefur fyrrverandi þingmaðurinn Roy Moore sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann hótar því að lögsækja Cohen. Moore segist hafa þegið boð á verðlaunaafhendingu í Washington D.C. í febrúar síðastliðnum þar sem átti að heiðra hann fyrir stuðning sinn við Ísrael. Umræddur viðburður var á vegum Cohen og er Moore afar ósáttur við athæfið. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Næsta verkefni Sacha Baron Cohen er að ganga í Trump skólann Grínistinn Sacha Baron Cohen er greinilega kominn með næsta verkefni en hann er helst þekktur fyrir ódauðlega karaktera á borð við Ali G, Borat og Bruno. 5. júlí 2018 12:30 Sýður á Palin eftir spjall við hinn „illa“ Cohen Bandaríska stjórnmálakonan Sarah Palin vandar breska grínistanum Sacha Baron Cohen ekki kveðjurnar. 11. júlí 2018 11:27 Dick Cheney áritaði vatnspyntingatól Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, áritar brúsa sem er hannaður fyrir vatnspyntingar. 9. júlí 2018 20:50 Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Fleiri fréttir Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Sjá meira
Grínistinn og leikarinn Sacha Baron Cohen krefst þess að stjórnmálakonan Sarah Palin biðji sig afsökunar. Tilefnið er viðtal, sem Palin hefur sakað Cohen um að hafa narrað sig í á fölskum forsendum.Vísir greindi frá viðbrögðum Palin í vikunni en hún vandaði Cohen ekki kveðjurnar í Facebook-færslu. Þar sagði hún grínistann sjúkan og illan eftir að honum tókst að fá Palin í viðtal undir þeim formerkjum að hann væri slasaður, fyrrverandi hermaður.Sjá einnig: Dick Cheney áritaði vatnspyntingatól Nú hefur Cohen hins vegar svarað gagnrýni Palin og gerir það í karakter. Yfirlýsing hans er undirrituð af „Billy Wayne Ruddick Jr., PhD“, sem segist hafa tekið umrætt viðtal. „Ég sagði EKKI að ég væri fyrrverandi hermaður. Ég gegndi þjónustu, ekki á vegum hersins heldur póstþjónustu ríkisins, og ég barðist aðeins fyrir land mitt einu sinni – þegar ég skaut Mexíkana sem kom inn á landareign mína,“ skrifaði grínistinn. Þá lauk hann yfirlýsingunni með afgerandi kröfu um afsökunarbeiðni frá Palin.Here's the truth @SarahPalinUSA#MAGA #buildthewall #boycottsashacohen pic.twitter.com/iFZWrFTxWL— Billy Wayne Ruddick Jr., PhD (@BillyWRuddick) July 12, 2018 Greint var frá því á dögunum að grínistinn, sem er hvað þekktastur fyrir að glæða Ali G, Borat og Bruno lífi, hafi síðastliðið ár unnið að gerð nýrrar þáttaraðar. Í þáttunum kannar Cohen hinar ýmsu hliðar bandarískra stjórnmála og er hann sagður hafa tekið þungavigtarmenn á borð við Bernie Sanders og Dick Cheney tali - auk fyrrnefndrar Palin. Nú hefur fyrrverandi þingmaðurinn Roy Moore sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann hótar því að lögsækja Cohen. Moore segist hafa þegið boð á verðlaunaafhendingu í Washington D.C. í febrúar síðastliðnum þar sem átti að heiðra hann fyrir stuðning sinn við Ísrael. Umræddur viðburður var á vegum Cohen og er Moore afar ósáttur við athæfið.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Næsta verkefni Sacha Baron Cohen er að ganga í Trump skólann Grínistinn Sacha Baron Cohen er greinilega kominn með næsta verkefni en hann er helst þekktur fyrir ódauðlega karaktera á borð við Ali G, Borat og Bruno. 5. júlí 2018 12:30 Sýður á Palin eftir spjall við hinn „illa“ Cohen Bandaríska stjórnmálakonan Sarah Palin vandar breska grínistanum Sacha Baron Cohen ekki kveðjurnar. 11. júlí 2018 11:27 Dick Cheney áritaði vatnspyntingatól Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, áritar brúsa sem er hannaður fyrir vatnspyntingar. 9. júlí 2018 20:50 Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Fleiri fréttir Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Sjá meira
Næsta verkefni Sacha Baron Cohen er að ganga í Trump skólann Grínistinn Sacha Baron Cohen er greinilega kominn með næsta verkefni en hann er helst þekktur fyrir ódauðlega karaktera á borð við Ali G, Borat og Bruno. 5. júlí 2018 12:30
Sýður á Palin eftir spjall við hinn „illa“ Cohen Bandaríska stjórnmálakonan Sarah Palin vandar breska grínistanum Sacha Baron Cohen ekki kveðjurnar. 11. júlí 2018 11:27
Dick Cheney áritaði vatnspyntingatól Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, áritar brúsa sem er hannaður fyrir vatnspyntingar. 9. júlí 2018 20:50