Cohen krefur Palin um afsökunarbeiðni í karakter Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2018 16:22 Sacha Baron Cohen hefur ferðast um Bandaríkin og hrellt hina ýmsu stjórnmálamenn, til að mynda Söruh Palin. Vísir/getty Grínistinn og leikarinn Sacha Baron Cohen krefst þess að stjórnmálakonan Sarah Palin biðji sig afsökunar. Tilefnið er viðtal, sem Palin hefur sakað Cohen um að hafa narrað sig í á fölskum forsendum.Vísir greindi frá viðbrögðum Palin í vikunni en hún vandaði Cohen ekki kveðjurnar í Facebook-færslu. Þar sagði hún grínistann sjúkan og illan eftir að honum tókst að fá Palin í viðtal undir þeim formerkjum að hann væri slasaður, fyrrverandi hermaður.Sjá einnig: Dick Cheney áritaði vatnspyntingatól Nú hefur Cohen hins vegar svarað gagnrýni Palin og gerir það í karakter. Yfirlýsing hans er undirrituð af „Billy Wayne Ruddick Jr., PhD“, sem segist hafa tekið umrætt viðtal. „Ég sagði EKKI að ég væri fyrrverandi hermaður. Ég gegndi þjónustu, ekki á vegum hersins heldur póstþjónustu ríkisins, og ég barðist aðeins fyrir land mitt einu sinni – þegar ég skaut Mexíkana sem kom inn á landareign mína,“ skrifaði grínistinn. Þá lauk hann yfirlýsingunni með afgerandi kröfu um afsökunarbeiðni frá Palin.Here's the truth @SarahPalinUSA#MAGA #buildthewall #boycottsashacohen pic.twitter.com/iFZWrFTxWL— Billy Wayne Ruddick Jr., PhD (@BillyWRuddick) July 12, 2018 Greint var frá því á dögunum að grínistinn, sem er hvað þekktastur fyrir að glæða Ali G, Borat og Bruno lífi, hafi síðastliðið ár unnið að gerð nýrrar þáttaraðar. Í þáttunum kannar Cohen hinar ýmsu hliðar bandarískra stjórnmála og er hann sagður hafa tekið þungavigtarmenn á borð við Bernie Sanders og Dick Cheney tali - auk fyrrnefndrar Palin. Nú hefur fyrrverandi þingmaðurinn Roy Moore sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann hótar því að lögsækja Cohen. Moore segist hafa þegið boð á verðlaunaafhendingu í Washington D.C. í febrúar síðastliðnum þar sem átti að heiðra hann fyrir stuðning sinn við Ísrael. Umræddur viðburður var á vegum Cohen og er Moore afar ósáttur við athæfið. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Næsta verkefni Sacha Baron Cohen er að ganga í Trump skólann Grínistinn Sacha Baron Cohen er greinilega kominn með næsta verkefni en hann er helst þekktur fyrir ódauðlega karaktera á borð við Ali G, Borat og Bruno. 5. júlí 2018 12:30 Sýður á Palin eftir spjall við hinn „illa“ Cohen Bandaríska stjórnmálakonan Sarah Palin vandar breska grínistanum Sacha Baron Cohen ekki kveðjurnar. 11. júlí 2018 11:27 Dick Cheney áritaði vatnspyntingatól Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, áritar brúsa sem er hannaður fyrir vatnspyntingar. 9. júlí 2018 20:50 Mest lesið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Lífið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Fleiri fréttir Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Sjá meira
Grínistinn og leikarinn Sacha Baron Cohen krefst þess að stjórnmálakonan Sarah Palin biðji sig afsökunar. Tilefnið er viðtal, sem Palin hefur sakað Cohen um að hafa narrað sig í á fölskum forsendum.Vísir greindi frá viðbrögðum Palin í vikunni en hún vandaði Cohen ekki kveðjurnar í Facebook-færslu. Þar sagði hún grínistann sjúkan og illan eftir að honum tókst að fá Palin í viðtal undir þeim formerkjum að hann væri slasaður, fyrrverandi hermaður.Sjá einnig: Dick Cheney áritaði vatnspyntingatól Nú hefur Cohen hins vegar svarað gagnrýni Palin og gerir það í karakter. Yfirlýsing hans er undirrituð af „Billy Wayne Ruddick Jr., PhD“, sem segist hafa tekið umrætt viðtal. „Ég sagði EKKI að ég væri fyrrverandi hermaður. Ég gegndi þjónustu, ekki á vegum hersins heldur póstþjónustu ríkisins, og ég barðist aðeins fyrir land mitt einu sinni – þegar ég skaut Mexíkana sem kom inn á landareign mína,“ skrifaði grínistinn. Þá lauk hann yfirlýsingunni með afgerandi kröfu um afsökunarbeiðni frá Palin.Here's the truth @SarahPalinUSA#MAGA #buildthewall #boycottsashacohen pic.twitter.com/iFZWrFTxWL— Billy Wayne Ruddick Jr., PhD (@BillyWRuddick) July 12, 2018 Greint var frá því á dögunum að grínistinn, sem er hvað þekktastur fyrir að glæða Ali G, Borat og Bruno lífi, hafi síðastliðið ár unnið að gerð nýrrar þáttaraðar. Í þáttunum kannar Cohen hinar ýmsu hliðar bandarískra stjórnmála og er hann sagður hafa tekið þungavigtarmenn á borð við Bernie Sanders og Dick Cheney tali - auk fyrrnefndrar Palin. Nú hefur fyrrverandi þingmaðurinn Roy Moore sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann hótar því að lögsækja Cohen. Moore segist hafa þegið boð á verðlaunaafhendingu í Washington D.C. í febrúar síðastliðnum þar sem átti að heiðra hann fyrir stuðning sinn við Ísrael. Umræddur viðburður var á vegum Cohen og er Moore afar ósáttur við athæfið.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Næsta verkefni Sacha Baron Cohen er að ganga í Trump skólann Grínistinn Sacha Baron Cohen er greinilega kominn með næsta verkefni en hann er helst þekktur fyrir ódauðlega karaktera á borð við Ali G, Borat og Bruno. 5. júlí 2018 12:30 Sýður á Palin eftir spjall við hinn „illa“ Cohen Bandaríska stjórnmálakonan Sarah Palin vandar breska grínistanum Sacha Baron Cohen ekki kveðjurnar. 11. júlí 2018 11:27 Dick Cheney áritaði vatnspyntingatól Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, áritar brúsa sem er hannaður fyrir vatnspyntingar. 9. júlí 2018 20:50 Mest lesið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Lífið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Fleiri fréttir Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Sjá meira
Næsta verkefni Sacha Baron Cohen er að ganga í Trump skólann Grínistinn Sacha Baron Cohen er greinilega kominn með næsta verkefni en hann er helst þekktur fyrir ódauðlega karaktera á borð við Ali G, Borat og Bruno. 5. júlí 2018 12:30
Sýður á Palin eftir spjall við hinn „illa“ Cohen Bandaríska stjórnmálakonan Sarah Palin vandar breska grínistanum Sacha Baron Cohen ekki kveðjurnar. 11. júlí 2018 11:27
Dick Cheney áritaði vatnspyntingatól Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, áritar brúsa sem er hannaður fyrir vatnspyntingar. 9. júlí 2018 20:50
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“