Sýður á Palin eftir spjall við hinn „illa“ Cohen Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. júlí 2018 11:27 Sacha Baron Cohen hefur ferðast um Bandaríkin og hrellt hina ýmsu stjórnmálamenn, til að mynda Söruh Palin. Vísir/getty Bandaríska stjórnmálakonan Sarah Palin vandar breska grínistanum Sacha Baron Cohen ekki kveðjurnar. Hann er að hennar mati illur og sjúkur eftir að honum tókst að narra Palin í viðtal undir þeim formerkjum að hann væri slasaður, fyrrverandi hermaður. Greint var frá því á dögunum að grínistinn, sem er hvað þekktastur fyrir að glæða Ali G, Borat og Bruno lífi, hafi síðastliðið ár unnið að gerð nýrrar þáttaraðar. Í þáttunum kannar Cohen hinar ýmsu hliðar bandarískra stjórnmála og er hann sagður hafa tekið þungavigtarmenn á borð við Bernie Sanders og Dick Cheney tali - auk fyrrnefndrar Palin, sem bauð sig fram til varaforseta Bandaríkjanna árið 2008. Vísir greindi til að mynda frá því að grínistinn hafi fengið Cheney til að árita vatnspyntingatól að spjalli þeirra loknu.„Já, við vorum plötuð. Þú náðir mér, Sacha. Líður þér betur núna?“ spyr Sarah Palin á Facebook-síðu sinni og bætir við að hún hafi nú bæst við langan lista þekktra Bandaríkjamanna sem hafa látið hinn „illa og sjúka“ breska „grínista“ narra sig.Sjá einnig: Dick Cheney áritaði vatnspyntingatólPalin segir að hún hafi ferðast með dóttur sinni til Washington D.C. þar sem viðtalið átti sér stað, en hún hafði talið það vera innlegg í „alvöru heimildarþætti“ eins og hún orðar það. Þar hafi Cohen tekið á móti henni í gervi fyrrverandi hermanns, sem notaðist við hjólastól. Hún segir sig hafa þurft að líða ýmsar svívirðingar í viðtalinu og að grínistinn hafi talað niður til sín og bandarískra hermanna. Að lokum hafi hún fengið nóg, staðið upp og rifið hljóðnemann af sér. Þar að auki segir Palin að framleiðendur þáttanna hafi vísvitandi ekið sér og dóttur hennar á rangan flugvöll. Það hafi orðið til þess að mæðgurnar misstu af fluginu heim til Alaska, þar sem Palin var eitt sinn ríkisstjóri. Hún skorar á Cohen og aðra framleiðendur að gefa ágóðan af þáttunum til samtaka sem styðja við bakið á fyrrverandi hermönnum. Þættir Cohen, sem bera nafnið Who is America? hefja göngu sína næstkomandi mánudag. Færslu Palin má sjá hér að neðan. Bandaríkin Tengdar fréttir Dick Cheney áritaði vatnspyntingatól Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, áritar brúsa sem er hannaður fyrir vatnspyntingar. 9. júlí 2018 20:50 Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Bandaríska stjórnmálakonan Sarah Palin vandar breska grínistanum Sacha Baron Cohen ekki kveðjurnar. Hann er að hennar mati illur og sjúkur eftir að honum tókst að narra Palin í viðtal undir þeim formerkjum að hann væri slasaður, fyrrverandi hermaður. Greint var frá því á dögunum að grínistinn, sem er hvað þekktastur fyrir að glæða Ali G, Borat og Bruno lífi, hafi síðastliðið ár unnið að gerð nýrrar þáttaraðar. Í þáttunum kannar Cohen hinar ýmsu hliðar bandarískra stjórnmála og er hann sagður hafa tekið þungavigtarmenn á borð við Bernie Sanders og Dick Cheney tali - auk fyrrnefndrar Palin, sem bauð sig fram til varaforseta Bandaríkjanna árið 2008. Vísir greindi til að mynda frá því að grínistinn hafi fengið Cheney til að árita vatnspyntingatól að spjalli þeirra loknu.„Já, við vorum plötuð. Þú náðir mér, Sacha. Líður þér betur núna?“ spyr Sarah Palin á Facebook-síðu sinni og bætir við að hún hafi nú bæst við langan lista þekktra Bandaríkjamanna sem hafa látið hinn „illa og sjúka“ breska „grínista“ narra sig.Sjá einnig: Dick Cheney áritaði vatnspyntingatólPalin segir að hún hafi ferðast með dóttur sinni til Washington D.C. þar sem viðtalið átti sér stað, en hún hafði talið það vera innlegg í „alvöru heimildarþætti“ eins og hún orðar það. Þar hafi Cohen tekið á móti henni í gervi fyrrverandi hermanns, sem notaðist við hjólastól. Hún segir sig hafa þurft að líða ýmsar svívirðingar í viðtalinu og að grínistinn hafi talað niður til sín og bandarískra hermanna. Að lokum hafi hún fengið nóg, staðið upp og rifið hljóðnemann af sér. Þar að auki segir Palin að framleiðendur þáttanna hafi vísvitandi ekið sér og dóttur hennar á rangan flugvöll. Það hafi orðið til þess að mæðgurnar misstu af fluginu heim til Alaska, þar sem Palin var eitt sinn ríkisstjóri. Hún skorar á Cohen og aðra framleiðendur að gefa ágóðan af þáttunum til samtaka sem styðja við bakið á fyrrverandi hermönnum. Þættir Cohen, sem bera nafnið Who is America? hefja göngu sína næstkomandi mánudag. Færslu Palin má sjá hér að neðan.
Bandaríkin Tengdar fréttir Dick Cheney áritaði vatnspyntingatól Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, áritar brúsa sem er hannaður fyrir vatnspyntingar. 9. júlí 2018 20:50 Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Dick Cheney áritaði vatnspyntingatól Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, áritar brúsa sem er hannaður fyrir vatnspyntingar. 9. júlí 2018 20:50
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög