Sýður á Palin eftir spjall við hinn „illa“ Cohen Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. júlí 2018 11:27 Sacha Baron Cohen hefur ferðast um Bandaríkin og hrellt hina ýmsu stjórnmálamenn, til að mynda Söruh Palin. Vísir/getty Bandaríska stjórnmálakonan Sarah Palin vandar breska grínistanum Sacha Baron Cohen ekki kveðjurnar. Hann er að hennar mati illur og sjúkur eftir að honum tókst að narra Palin í viðtal undir þeim formerkjum að hann væri slasaður, fyrrverandi hermaður. Greint var frá því á dögunum að grínistinn, sem er hvað þekktastur fyrir að glæða Ali G, Borat og Bruno lífi, hafi síðastliðið ár unnið að gerð nýrrar þáttaraðar. Í þáttunum kannar Cohen hinar ýmsu hliðar bandarískra stjórnmála og er hann sagður hafa tekið þungavigtarmenn á borð við Bernie Sanders og Dick Cheney tali - auk fyrrnefndrar Palin, sem bauð sig fram til varaforseta Bandaríkjanna árið 2008. Vísir greindi til að mynda frá því að grínistinn hafi fengið Cheney til að árita vatnspyntingatól að spjalli þeirra loknu.„Já, við vorum plötuð. Þú náðir mér, Sacha. Líður þér betur núna?“ spyr Sarah Palin á Facebook-síðu sinni og bætir við að hún hafi nú bæst við langan lista þekktra Bandaríkjamanna sem hafa látið hinn „illa og sjúka“ breska „grínista“ narra sig.Sjá einnig: Dick Cheney áritaði vatnspyntingatólPalin segir að hún hafi ferðast með dóttur sinni til Washington D.C. þar sem viðtalið átti sér stað, en hún hafði talið það vera innlegg í „alvöru heimildarþætti“ eins og hún orðar það. Þar hafi Cohen tekið á móti henni í gervi fyrrverandi hermanns, sem notaðist við hjólastól. Hún segir sig hafa þurft að líða ýmsar svívirðingar í viðtalinu og að grínistinn hafi talað niður til sín og bandarískra hermanna. Að lokum hafi hún fengið nóg, staðið upp og rifið hljóðnemann af sér. Þar að auki segir Palin að framleiðendur þáttanna hafi vísvitandi ekið sér og dóttur hennar á rangan flugvöll. Það hafi orðið til þess að mæðgurnar misstu af fluginu heim til Alaska, þar sem Palin var eitt sinn ríkisstjóri. Hún skorar á Cohen og aðra framleiðendur að gefa ágóðan af þáttunum til samtaka sem styðja við bakið á fyrrverandi hermönnum. Þættir Cohen, sem bera nafnið Who is America? hefja göngu sína næstkomandi mánudag. Færslu Palin má sjá hér að neðan. Bandaríkin Tengdar fréttir Dick Cheney áritaði vatnspyntingatól Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, áritar brúsa sem er hannaður fyrir vatnspyntingar. 9. júlí 2018 20:50 Mest lesið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira
Bandaríska stjórnmálakonan Sarah Palin vandar breska grínistanum Sacha Baron Cohen ekki kveðjurnar. Hann er að hennar mati illur og sjúkur eftir að honum tókst að narra Palin í viðtal undir þeim formerkjum að hann væri slasaður, fyrrverandi hermaður. Greint var frá því á dögunum að grínistinn, sem er hvað þekktastur fyrir að glæða Ali G, Borat og Bruno lífi, hafi síðastliðið ár unnið að gerð nýrrar þáttaraðar. Í þáttunum kannar Cohen hinar ýmsu hliðar bandarískra stjórnmála og er hann sagður hafa tekið þungavigtarmenn á borð við Bernie Sanders og Dick Cheney tali - auk fyrrnefndrar Palin, sem bauð sig fram til varaforseta Bandaríkjanna árið 2008. Vísir greindi til að mynda frá því að grínistinn hafi fengið Cheney til að árita vatnspyntingatól að spjalli þeirra loknu.„Já, við vorum plötuð. Þú náðir mér, Sacha. Líður þér betur núna?“ spyr Sarah Palin á Facebook-síðu sinni og bætir við að hún hafi nú bæst við langan lista þekktra Bandaríkjamanna sem hafa látið hinn „illa og sjúka“ breska „grínista“ narra sig.Sjá einnig: Dick Cheney áritaði vatnspyntingatólPalin segir að hún hafi ferðast með dóttur sinni til Washington D.C. þar sem viðtalið átti sér stað, en hún hafði talið það vera innlegg í „alvöru heimildarþætti“ eins og hún orðar það. Þar hafi Cohen tekið á móti henni í gervi fyrrverandi hermanns, sem notaðist við hjólastól. Hún segir sig hafa þurft að líða ýmsar svívirðingar í viðtalinu og að grínistinn hafi talað niður til sín og bandarískra hermanna. Að lokum hafi hún fengið nóg, staðið upp og rifið hljóðnemann af sér. Þar að auki segir Palin að framleiðendur þáttanna hafi vísvitandi ekið sér og dóttur hennar á rangan flugvöll. Það hafi orðið til þess að mæðgurnar misstu af fluginu heim til Alaska, þar sem Palin var eitt sinn ríkisstjóri. Hún skorar á Cohen og aðra framleiðendur að gefa ágóðan af þáttunum til samtaka sem styðja við bakið á fyrrverandi hermönnum. Þættir Cohen, sem bera nafnið Who is America? hefja göngu sína næstkomandi mánudag. Færslu Palin má sjá hér að neðan.
Bandaríkin Tengdar fréttir Dick Cheney áritaði vatnspyntingatól Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, áritar brúsa sem er hannaður fyrir vatnspyntingar. 9. júlí 2018 20:50 Mest lesið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira
Dick Cheney áritaði vatnspyntingatól Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, áritar brúsa sem er hannaður fyrir vatnspyntingar. 9. júlí 2018 20:50