Sýður á Palin eftir spjall við hinn „illa“ Cohen Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. júlí 2018 11:27 Sacha Baron Cohen hefur ferðast um Bandaríkin og hrellt hina ýmsu stjórnmálamenn, til að mynda Söruh Palin. Vísir/getty Bandaríska stjórnmálakonan Sarah Palin vandar breska grínistanum Sacha Baron Cohen ekki kveðjurnar. Hann er að hennar mati illur og sjúkur eftir að honum tókst að narra Palin í viðtal undir þeim formerkjum að hann væri slasaður, fyrrverandi hermaður. Greint var frá því á dögunum að grínistinn, sem er hvað þekktastur fyrir að glæða Ali G, Borat og Bruno lífi, hafi síðastliðið ár unnið að gerð nýrrar þáttaraðar. Í þáttunum kannar Cohen hinar ýmsu hliðar bandarískra stjórnmála og er hann sagður hafa tekið þungavigtarmenn á borð við Bernie Sanders og Dick Cheney tali - auk fyrrnefndrar Palin, sem bauð sig fram til varaforseta Bandaríkjanna árið 2008. Vísir greindi til að mynda frá því að grínistinn hafi fengið Cheney til að árita vatnspyntingatól að spjalli þeirra loknu.„Já, við vorum plötuð. Þú náðir mér, Sacha. Líður þér betur núna?“ spyr Sarah Palin á Facebook-síðu sinni og bætir við að hún hafi nú bæst við langan lista þekktra Bandaríkjamanna sem hafa látið hinn „illa og sjúka“ breska „grínista“ narra sig.Sjá einnig: Dick Cheney áritaði vatnspyntingatólPalin segir að hún hafi ferðast með dóttur sinni til Washington D.C. þar sem viðtalið átti sér stað, en hún hafði talið það vera innlegg í „alvöru heimildarþætti“ eins og hún orðar það. Þar hafi Cohen tekið á móti henni í gervi fyrrverandi hermanns, sem notaðist við hjólastól. Hún segir sig hafa þurft að líða ýmsar svívirðingar í viðtalinu og að grínistinn hafi talað niður til sín og bandarískra hermanna. Að lokum hafi hún fengið nóg, staðið upp og rifið hljóðnemann af sér. Þar að auki segir Palin að framleiðendur þáttanna hafi vísvitandi ekið sér og dóttur hennar á rangan flugvöll. Það hafi orðið til þess að mæðgurnar misstu af fluginu heim til Alaska, þar sem Palin var eitt sinn ríkisstjóri. Hún skorar á Cohen og aðra framleiðendur að gefa ágóðan af þáttunum til samtaka sem styðja við bakið á fyrrverandi hermönnum. Þættir Cohen, sem bera nafnið Who is America? hefja göngu sína næstkomandi mánudag. Færslu Palin má sjá hér að neðan. Bandaríkin Tengdar fréttir Dick Cheney áritaði vatnspyntingatól Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, áritar brúsa sem er hannaður fyrir vatnspyntingar. 9. júlí 2018 20:50 Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
Bandaríska stjórnmálakonan Sarah Palin vandar breska grínistanum Sacha Baron Cohen ekki kveðjurnar. Hann er að hennar mati illur og sjúkur eftir að honum tókst að narra Palin í viðtal undir þeim formerkjum að hann væri slasaður, fyrrverandi hermaður. Greint var frá því á dögunum að grínistinn, sem er hvað þekktastur fyrir að glæða Ali G, Borat og Bruno lífi, hafi síðastliðið ár unnið að gerð nýrrar þáttaraðar. Í þáttunum kannar Cohen hinar ýmsu hliðar bandarískra stjórnmála og er hann sagður hafa tekið þungavigtarmenn á borð við Bernie Sanders og Dick Cheney tali - auk fyrrnefndrar Palin, sem bauð sig fram til varaforseta Bandaríkjanna árið 2008. Vísir greindi til að mynda frá því að grínistinn hafi fengið Cheney til að árita vatnspyntingatól að spjalli þeirra loknu.„Já, við vorum plötuð. Þú náðir mér, Sacha. Líður þér betur núna?“ spyr Sarah Palin á Facebook-síðu sinni og bætir við að hún hafi nú bæst við langan lista þekktra Bandaríkjamanna sem hafa látið hinn „illa og sjúka“ breska „grínista“ narra sig.Sjá einnig: Dick Cheney áritaði vatnspyntingatólPalin segir að hún hafi ferðast með dóttur sinni til Washington D.C. þar sem viðtalið átti sér stað, en hún hafði talið það vera innlegg í „alvöru heimildarþætti“ eins og hún orðar það. Þar hafi Cohen tekið á móti henni í gervi fyrrverandi hermanns, sem notaðist við hjólastól. Hún segir sig hafa þurft að líða ýmsar svívirðingar í viðtalinu og að grínistinn hafi talað niður til sín og bandarískra hermanna. Að lokum hafi hún fengið nóg, staðið upp og rifið hljóðnemann af sér. Þar að auki segir Palin að framleiðendur þáttanna hafi vísvitandi ekið sér og dóttur hennar á rangan flugvöll. Það hafi orðið til þess að mæðgurnar misstu af fluginu heim til Alaska, þar sem Palin var eitt sinn ríkisstjóri. Hún skorar á Cohen og aðra framleiðendur að gefa ágóðan af þáttunum til samtaka sem styðja við bakið á fyrrverandi hermönnum. Þættir Cohen, sem bera nafnið Who is America? hefja göngu sína næstkomandi mánudag. Færslu Palin má sjá hér að neðan.
Bandaríkin Tengdar fréttir Dick Cheney áritaði vatnspyntingatól Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, áritar brúsa sem er hannaður fyrir vatnspyntingar. 9. júlí 2018 20:50 Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
Dick Cheney áritaði vatnspyntingatól Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, áritar brúsa sem er hannaður fyrir vatnspyntingar. 9. júlí 2018 20:50