Fótbolti

Kjóstu besta mark HM í Rússlandi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ahmed Musa skorar seinna mark Nígeríu í 2-0 sigri á Íslandi eftir frábæran sprett upp vinstri kantinn.
Ahmed Musa skorar seinna mark Nígeríu í 2-0 sigri á Íslandi eftir frábæran sprett upp vinstri kantinn. vísir/vilhelm

HM í Rússlandi lauk í gær þegar Frakkar urðu heimsmeistarar eftir 4-2 sigur á Króötum í úrslitaleiknum. Mörg glæsimörk voru skoruð á mótinu og hefur FIFA sett af stað kosningu um besta mark mótsins.

Markið sem Cristiano Ronaldo skoraði beint úr aukaspyrnu gegn Spánverjum og glæsimark Jesse Lingard gegn Panama eru á meðal þeirra 18 marka sem hægt er að kjósa sem besta mark HM.

Þar er einnig seinna markið sem Ahmed Musa skoraði gegn Íslendingum í öðrum leik riðlakeppninnar.

Sumarmessan valdi sín uppáhalds mörk í gær og var flottasta markið að þeirra mati mark Frakkans Benjamin Pavard gegn Argentínu.

Hér má nálgast kosninguna.
Tengdar fréttir

Sumarmessan: Þetta eru 10 flottustu mörk HM

HM í Rússlandi kláraðist í gær þegar Frakkar urðu heimsmeistarar eftir sigur á Króatíu í úrslitaleiknum. Sumarmessan gerði upp mótið á Stöð 2 Sport í gærkvöld og fór meðal annars yfir bestu mörk mótsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.