Svona var blaðamannafundur Guðna Bergs vegna brotthvarfs Heimis Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. júlí 2018 13:30 Guðni Bergsson segir töluverðan áhuga á starfinu erlendis frá. KSÍ Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að plan b, sem hann nefndi á meðan á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu stóð, feli í sér hvernig þeir hafi ætlað að fara í ferlið að leita að nýjum þjálfara. „Við höfum verið með nöfn í huga og unnið með óformlegan lista,“ sagði Guðni á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. „Það er þegar kominn áhugi erlendis frá,“ sagði Guðni. Hann hefði engar áhyggjur af því að finna flottan arftaka. „Við munum fá marga sem hafa áhuga á þessu starfi.“ 56 dagar eru í að Ísland hefur leik í Þjóðadeildinni í haust þar sem liðið mætir Belgíu og Sviss. „Við erum meðvituð um tímarammann.“Ekki þjálfara frá Afríku Aðspurður um hvaða eiginleika nýr þjálfari þyrfti að hafa sagði Guðni „horfa til þjálfara sem getur gengist undir þá hugmyndafræði sem við höfum unnið eftir.“ Einhvern sem skilji hvað íslenska landsliðið snúist um og á hverju landsliðið gengur. Hvað skipti máli í því starfi. Hann segir KSÍ ekki horfa til Suður-Ameríku eða Afríku eftir þjálfurum heldur frekar til þeirra þjóða sem Ísland þekki til. Þó sé bæði verið að skoða innlenda og erlenda þjálfara. „Við erum ekki búin að stilla upp sérstökum karakterum eða þjóðernum.“Óráðið með þjálfarateymið Óvíst sé hvort þjálfarateymi Heimis verði áfram með landsliðinu. „Það er ekki tímabært að fara að ræða það. Þeir hafa staðið sig mjög vel. Það er vissulega áhugi á að skoða það mál frekar með ákveðnum hætti,“ sagði Guðni. Fljótlega þurfi að ræða við þá um mögulegt framhald, eða ekki. Formaðurinn var spurður út í launamálin, hvort til greina kæmi að teyja launaþakið hærra til að klófesta dýran erlendan þjálfara. Guðni sagði pælingar hvað það varðaði ekki tímabærar. „Við erum ekki komin svo langt að hugsa um að hækka launin til að tryggja þjálfara.“ Þá var Guðni spurður út í plön sín varðandi ráðningu yfirmanns knattspyrnuþjálfara sem var hans helsta hugmynd um breytingar á íslenskum fótbolta þegar hann bauð sig fram til formanns í fyrra. Hann segir tíðindi að vænta af þeim málum með haustinu.Textalýsingu frá fundinum má sjá hér að neðan.
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að plan b, sem hann nefndi á meðan á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu stóð, feli í sér hvernig þeir hafi ætlað að fara í ferlið að leita að nýjum þjálfara. „Við höfum verið með nöfn í huga og unnið með óformlegan lista,“ sagði Guðni á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. „Það er þegar kominn áhugi erlendis frá,“ sagði Guðni. Hann hefði engar áhyggjur af því að finna flottan arftaka. „Við munum fá marga sem hafa áhuga á þessu starfi.“ 56 dagar eru í að Ísland hefur leik í Þjóðadeildinni í haust þar sem liðið mætir Belgíu og Sviss. „Við erum meðvituð um tímarammann.“Ekki þjálfara frá Afríku Aðspurður um hvaða eiginleika nýr þjálfari þyrfti að hafa sagði Guðni „horfa til þjálfara sem getur gengist undir þá hugmyndafræði sem við höfum unnið eftir.“ Einhvern sem skilji hvað íslenska landsliðið snúist um og á hverju landsliðið gengur. Hvað skipti máli í því starfi. Hann segir KSÍ ekki horfa til Suður-Ameríku eða Afríku eftir þjálfurum heldur frekar til þeirra þjóða sem Ísland þekki til. Þó sé bæði verið að skoða innlenda og erlenda þjálfara. „Við erum ekki búin að stilla upp sérstökum karakterum eða þjóðernum.“Óráðið með þjálfarateymið Óvíst sé hvort þjálfarateymi Heimis verði áfram með landsliðinu. „Það er ekki tímabært að fara að ræða það. Þeir hafa staðið sig mjög vel. Það er vissulega áhugi á að skoða það mál frekar með ákveðnum hætti,“ sagði Guðni. Fljótlega þurfi að ræða við þá um mögulegt framhald, eða ekki. Formaðurinn var spurður út í launamálin, hvort til greina kæmi að teyja launaþakið hærra til að klófesta dýran erlendan þjálfara. Guðni sagði pælingar hvað það varðaði ekki tímabærar. „Við erum ekki komin svo langt að hugsa um að hækka launin til að tryggja þjálfara.“ Þá var Guðni spurður út í plön sín varðandi ráðningu yfirmanns knattspyrnuþjálfara sem var hans helsta hugmynd um breytingar á íslenskum fótbolta þegar hann bauð sig fram til formanns í fyrra. Hann segir tíðindi að vænta af þeim málum með haustinu.Textalýsingu frá fundinum má sjá hér að neðan.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Heimi fannst ósanngjarnt að taka allan rjómann og sagði því nei takk Vísir var í beinni frá kveðjufundi Heimis Hallgrímssonar. 17. júlí 2018 11:45 Heimir hættur að þjálfa íslenska landsliðið Heimir Hallgrímsson semur ekki áfram við KSÍ. 17. júlí 2018 10:08 Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Sjá meira
Heimi fannst ósanngjarnt að taka allan rjómann og sagði því nei takk Vísir var í beinni frá kveðjufundi Heimis Hallgrímssonar. 17. júlí 2018 11:45
Heimir hættur að þjálfa íslenska landsliðið Heimir Hallgrímsson semur ekki áfram við KSÍ. 17. júlí 2018 10:08
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn