Innlent

Hátíðarþingfundurinn einkennist af valdhroka og sýndarmennsku

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hátíðarþingfundur fer fram á Þingvöllum klukkan 14 í dag.
Hátíðarþingfundur fer fram á Þingvöllum klukkan 14 í dag. Vísir/Pjetur

Stjórnarskrárfélagið segir hátíðarþingfund Alþingis, sem fram fer á Þingvöllum í dag, einkennast af valdhroka og sýndarmennsku. Félagið harmar það að þingið skulið minnast 100 ára afmælis fullveldis þjóðarinnar án þess að einu orði sé minnst á „nýju stjórnarskrá“ Íslendinga - „sem samþykkt var með með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu félagsins.

„Frá árinu 1944 hefur Alþingi haft það verkefni að semja nýja stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland. Ótal stjórnarskrárnefndir hafa verið skipaðar án árangurs. Það var ekki fyrr en þjóðinni var hleypt að málinu að skriður komst á það,“ segir félagið.

Við þetta er að bæta að stjórnarskráin var samþykkt árið 1944 undir þeim skýru formerkjum að um bráðabirgðaplagg væri að ræða. Ljóst var að ekki myndi nást sátt um breytingar á stjórnarskránni áður en Íslendingar öðluðust sjálfstæði frá Dönum. Ákváðu þingmenn því að gera sem minnstar breytingar á fyrirliggjandi stjórnarskrá, skipta út konungi fyrir forseta og taka plaggið svo til endurskoðunar að nýju þegar sjálfstæðishátíðarhöldunum lyki.

Stjórnarskrárfélagið harmar það að Alþingi skuli hafa hunsað niðurstöður fyrrnefndrar þjóðaratkvæðagreiðslu og láðst að taka endurskoðunina fastari tökum. Að mati félagsins endurspeglar þingfundurinn á Þingvöllum því „sýndarmennsku og valdhroka,“ eins og það er orðað.

„Hve lengi á stjórnmálaflokkum á Alþingi að líðast að hunsa fullveldi þjóðarinnar?“ spyr félagið. Hátíðarþingfundur Alþingis á Þingvöllum hefst klukkan 14 í dag.


Tengdar fréttir

Sjónvarpsútsendingin veglegri en áætlað var

Forseti Alþingis segir auknar kröfur um gæði sjónvarpsútsendingar skýra aukinn kostnað við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum. Þingmaður Pírata segir að þetta hefði mátt vera ljóst frá upphafi. Hátíðarfundurinn hefst klukkan 14

80 milljónir í Þingvallafund Alþingis

Áætlaður kostnaður við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum og hátíðarkvöldverð þingforseta er 70 til 80 milljónir króna. Allt að 78 prósent meira en kostnaðaráætlun hafði gert ráð fyrir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.