Hátíðarþingfundurinn einkennist af valdhroka og sýndarmennsku Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. júlí 2018 06:27 Hátíðarþingfundur fer fram á Þingvöllum klukkan 14 í dag. Vísir/Pjetur Stjórnarskrárfélagið segir hátíðarþingfund Alþingis, sem fram fer á Þingvöllum í dag, einkennast af valdhroka og sýndarmennsku. Félagið harmar það að þingið skulið minnast 100 ára afmælis fullveldis þjóðarinnar án þess að einu orði sé minnst á „nýju stjórnarskrá“ Íslendinga - „sem samþykkt var með með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu félagsins. „Frá árinu 1944 hefur Alþingi haft það verkefni að semja nýja stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland. Ótal stjórnarskrárnefndir hafa verið skipaðar án árangurs. Það var ekki fyrr en þjóðinni var hleypt að málinu að skriður komst á það,“ segir félagið. Við þetta er að bæta að stjórnarskráin var samþykkt árið 1944 undir þeim skýru formerkjum að um bráðabirgðaplagg væri að ræða. Ljóst var að ekki myndi nást sátt um breytingar á stjórnarskránni áður en Íslendingar öðluðust sjálfstæði frá Dönum. Ákváðu þingmenn því að gera sem minnstar breytingar á fyrirliggjandi stjórnarskrá, skipta út konungi fyrir forseta og taka plaggið svo til endurskoðunar að nýju þegar sjálfstæðishátíðarhöldunum lyki. Stjórnarskrárfélagið harmar það að Alþingi skuli hafa hunsað niðurstöður fyrrnefndrar þjóðaratkvæðagreiðslu og láðst að taka endurskoðunina fastari tökum. Að mati félagsins endurspeglar þingfundurinn á Þingvöllum því „sýndarmennsku og valdhroka,“ eins og það er orðað. „Hve lengi á stjórnmálaflokkum á Alþingi að líðast að hunsa fullveldi þjóðarinnar?“ spyr félagið. Hátíðarþingfundur Alþingis á Þingvöllum hefst klukkan 14 í dag. Alþingi Tengdar fréttir Gagnrýna vinnubrögð þingsins við bókastyrk vegna fullveldisafmælis Átta bókaútgefendur gagnrýna styrkveitingu Alþingi til Hins íslenska bókmenntafélags vegna útgáfu tveggja verka í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. 17. júlí 2018 08:48 80 milljónir í Þingvallafund Alþingis Áætlaður kostnaður við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum og hátíðarkvöldverð þingforseta er 70 til 80 milljónir króna. Allt að 78 prósent meira en kostnaðaráætlun hafði gert ráð fyrir. 17. júlí 2018 07:00 Sjónvarpsútsendingin veglegri en áætlað var Forseti Alþingis segir auknar kröfur um gæði sjónvarpsútsendingar skýra aukinn kostnað við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum. Þingmaður Pírata segir að þetta hefði mátt vera ljóst frá upphafi. Hátíðarfundurinn hefst klukkan 14 18. júlí 2018 06:00 Alþingi fagnar því að 100 ár eru liðin frá samningi þess við Dani um fullveldi Íslands Forseti Alþingis segir eðlilegt að þingið minnist fullveldis Íslands með hátíðarfundi á Þingvöllum á morgun, enda hafi Alþingi haft veg og vanda að fullveldissamningunum við danska þingið á sínum tíma. 17. júlí 2018 12:30 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Stjórnarskrárfélagið segir hátíðarþingfund Alþingis, sem fram fer á Þingvöllum í dag, einkennast af valdhroka og sýndarmennsku. Félagið harmar það að þingið skulið minnast 100 ára afmælis fullveldis þjóðarinnar án þess að einu orði sé minnst á „nýju stjórnarskrá“ Íslendinga - „sem samþykkt var með með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu félagsins. „Frá árinu 1944 hefur Alþingi haft það verkefni að semja nýja stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland. Ótal stjórnarskrárnefndir hafa verið skipaðar án árangurs. Það var ekki fyrr en þjóðinni var hleypt að málinu að skriður komst á það,“ segir félagið. Við þetta er að bæta að stjórnarskráin var samþykkt árið 1944 undir þeim skýru formerkjum að um bráðabirgðaplagg væri að ræða. Ljóst var að ekki myndi nást sátt um breytingar á stjórnarskránni áður en Íslendingar öðluðust sjálfstæði frá Dönum. Ákváðu þingmenn því að gera sem minnstar breytingar á fyrirliggjandi stjórnarskrá, skipta út konungi fyrir forseta og taka plaggið svo til endurskoðunar að nýju þegar sjálfstæðishátíðarhöldunum lyki. Stjórnarskrárfélagið harmar það að Alþingi skuli hafa hunsað niðurstöður fyrrnefndrar þjóðaratkvæðagreiðslu og láðst að taka endurskoðunina fastari tökum. Að mati félagsins endurspeglar þingfundurinn á Þingvöllum því „sýndarmennsku og valdhroka,“ eins og það er orðað. „Hve lengi á stjórnmálaflokkum á Alþingi að líðast að hunsa fullveldi þjóðarinnar?“ spyr félagið. Hátíðarþingfundur Alþingis á Þingvöllum hefst klukkan 14 í dag.
Alþingi Tengdar fréttir Gagnrýna vinnubrögð þingsins við bókastyrk vegna fullveldisafmælis Átta bókaútgefendur gagnrýna styrkveitingu Alþingi til Hins íslenska bókmenntafélags vegna útgáfu tveggja verka í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. 17. júlí 2018 08:48 80 milljónir í Þingvallafund Alþingis Áætlaður kostnaður við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum og hátíðarkvöldverð þingforseta er 70 til 80 milljónir króna. Allt að 78 prósent meira en kostnaðaráætlun hafði gert ráð fyrir. 17. júlí 2018 07:00 Sjónvarpsútsendingin veglegri en áætlað var Forseti Alþingis segir auknar kröfur um gæði sjónvarpsútsendingar skýra aukinn kostnað við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum. Þingmaður Pírata segir að þetta hefði mátt vera ljóst frá upphafi. Hátíðarfundurinn hefst klukkan 14 18. júlí 2018 06:00 Alþingi fagnar því að 100 ár eru liðin frá samningi þess við Dani um fullveldi Íslands Forseti Alþingis segir eðlilegt að þingið minnist fullveldis Íslands með hátíðarfundi á Þingvöllum á morgun, enda hafi Alþingi haft veg og vanda að fullveldissamningunum við danska þingið á sínum tíma. 17. júlí 2018 12:30 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Gagnrýna vinnubrögð þingsins við bókastyrk vegna fullveldisafmælis Átta bókaútgefendur gagnrýna styrkveitingu Alþingi til Hins íslenska bókmenntafélags vegna útgáfu tveggja verka í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. 17. júlí 2018 08:48
80 milljónir í Þingvallafund Alþingis Áætlaður kostnaður við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum og hátíðarkvöldverð þingforseta er 70 til 80 milljónir króna. Allt að 78 prósent meira en kostnaðaráætlun hafði gert ráð fyrir. 17. júlí 2018 07:00
Sjónvarpsútsendingin veglegri en áætlað var Forseti Alþingis segir auknar kröfur um gæði sjónvarpsútsendingar skýra aukinn kostnað við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum. Þingmaður Pírata segir að þetta hefði mátt vera ljóst frá upphafi. Hátíðarfundurinn hefst klukkan 14 18. júlí 2018 06:00
Alþingi fagnar því að 100 ár eru liðin frá samningi þess við Dani um fullveldi Íslands Forseti Alþingis segir eðlilegt að þingið minnist fullveldis Íslands með hátíðarfundi á Þingvöllum á morgun, enda hafi Alþingi haft veg og vanda að fullveldissamningunum við danska þingið á sínum tíma. 17. júlí 2018 12:30