Alþingi fagnar því að 100 ár eru liðin frá samningi þess við Dani um fullveldi Íslands Heimir Már Pétursson skrifar 17. júlí 2018 12:30 Forseti Alþingis segir eðlilegt að þingið minnist fullveldis Íslands með hátíðarfundi á Þingvöllum á morgun, enda hafi Alþingi haft veg og vanda að fullveldissamningunum við danska þingið á sínum tíma. Kostnaður við hátíðarfundinn hafi aðallega vaxið vegna kostnaðar við þriggja tíma beina útsendingu frá Þingvöllum. Alþingi kemur saman í dag í Alþingishúsinu til fyrri umræðu um tvær þingsályktunartillögur formanna allra flokka á þingi í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslands. Tillögurnar eru annars vegar um stofnun Barnamenningarsjóðs með fimm hundruð milljóna framlagi sem dreifist á næstu fimm ár og hins vegar um kaup á nýju og fullkomnu rannsóknarskipi fyrir Hafrannsóknarstofnun. Á morgun kemur Alþingi síðan saman til hátíðarfundar á Þingvöllum þar sem seinni umræða um þessar þingsályktanir fer fram. Í Fréttablaðinu í dag segir að kostnaður við þann fund hafi farið langt fram úr áætlunum og muni kosta um 80 milljónir króna. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir þennan kostnaðarauka aðallega hafa orðið til vegna óvænts kostnaðar við mikla og langa beina útsendingu Ríkissjónvarpsins frá fundinum. „En það er lagt í hana og við vinnum það með Sjónvarpinu til að auðvelda þjóðinni að eiga hlutdeild í fundinum með góðri og vandaðri sjónvarpsútsendingu. Það er nú það sem ég er upplýstur um að sé dýrara en menn höfðu gert ráð fyrir. En að öðru leyti er þetta með hefðbundnu og ef eitthvað er látlausara sniði,“ segir Steingrímur. En þótt þjóðin geti fylgst með hátíðarfundinum í sjónvarpi segir Steingrímur langt í frá að fólk sé ekki velkomið til Þingvalla til að minnast fullveldisafmælisins. „Almenningur er velkominn á Þingvöll. Þetta er þingfundur í heyranda hljóði og opinn eins og þeir eru jafnan. Fólk er að sjálfsögðu velkomið og við fögnum því að þeir sem áhuga hafa á komi og fylgist með fundinum og eiga vonandi þá með okkur notarlegan dag á Þingvöllum,“ segir forseti Alþingis. Hins vegar sé þetta ekki skipulagt eins og þjóðhátíð þar sem mikill fjöldi kæmi saman og því töluvert lagt upp úr vandaðri sjónvarpsútsendingu. Steingrímur býst ekki við að þingmenn taki upp önnur mál en sett hafi verið fyrir fundinn enda sé fundurinn unninn í mikilli og góðri samvinnu formanna allra flokka á Alþingi. Það sé aftur á móti full ástæða til að Alþingi fagni þessum merku tímamótum í sögu þjóðarinnar. „Hlutdeild Alþingis í þessu er auðvitað mikil. Vegna þess að það voru þingmenn og það var þingið sem stóð að samningum við Dani á sínum tíma. Það voru danska og íslenska þjóðþingið sem veittu í raun og veru umboðið til samninganna. Þesss vegna er þetta atburður sem Alþingi og reyndar danska þjóðþingið eru tengd mjög sterkum böndum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Alþingi Tengdar fréttir Gagnrýna vinnubrögð þingsins við bókastyrk vegna fullveldisafmælis Átta bókaútgefendur gagnrýna styrkveitingu Alþingi til Hins íslenska bókmenntafélags vegna útgáfu tveggja verka í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. 17. júlí 2018 08:48 80 milljónir í Þingvallafund Alþingis Áætlaður kostnaður við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum og hátíðarkvöldverð þingforseta er 70 til 80 milljónir króna. Allt að 78 prósent meira en kostnaðaráætlun hafði gert ráð fyrir. 17. júlí 2018 07:00 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Forseti Alþingis segir eðlilegt að þingið minnist fullveldis Íslands með hátíðarfundi á Þingvöllum á morgun, enda hafi Alþingi haft veg og vanda að fullveldissamningunum við danska þingið á sínum tíma. Kostnaður við hátíðarfundinn hafi aðallega vaxið vegna kostnaðar við þriggja tíma beina útsendingu frá Þingvöllum. Alþingi kemur saman í dag í Alþingishúsinu til fyrri umræðu um tvær þingsályktunartillögur formanna allra flokka á þingi í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslands. Tillögurnar eru annars vegar um stofnun Barnamenningarsjóðs með fimm hundruð milljóna framlagi sem dreifist á næstu fimm ár og hins vegar um kaup á nýju og fullkomnu rannsóknarskipi fyrir Hafrannsóknarstofnun. Á morgun kemur Alþingi síðan saman til hátíðarfundar á Þingvöllum þar sem seinni umræða um þessar þingsályktanir fer fram. Í Fréttablaðinu í dag segir að kostnaður við þann fund hafi farið langt fram úr áætlunum og muni kosta um 80 milljónir króna. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir þennan kostnaðarauka aðallega hafa orðið til vegna óvænts kostnaðar við mikla og langa beina útsendingu Ríkissjónvarpsins frá fundinum. „En það er lagt í hana og við vinnum það með Sjónvarpinu til að auðvelda þjóðinni að eiga hlutdeild í fundinum með góðri og vandaðri sjónvarpsútsendingu. Það er nú það sem ég er upplýstur um að sé dýrara en menn höfðu gert ráð fyrir. En að öðru leyti er þetta með hefðbundnu og ef eitthvað er látlausara sniði,“ segir Steingrímur. En þótt þjóðin geti fylgst með hátíðarfundinum í sjónvarpi segir Steingrímur langt í frá að fólk sé ekki velkomið til Þingvalla til að minnast fullveldisafmælisins. „Almenningur er velkominn á Þingvöll. Þetta er þingfundur í heyranda hljóði og opinn eins og þeir eru jafnan. Fólk er að sjálfsögðu velkomið og við fögnum því að þeir sem áhuga hafa á komi og fylgist með fundinum og eiga vonandi þá með okkur notarlegan dag á Þingvöllum,“ segir forseti Alþingis. Hins vegar sé þetta ekki skipulagt eins og þjóðhátíð þar sem mikill fjöldi kæmi saman og því töluvert lagt upp úr vandaðri sjónvarpsútsendingu. Steingrímur býst ekki við að þingmenn taki upp önnur mál en sett hafi verið fyrir fundinn enda sé fundurinn unninn í mikilli og góðri samvinnu formanna allra flokka á Alþingi. Það sé aftur á móti full ástæða til að Alþingi fagni þessum merku tímamótum í sögu þjóðarinnar. „Hlutdeild Alþingis í þessu er auðvitað mikil. Vegna þess að það voru þingmenn og það var þingið sem stóð að samningum við Dani á sínum tíma. Það voru danska og íslenska þjóðþingið sem veittu í raun og veru umboðið til samninganna. Þesss vegna er þetta atburður sem Alþingi og reyndar danska þjóðþingið eru tengd mjög sterkum böndum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.
Alþingi Tengdar fréttir Gagnrýna vinnubrögð þingsins við bókastyrk vegna fullveldisafmælis Átta bókaútgefendur gagnrýna styrkveitingu Alþingi til Hins íslenska bókmenntafélags vegna útgáfu tveggja verka í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. 17. júlí 2018 08:48 80 milljónir í Þingvallafund Alþingis Áætlaður kostnaður við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum og hátíðarkvöldverð þingforseta er 70 til 80 milljónir króna. Allt að 78 prósent meira en kostnaðaráætlun hafði gert ráð fyrir. 17. júlí 2018 07:00 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Gagnrýna vinnubrögð þingsins við bókastyrk vegna fullveldisafmælis Átta bókaútgefendur gagnrýna styrkveitingu Alþingi til Hins íslenska bókmenntafélags vegna útgáfu tveggja verka í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. 17. júlí 2018 08:48
80 milljónir í Þingvallafund Alþingis Áætlaður kostnaður við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum og hátíðarkvöldverð þingforseta er 70 til 80 milljónir króna. Allt að 78 prósent meira en kostnaðaráætlun hafði gert ráð fyrir. 17. júlí 2018 07:00