Alþingi fagnar því að 100 ár eru liðin frá samningi þess við Dani um fullveldi Íslands Heimir Már Pétursson skrifar 17. júlí 2018 12:30 Forseti Alþingis segir eðlilegt að þingið minnist fullveldis Íslands með hátíðarfundi á Þingvöllum á morgun, enda hafi Alþingi haft veg og vanda að fullveldissamningunum við danska þingið á sínum tíma. Kostnaður við hátíðarfundinn hafi aðallega vaxið vegna kostnaðar við þriggja tíma beina útsendingu frá Þingvöllum. Alþingi kemur saman í dag í Alþingishúsinu til fyrri umræðu um tvær þingsályktunartillögur formanna allra flokka á þingi í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslands. Tillögurnar eru annars vegar um stofnun Barnamenningarsjóðs með fimm hundruð milljóna framlagi sem dreifist á næstu fimm ár og hins vegar um kaup á nýju og fullkomnu rannsóknarskipi fyrir Hafrannsóknarstofnun. Á morgun kemur Alþingi síðan saman til hátíðarfundar á Þingvöllum þar sem seinni umræða um þessar þingsályktanir fer fram. Í Fréttablaðinu í dag segir að kostnaður við þann fund hafi farið langt fram úr áætlunum og muni kosta um 80 milljónir króna. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir þennan kostnaðarauka aðallega hafa orðið til vegna óvænts kostnaðar við mikla og langa beina útsendingu Ríkissjónvarpsins frá fundinum. „En það er lagt í hana og við vinnum það með Sjónvarpinu til að auðvelda þjóðinni að eiga hlutdeild í fundinum með góðri og vandaðri sjónvarpsútsendingu. Það er nú það sem ég er upplýstur um að sé dýrara en menn höfðu gert ráð fyrir. En að öðru leyti er þetta með hefðbundnu og ef eitthvað er látlausara sniði,“ segir Steingrímur. En þótt þjóðin geti fylgst með hátíðarfundinum í sjónvarpi segir Steingrímur langt í frá að fólk sé ekki velkomið til Þingvalla til að minnast fullveldisafmælisins. „Almenningur er velkominn á Þingvöll. Þetta er þingfundur í heyranda hljóði og opinn eins og þeir eru jafnan. Fólk er að sjálfsögðu velkomið og við fögnum því að þeir sem áhuga hafa á komi og fylgist með fundinum og eiga vonandi þá með okkur notarlegan dag á Þingvöllum,“ segir forseti Alþingis. Hins vegar sé þetta ekki skipulagt eins og þjóðhátíð þar sem mikill fjöldi kæmi saman og því töluvert lagt upp úr vandaðri sjónvarpsútsendingu. Steingrímur býst ekki við að þingmenn taki upp önnur mál en sett hafi verið fyrir fundinn enda sé fundurinn unninn í mikilli og góðri samvinnu formanna allra flokka á Alþingi. Það sé aftur á móti full ástæða til að Alþingi fagni þessum merku tímamótum í sögu þjóðarinnar. „Hlutdeild Alþingis í þessu er auðvitað mikil. Vegna þess að það voru þingmenn og það var þingið sem stóð að samningum við Dani á sínum tíma. Það voru danska og íslenska þjóðþingið sem veittu í raun og veru umboðið til samninganna. Þesss vegna er þetta atburður sem Alþingi og reyndar danska þjóðþingið eru tengd mjög sterkum böndum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Alþingi Tengdar fréttir Gagnrýna vinnubrögð þingsins við bókastyrk vegna fullveldisafmælis Átta bókaútgefendur gagnrýna styrkveitingu Alþingi til Hins íslenska bókmenntafélags vegna útgáfu tveggja verka í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. 17. júlí 2018 08:48 80 milljónir í Þingvallafund Alþingis Áætlaður kostnaður við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum og hátíðarkvöldverð þingforseta er 70 til 80 milljónir króna. Allt að 78 prósent meira en kostnaðaráætlun hafði gert ráð fyrir. 17. júlí 2018 07:00 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Sjá meira
Forseti Alþingis segir eðlilegt að þingið minnist fullveldis Íslands með hátíðarfundi á Þingvöllum á morgun, enda hafi Alþingi haft veg og vanda að fullveldissamningunum við danska þingið á sínum tíma. Kostnaður við hátíðarfundinn hafi aðallega vaxið vegna kostnaðar við þriggja tíma beina útsendingu frá Þingvöllum. Alþingi kemur saman í dag í Alþingishúsinu til fyrri umræðu um tvær þingsályktunartillögur formanna allra flokka á þingi í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslands. Tillögurnar eru annars vegar um stofnun Barnamenningarsjóðs með fimm hundruð milljóna framlagi sem dreifist á næstu fimm ár og hins vegar um kaup á nýju og fullkomnu rannsóknarskipi fyrir Hafrannsóknarstofnun. Á morgun kemur Alþingi síðan saman til hátíðarfundar á Þingvöllum þar sem seinni umræða um þessar þingsályktanir fer fram. Í Fréttablaðinu í dag segir að kostnaður við þann fund hafi farið langt fram úr áætlunum og muni kosta um 80 milljónir króna. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir þennan kostnaðarauka aðallega hafa orðið til vegna óvænts kostnaðar við mikla og langa beina útsendingu Ríkissjónvarpsins frá fundinum. „En það er lagt í hana og við vinnum það með Sjónvarpinu til að auðvelda þjóðinni að eiga hlutdeild í fundinum með góðri og vandaðri sjónvarpsútsendingu. Það er nú það sem ég er upplýstur um að sé dýrara en menn höfðu gert ráð fyrir. En að öðru leyti er þetta með hefðbundnu og ef eitthvað er látlausara sniði,“ segir Steingrímur. En þótt þjóðin geti fylgst með hátíðarfundinum í sjónvarpi segir Steingrímur langt í frá að fólk sé ekki velkomið til Þingvalla til að minnast fullveldisafmælisins. „Almenningur er velkominn á Þingvöll. Þetta er þingfundur í heyranda hljóði og opinn eins og þeir eru jafnan. Fólk er að sjálfsögðu velkomið og við fögnum því að þeir sem áhuga hafa á komi og fylgist með fundinum og eiga vonandi þá með okkur notarlegan dag á Þingvöllum,“ segir forseti Alþingis. Hins vegar sé þetta ekki skipulagt eins og þjóðhátíð þar sem mikill fjöldi kæmi saman og því töluvert lagt upp úr vandaðri sjónvarpsútsendingu. Steingrímur býst ekki við að þingmenn taki upp önnur mál en sett hafi verið fyrir fundinn enda sé fundurinn unninn í mikilli og góðri samvinnu formanna allra flokka á Alþingi. Það sé aftur á móti full ástæða til að Alþingi fagni þessum merku tímamótum í sögu þjóðarinnar. „Hlutdeild Alþingis í þessu er auðvitað mikil. Vegna þess að það voru þingmenn og það var þingið sem stóð að samningum við Dani á sínum tíma. Það voru danska og íslenska þjóðþingið sem veittu í raun og veru umboðið til samninganna. Þesss vegna er þetta atburður sem Alþingi og reyndar danska þjóðþingið eru tengd mjög sterkum böndum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.
Alþingi Tengdar fréttir Gagnrýna vinnubrögð þingsins við bókastyrk vegna fullveldisafmælis Átta bókaútgefendur gagnrýna styrkveitingu Alþingi til Hins íslenska bókmenntafélags vegna útgáfu tveggja verka í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. 17. júlí 2018 08:48 80 milljónir í Þingvallafund Alþingis Áætlaður kostnaður við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum og hátíðarkvöldverð þingforseta er 70 til 80 milljónir króna. Allt að 78 prósent meira en kostnaðaráætlun hafði gert ráð fyrir. 17. júlí 2018 07:00 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Sjá meira
Gagnrýna vinnubrögð þingsins við bókastyrk vegna fullveldisafmælis Átta bókaútgefendur gagnrýna styrkveitingu Alþingi til Hins íslenska bókmenntafélags vegna útgáfu tveggja verka í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. 17. júlí 2018 08:48
80 milljónir í Þingvallafund Alþingis Áætlaður kostnaður við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum og hátíðarkvöldverð þingforseta er 70 til 80 milljónir króna. Allt að 78 prósent meira en kostnaðaráætlun hafði gert ráð fyrir. 17. júlí 2018 07:00