Fótbolti

Þjálfari hinna nýliðanna líka hættur

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Hernan Dario Gomez á hliðarlínunni í Rússlandi
Hernan Dario Gomez á hliðarlínunni í Rússlandi vísir/getty

Hernan Dario Gomez er hættur að þjálfa landslið Panama og hefur þegar í stað verið ráðinn landsliðsþjálfari Ekvador.

Hann tilkynnti uppsögn sína sama dag og Heimir Hallgrímsson tilkynnti að hann yrði ekki lengur landsliðsþjálfari Íslands. Því eru báðir nýliðarnir á HM í Rússlandi án þjálfara.

Panama og Ísland voru einu tvær þjóðirnar sem voru að keppa í fyrsta skipti í lokakeppni Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu á HM í Rússlandi í sumar.

Panama fékk ekkert stig á mótinu og hafnaði í neðsta sæti G-riðils eftir 3-0 tap gegn Belgíu, 6-1 tap gegn Englandi og 2-1 tap gegn Túnis.

Gomez er þrautreyndur í landsliðsþjálfarastarfi en hann kom heimaþjóð sinni, Kólumbíu, inn á HM í Frakklandi 1998 og tók svo við Ekvador þar sem hann náði að koma þeim inn á HM í Suður Kóreu og Japan.

Hann er nú mættur aftur til Ekvador og er ætlað að rífa liðið upp eftir að hafa hafnað í 8.sæti af 10 liðum í undankeppni HM.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.