Píratar sniðganga hátíðarfund Alþingis vegna Piu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. júlí 2018 12:13 Þingmenn Pírata sjá engan annan kost en að sniðganga hátíðarfund Alþingis. Vísir/antonbrink Þingflokkur Pírata hefur ákveðið að sniðganga hátíðarfund Alþingis sem fer fram á Þingvöllum klukkan tvö í dag. Þingmenn Pírata segja að það hafi verið óforsvaranleg ákvörðun að bjóða Piu Kjærsgaard að flytja ávarp fyrir hönd dönsku þjóðarinnar í tilefni af hundrað ára afmæli fullveldis Íslands. Af þeim sökum sjái þeir sér ekki fært að mæta á fundinn. Pia er afar umdeildur stjórnmálamaður og ekki síst vegna framgöngu sinnar í innflytjendamálum og baráttu gegn fjölmenningu og Íslam. Sjá nánar: Undrun og reiði vegna ávarps forseta danska þingsinsÍ tilkynningu sem þingflokkur Pírata sendi frá sér segir að það hafi ekki verið nein nauðsyn að bjóða Piu að ávarpa hátíðarfundinn. Slíkir fundir eigi að efla samstöðu þjóðarinnar en ekki vera vettvangur fyrir málsvara sundrungar. „Hátíðarhöld sem þessi eru vandmeðfarin á tímum uppgangs þjóðernishyggju um víða veröld. Það er sjálfsagt og eðlilegt að fagna tímamótum sem þessum en það er varhugarvert að gefa þjóðernishyggju á nokkurn hátt undir fótinn við slík tilefni. Íslenska þjóðin á betra skilið, en að gælt sé við öfgaþjóðernishyggju í hennar nafni.“ Þingmennirnir segja að Pia sé stofnandi „eins mannfjandsamlegasta flokks Norðurlandanna“ og bæta við að það sé mikið áhyggjuefni að hún sé forseti danska þjóðþingsins.Pia Kjærsgaard, forseti danska þjóðþingsins, flytur ávarp á hátíðarfundi á Þingvöllum í dag.Vísir/gettyHér að neðan er hægt að lesa tilkynninguna:Þingflokkur Pírata hefur ákveðið að sniðganga hátíðarfund Alþingis sem fram fer á Þingvöllum í dag.Ástæðan er óforsvaranleg ákvörðun um að bjóða einum helsta höfundi og talsmanni útlendingaandúðar í Evrópu að ávarpa Alþingi á Þingvöllum á aldarafmæli fullveldis Íslendinga. Engin hefð er fyrir því að erlendir gestir ávarpi þingfundi af þessu tagi og engin nauðsyn var því að bjóða Piu Kjærsgaard að ávarpa hátíðarfund á Þingvölllum. Hátíðarfundir eiga að efla samstöðu þjóðarinnar, ekki að verða vettvangur fyrir málsvara sundrungar.Hátíðarhöld sem þessi eru vandmeðfarin á tímum uppgangs þjóðernishyggju um víða veröld. Það er sjálfsagt og eðlilegt að fagna tímamótum sem þessum en það er varhugavert að gefa þjóðernishyggju á nokkurn hátt undir fótinn við slík tilefni. Íslenska þjóðin á betra skilið, en að gælt sé við öfgaþjóðernishyggju í hennar nafni.Piu Kjærsgaard var boðið á Alþingi vegna þess embættis sem hún gegnir.Sú staðreynd að stofnandi eins mannfjandsamlegasta flokks Norðurlandanna sitji sem forseti danska þingsins er í sjálfu sér mikið áhyggjuefni.Að utanþingsmanni sem hefur unnið jafn ötullega að því að ala á sundrungu, útlendingahatri og Pia Kjærsgaard hefur gert sé boðið heiðursávarp á hátíðarfundi sem sameina ætti okkur Íslendinga, burtséð frá trú okkar og uppruna er hneyksli.Þingflokkur Pírata vill koma því á framfæri að þessi ákvörðun reyndist okkur erfið. Upphaflega stóð til að taka þátt í hátíðarhöldum og segja má að við höfum flotið sofandi að feigðarósi þar sem persóna heiðursgestsins varð okkur ekki ljós fyrr en við fréttaflutning í gær.Grunnstefna Pírata býður okkur eftir sem áður að skipta um skoðun í ljósi nýrra upplýsinga og við getum ekki, samvisku okkar vegna, tekið þátt í því að heiðra manneskju sem ber hvorki virðingu fyrir manneskjum af öðrum uppruna en sínum eigin, né grunngildum allra heilbrigðra lýðræðissamfélaga. Með slíku er minningu um fullveldislög Íslendinga enginn greiði gerður. Á þessum tímamótum óskum við Íslendingum til hamingju með áfangann og þökkum sömuleiðis öllum þeim sem komu að undirbúningi hátíðarhaldanna. Okkur þykir þetta leitt en við sáum okkur engan annan kost en að láta samviskuna ráða ferð. Alþingi Tengdar fréttir Undrun og reiði vegna ávarps forseta danska þingsins Ávarp forseta danska þingsins á hátíðarfundi hefur vakið bæði undrun og reiði á meðal Íslendinga. 18. júlí 2018 10:44 Bein útsending: Hátíðarfundur Alþingis á Þingvöllum Hátíðarfundur Alþingis vegna 100 ára afmælis fullveldisins Íslands hefst klukkan 14 í dag. 18. júlí 2018 12:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
Þingflokkur Pírata hefur ákveðið að sniðganga hátíðarfund Alþingis sem fer fram á Þingvöllum klukkan tvö í dag. Þingmenn Pírata segja að það hafi verið óforsvaranleg ákvörðun að bjóða Piu Kjærsgaard að flytja ávarp fyrir hönd dönsku þjóðarinnar í tilefni af hundrað ára afmæli fullveldis Íslands. Af þeim sökum sjái þeir sér ekki fært að mæta á fundinn. Pia er afar umdeildur stjórnmálamaður og ekki síst vegna framgöngu sinnar í innflytjendamálum og baráttu gegn fjölmenningu og Íslam. Sjá nánar: Undrun og reiði vegna ávarps forseta danska þingsinsÍ tilkynningu sem þingflokkur Pírata sendi frá sér segir að það hafi ekki verið nein nauðsyn að bjóða Piu að ávarpa hátíðarfundinn. Slíkir fundir eigi að efla samstöðu þjóðarinnar en ekki vera vettvangur fyrir málsvara sundrungar. „Hátíðarhöld sem þessi eru vandmeðfarin á tímum uppgangs þjóðernishyggju um víða veröld. Það er sjálfsagt og eðlilegt að fagna tímamótum sem þessum en það er varhugarvert að gefa þjóðernishyggju á nokkurn hátt undir fótinn við slík tilefni. Íslenska þjóðin á betra skilið, en að gælt sé við öfgaþjóðernishyggju í hennar nafni.“ Þingmennirnir segja að Pia sé stofnandi „eins mannfjandsamlegasta flokks Norðurlandanna“ og bæta við að það sé mikið áhyggjuefni að hún sé forseti danska þjóðþingsins.Pia Kjærsgaard, forseti danska þjóðþingsins, flytur ávarp á hátíðarfundi á Þingvöllum í dag.Vísir/gettyHér að neðan er hægt að lesa tilkynninguna:Þingflokkur Pírata hefur ákveðið að sniðganga hátíðarfund Alþingis sem fram fer á Þingvöllum í dag.Ástæðan er óforsvaranleg ákvörðun um að bjóða einum helsta höfundi og talsmanni útlendingaandúðar í Evrópu að ávarpa Alþingi á Þingvöllum á aldarafmæli fullveldis Íslendinga. Engin hefð er fyrir því að erlendir gestir ávarpi þingfundi af þessu tagi og engin nauðsyn var því að bjóða Piu Kjærsgaard að ávarpa hátíðarfund á Þingvölllum. Hátíðarfundir eiga að efla samstöðu þjóðarinnar, ekki að verða vettvangur fyrir málsvara sundrungar.Hátíðarhöld sem þessi eru vandmeðfarin á tímum uppgangs þjóðernishyggju um víða veröld. Það er sjálfsagt og eðlilegt að fagna tímamótum sem þessum en það er varhugavert að gefa þjóðernishyggju á nokkurn hátt undir fótinn við slík tilefni. Íslenska þjóðin á betra skilið, en að gælt sé við öfgaþjóðernishyggju í hennar nafni.Piu Kjærsgaard var boðið á Alþingi vegna þess embættis sem hún gegnir.Sú staðreynd að stofnandi eins mannfjandsamlegasta flokks Norðurlandanna sitji sem forseti danska þingsins er í sjálfu sér mikið áhyggjuefni.Að utanþingsmanni sem hefur unnið jafn ötullega að því að ala á sundrungu, útlendingahatri og Pia Kjærsgaard hefur gert sé boðið heiðursávarp á hátíðarfundi sem sameina ætti okkur Íslendinga, burtséð frá trú okkar og uppruna er hneyksli.Þingflokkur Pírata vill koma því á framfæri að þessi ákvörðun reyndist okkur erfið. Upphaflega stóð til að taka þátt í hátíðarhöldum og segja má að við höfum flotið sofandi að feigðarósi þar sem persóna heiðursgestsins varð okkur ekki ljós fyrr en við fréttaflutning í gær.Grunnstefna Pírata býður okkur eftir sem áður að skipta um skoðun í ljósi nýrra upplýsinga og við getum ekki, samvisku okkar vegna, tekið þátt í því að heiðra manneskju sem ber hvorki virðingu fyrir manneskjum af öðrum uppruna en sínum eigin, né grunngildum allra heilbrigðra lýðræðissamfélaga. Með slíku er minningu um fullveldislög Íslendinga enginn greiði gerður. Á þessum tímamótum óskum við Íslendingum til hamingju með áfangann og þökkum sömuleiðis öllum þeim sem komu að undirbúningi hátíðarhaldanna. Okkur þykir þetta leitt en við sáum okkur engan annan kost en að láta samviskuna ráða ferð.
Alþingi Tengdar fréttir Undrun og reiði vegna ávarps forseta danska þingsins Ávarp forseta danska þingsins á hátíðarfundi hefur vakið bæði undrun og reiði á meðal Íslendinga. 18. júlí 2018 10:44 Bein útsending: Hátíðarfundur Alþingis á Þingvöllum Hátíðarfundur Alþingis vegna 100 ára afmælis fullveldisins Íslands hefst klukkan 14 í dag. 18. júlí 2018 12:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
Undrun og reiði vegna ávarps forseta danska þingsins Ávarp forseta danska þingsins á hátíðarfundi hefur vakið bæði undrun og reiði á meðal Íslendinga. 18. júlí 2018 10:44
Bein útsending: Hátíðarfundur Alþingis á Þingvöllum Hátíðarfundur Alþingis vegna 100 ára afmælis fullveldisins Íslands hefst klukkan 14 í dag. 18. júlí 2018 12:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent