Davíð Þór: Ekki alveg eins gott lið og búist var við Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 18. júlí 2018 16:15 Davíð Þór Viðarsson er fyrirliði FH S2 Sport FH vann sterkan sigur á útivelli gegn finnska liðinu Lahti í fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar í síðustu viku. Davíð Þór Viðarsson segir mikilvægt að FH mæti almennilega til leiks annað kvöld. Fyrirliðinn var sáttur með frammistöðu liðsins ytra. „Við erum í mjög vænlegri stöðu fyrir þennan seinni leik og erum mjög sáttir með hvernig við spiluðum úti og ætlum okkur að klára dæmið hérna heima,“ sagði Davíð á æfingu FH í gær sem var opin fyrir fjölmiðla. FH vann 3-0 sigur úti í Finnlandi á móti andstæðingi sem var kannski ekki eins sterkur og búist var við fyrir fram. „Við áttum mjög góðan leik og ég held þetta sé alveg ágætis lið þó þeir hafi kannski ekki náð að sýna það í þessum leik. Við slógum þá svolítið út af laginu með marki strax í byrjun og öðru marki ekkert löngu eftir það þannig að þá var brekkan orðin frekar brött fyrir þá.“Atli Guðnason átti frábæran leik í Finnlandi og lagði upp tvö marka FHvísir/andri marinó„Þetta er ágætis lið en kannski ekki alveg jafn gott lið og ég bjóst við fyrir einvígið en 3-0 virkilega góður sigur hjá okkur og við þurfum alveg að hafa fyrir hlutunum á fimmtudaginn [morgun].“ „Við þurfum náttúrulega að klára þennan leik. Þetta eru 90 mínútur og við höfum alveg lent í því áður, sérstaklega hérna á heimavelli, að mæta ekki til leiks síðastliðin eitt, tvö ár og lenda í miklum vandræðum. Í deildinni, það er að segja. Þannig að við verðum að mæta klárir og klára þetta almennilega. Það skiptir miklu máli fyrir félagið, hver sigur gefur þér fleiri stig í þessari evrópsku styrkleikaröðun.“ Íslenskir fótboltamenn tala oft um að Evrópuleikirnir séu þeir skemmtilegustu á hverju sumri og þeir geta halað inn miklum tekjum fyrir félögin. Hversu mikla áherslu leggja FH-ingar á Evrópukeppnina? „Akkúrat núna, þar sem við fengum hvíld um helgina, þá erum við bara að einbeita okkur að þessum Evrópuleikjum en við erum líka meðvitaðir um það að staða okkar í deildinni hún leyfir okkur ekkert að slaka á. Við verðum að setja allt púður í það frá og með föstudeginum þar sem við eigum erfiðan leik á móti Breiðabliki á sunnudaginn.“ „Við þurfum bara að skipta á milli, næsti leikur skiptir alltaf mestu máli,“ sagði Davíð Þór Viðarsson. Leikur FH og Lahti er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport annað kvöld. Útsending hefst klukkan 19:00. Evrópudeild UEFA Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti Fleiri fréttir Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Sjá meira
FH vann sterkan sigur á útivelli gegn finnska liðinu Lahti í fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar í síðustu viku. Davíð Þór Viðarsson segir mikilvægt að FH mæti almennilega til leiks annað kvöld. Fyrirliðinn var sáttur með frammistöðu liðsins ytra. „Við erum í mjög vænlegri stöðu fyrir þennan seinni leik og erum mjög sáttir með hvernig við spiluðum úti og ætlum okkur að klára dæmið hérna heima,“ sagði Davíð á æfingu FH í gær sem var opin fyrir fjölmiðla. FH vann 3-0 sigur úti í Finnlandi á móti andstæðingi sem var kannski ekki eins sterkur og búist var við fyrir fram. „Við áttum mjög góðan leik og ég held þetta sé alveg ágætis lið þó þeir hafi kannski ekki náð að sýna það í þessum leik. Við slógum þá svolítið út af laginu með marki strax í byrjun og öðru marki ekkert löngu eftir það þannig að þá var brekkan orðin frekar brött fyrir þá.“Atli Guðnason átti frábæran leik í Finnlandi og lagði upp tvö marka FHvísir/andri marinó„Þetta er ágætis lið en kannski ekki alveg jafn gott lið og ég bjóst við fyrir einvígið en 3-0 virkilega góður sigur hjá okkur og við þurfum alveg að hafa fyrir hlutunum á fimmtudaginn [morgun].“ „Við þurfum náttúrulega að klára þennan leik. Þetta eru 90 mínútur og við höfum alveg lent í því áður, sérstaklega hérna á heimavelli, að mæta ekki til leiks síðastliðin eitt, tvö ár og lenda í miklum vandræðum. Í deildinni, það er að segja. Þannig að við verðum að mæta klárir og klára þetta almennilega. Það skiptir miklu máli fyrir félagið, hver sigur gefur þér fleiri stig í þessari evrópsku styrkleikaröðun.“ Íslenskir fótboltamenn tala oft um að Evrópuleikirnir séu þeir skemmtilegustu á hverju sumri og þeir geta halað inn miklum tekjum fyrir félögin. Hversu mikla áherslu leggja FH-ingar á Evrópukeppnina? „Akkúrat núna, þar sem við fengum hvíld um helgina, þá erum við bara að einbeita okkur að þessum Evrópuleikjum en við erum líka meðvitaðir um það að staða okkar í deildinni hún leyfir okkur ekkert að slaka á. Við verðum að setja allt púður í það frá og með föstudeginum þar sem við eigum erfiðan leik á móti Breiðabliki á sunnudaginn.“ „Við þurfum bara að skipta á milli, næsti leikur skiptir alltaf mestu máli,“ sagði Davíð Þór Viðarsson. Leikur FH og Lahti er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport annað kvöld. Útsending hefst klukkan 19:00.
Evrópudeild UEFA Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti Fleiri fréttir Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Sjá meira