Hvatti Pírata til að láta Piu „fá það óþvegið“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. júlí 2018 07:35 Einar Brynjólfsson er fyrrverandi þingflokksformaður Pírata. VÍSIR/EYÞÓR Einar Brynjólfsson, fulltrúi Pírata í nefnd sem sá um undirbúning fullveldisafmælisins, segist hafa hvatt samflokksmenn sína til að vera viðstadda hátíðarþingfundinn á Þingvöllum í gær. Þingflokkur Pírata sniðgekk fundinn í mótmælaskyni vegna þátttöku Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, sem flutti ávarp á fundinum. Hún er umdeildur stjórnmálamaður og hefur verið gagnrýnd fyrir afstöðu sína í innflytjendamálum, eins og Vísir greindi frá í gær.Einar segist á Facebook-síðu sinni hafa ráðlagt þingflokksformanni Pírata, Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, að sniðganga ekki fundinn. Þess í stað teldi hann réttara að Píratar myndu mæta á fundinn þar sem þeir gætu látið Kjærsgaard „fá það óþvegið,“ eins og hann orðar það. Nefnir hann nokkra táknræna gjörninga í því samhengi, eins og að flytja beitta ræðu á dönsku eða yfirgefa hátíðarsvæðið þegar Kjærsgaard tæki til máls. Það hafi þeir hins vegar ekki gert, sem fyrr segir, og segist Einar óttast að fljótt muni fenna í spor mótmælagjörningsins. „Mér er það stórlega til efs að Pia hafi orðið vör við þessa sniðgöngu þingflokks Pírata, enda fór hún fram í kyrrþey. Þetta er svolítið eins og að hata manneskju sem verður ekki vör við það,“ skrifar Einar á Facebook.Sjá einnig: Þórhildur Sunna um ávarp Piu Kjærsgaard: „Ég var bara andvaka yfir þessu í nótt“ Í athugasemd við færslu Einars er honum bent á grein sem birtist í danska miðlinum Politiken í gærkvöldi, þar sem fjallað er um hátíðarþingfundinn og fyrrnefnda sniðgöngu. Sem stendur er þetta eina greinin sem birst hefur í dönskum miðlum af málinu, að frátaldri frétt Avisen sem byggir alfarið á grein Politiken. Kjærsgaard hefur ekki tjáð sig um málið og því ekki vitað með vissu hvort hún hafi tekið eftir fjarveru Pírata. Í samtali við kvöldfréttir Ríkisútvarpsins í gærkvöldi sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, að ekki hafi verið um auðvelda ákvörðun að ræða. Það hafi aðeins verið vondir kostir í stöðunni sem rökræddir hafi verið í þaula með grasrót flokksins. Það útskýri hvers vegna Píratar hafi tekið ákvörðun um sniðgönguna jafn seint og raun bar vitni. Legið hefur fyrir frá 20. apríl síðastliðnum að Kjærsgaard myndi ávarpa hátíðarfundinn en tilkynnt var um ákvörðun Pírata í hádeginu í gær - næstum þremur mánuðum eftir að frétt um þátttöku danska þingforsetans birtist á vef Alþingis. Helgi segist ekki sjá á eftir ákvörðun flokksins, þvert á móti hafi hann styrkst í þeirri trú sinni að þetta hafi verið rétt ákvörðun. Færslu Einars Brynjólfssonar má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Píratar sniðganga hátíðarfund Alþingis vegna Piu Þingmenn Pírata sjá engan annan kost en að sniðganga hátíðarfund Alþingis. 18. júlí 2018 12:13 Segir afstöðu Pírata vonbrigði Steingrímur sagði það aðallega leiðinlegt fyrir Pírata sjálfa að missa af þessari stund. 18. júlí 2018 23:12 Þórhildur Sunna um ávarp Piu Kjærsgaard: „Ég var bara andvaka yfir þessu í nótt“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, gat ekki samvisku sinnar vegna mætt á hátíðarfundinn. 18. júlí 2018 13:27 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Sjá meira
Einar Brynjólfsson, fulltrúi Pírata í nefnd sem sá um undirbúning fullveldisafmælisins, segist hafa hvatt samflokksmenn sína til að vera viðstadda hátíðarþingfundinn á Þingvöllum í gær. Þingflokkur Pírata sniðgekk fundinn í mótmælaskyni vegna þátttöku Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, sem flutti ávarp á fundinum. Hún er umdeildur stjórnmálamaður og hefur verið gagnrýnd fyrir afstöðu sína í innflytjendamálum, eins og Vísir greindi frá í gær.Einar segist á Facebook-síðu sinni hafa ráðlagt þingflokksformanni Pírata, Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, að sniðganga ekki fundinn. Þess í stað teldi hann réttara að Píratar myndu mæta á fundinn þar sem þeir gætu látið Kjærsgaard „fá það óþvegið,“ eins og hann orðar það. Nefnir hann nokkra táknræna gjörninga í því samhengi, eins og að flytja beitta ræðu á dönsku eða yfirgefa hátíðarsvæðið þegar Kjærsgaard tæki til máls. Það hafi þeir hins vegar ekki gert, sem fyrr segir, og segist Einar óttast að fljótt muni fenna í spor mótmælagjörningsins. „Mér er það stórlega til efs að Pia hafi orðið vör við þessa sniðgöngu þingflokks Pírata, enda fór hún fram í kyrrþey. Þetta er svolítið eins og að hata manneskju sem verður ekki vör við það,“ skrifar Einar á Facebook.Sjá einnig: Þórhildur Sunna um ávarp Piu Kjærsgaard: „Ég var bara andvaka yfir þessu í nótt“ Í athugasemd við færslu Einars er honum bent á grein sem birtist í danska miðlinum Politiken í gærkvöldi, þar sem fjallað er um hátíðarþingfundinn og fyrrnefnda sniðgöngu. Sem stendur er þetta eina greinin sem birst hefur í dönskum miðlum af málinu, að frátaldri frétt Avisen sem byggir alfarið á grein Politiken. Kjærsgaard hefur ekki tjáð sig um málið og því ekki vitað með vissu hvort hún hafi tekið eftir fjarveru Pírata. Í samtali við kvöldfréttir Ríkisútvarpsins í gærkvöldi sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, að ekki hafi verið um auðvelda ákvörðun að ræða. Það hafi aðeins verið vondir kostir í stöðunni sem rökræddir hafi verið í þaula með grasrót flokksins. Það útskýri hvers vegna Píratar hafi tekið ákvörðun um sniðgönguna jafn seint og raun bar vitni. Legið hefur fyrir frá 20. apríl síðastliðnum að Kjærsgaard myndi ávarpa hátíðarfundinn en tilkynnt var um ákvörðun Pírata í hádeginu í gær - næstum þremur mánuðum eftir að frétt um þátttöku danska þingforsetans birtist á vef Alþingis. Helgi segist ekki sjá á eftir ákvörðun flokksins, þvert á móti hafi hann styrkst í þeirri trú sinni að þetta hafi verið rétt ákvörðun. Færslu Einars Brynjólfssonar má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Píratar sniðganga hátíðarfund Alþingis vegna Piu Þingmenn Pírata sjá engan annan kost en að sniðganga hátíðarfund Alþingis. 18. júlí 2018 12:13 Segir afstöðu Pírata vonbrigði Steingrímur sagði það aðallega leiðinlegt fyrir Pírata sjálfa að missa af þessari stund. 18. júlí 2018 23:12 Þórhildur Sunna um ávarp Piu Kjærsgaard: „Ég var bara andvaka yfir þessu í nótt“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, gat ekki samvisku sinnar vegna mætt á hátíðarfundinn. 18. júlí 2018 13:27 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Sjá meira
Píratar sniðganga hátíðarfund Alþingis vegna Piu Þingmenn Pírata sjá engan annan kost en að sniðganga hátíðarfund Alþingis. 18. júlí 2018 12:13
Segir afstöðu Pírata vonbrigði Steingrímur sagði það aðallega leiðinlegt fyrir Pírata sjálfa að missa af þessari stund. 18. júlí 2018 23:12
Þórhildur Sunna um ávarp Piu Kjærsgaard: „Ég var bara andvaka yfir þessu í nótt“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, gat ekki samvisku sinnar vegna mætt á hátíðarfundinn. 18. júlí 2018 13:27